Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2016 23:36 Hólmbert Aron Friðjónsson er örugglega ekki sá eini sem áttar sig ekki hvað sé að hjá framherjum KR í sumar. Vísir/Eyþór KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. KR tapaði sínum þriðja leik í gærkvöldi en Reykjavíkur-Víkingar komust upp fyrir þá með því að vinna Ólafsvíkinga í Víkinni í kvöld. Tveir sigrar í níu leikjum þykir hvergi glæsileg tölfræði og hvað þá í Frostaskjólinu þar sem menn stefna á titilbaráttu en ekki að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni. Mörkin hafa hinsvegar verið alltof fá hjá KR-liðinu í sumar en KR-liðið hefur ekki náð að skora mark að meðaltali í leik. KR er aðeins með 8 mörk í þessum 9 leikjum eða 0,89 mörk að meðaltali í leik. Framherjarnir Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen voru fengnir í KR-liðið til að skora mörk en það hefur verið lítið af því í sumar. Í raun hefur hvorugur þeirra náð að skora í fyrstu 9 leikjum KR-inga í Pepsi-deildinni. Þeir náði heldur ekki að skora í bikarleik á móti Selfossi þar sem KR féll í fyrsta sinn út í 32 liða úrslitunum. Mínúturnar eru farnir að hrannast upp og enn bíða KR-ingar eftir að framherjar liðsins finni markaskóna sína. Nú er svo komið að þeir Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen hafa spilað saman í meira en þúsund mínútur í sumar án þess að skora eitt einasta mark. Þetta eru 916 mínútur í Pepsi-deildinni og svo 171 mínúta í bikarleiknum á móti Selfossi. Samanlagt gerir þetta 1087 mínútur spilaðar án þess að skora. Hér fyrir neðan má sjá yfirlitið yfir markaleysi framherja KR-inga sumarið 2016.Vísir/AntonMarkaleysi framherja KR-liðsins í sumar0-0 jafntefli við Víking R. - 169 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 89 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 80 mínútur, 0 mörk2-2 jafntefli við Þrótt - 90 mínútur (Mörkin: Óskar Örn Hauksson og Kennie Knak Chopart) Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson sat á bekknum1-0 sigur á FH - 97 mínútur (Markið: Pálmi Rafn Pálmason) Hólmbert Aron Friðjónsson 90 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 7 mínútur, 0 mörk1-1 jafntefli við Stjörnuna - 90 mínútur (Markið: Indriði Sigurðsson) Hólmbert Aron Friðjónsson 76 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 14 mínútur, 0 mörk1-0 tap fyrir Breiðabliki - 90 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 65 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 25 mínútur, 0 mörk2-1 sigur á Val - 90 mínútur (Mörkin: Óskar Örn Hauksson og Denis Fazlagic) Morten Beck Andersen 78 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 12 mínútur, 0 mörk1-0 tap fyrir ÍBV - 110 mínútur Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 20 mínútur, 0 mörk3-1 tap fyrir Fjölni - 90 mínútur (Markið: Michael Præst) Morten Beck Andersen 66 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 24 mínútur, 0 mörk2-1 tap fyrir ÍA - 90 mínútur (Markið: Kennie Knak Chopart) Hólmbert Aron Friðjónsson 77 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 13 mínútur, 0 mörk ---KR hefur skorað 8 mörk í 9 leikjum í Pepsi-deildinni Kennie Knak Chopart 2 Óskar Örn Hauksson 2 Pálmi Rafn Pálmason 1 Indriði Sigurðsson 1 Denis Fazlagic 1 Michael Præst 1Mínútur framherja KR-liðsins í Pepsi-deildinni: Morten Beck Andersen 463 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 453 mínútur Samtals: 916 mínútur án þess að skora ----2-1 tap í bikarleik á móti Selfossi - 171 mínúta (Markið: Denis Fazlagic) Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 81 mínúta, 0 mörkMínútur framherja KR-liðsins í öllum keppnum Morten Beck Andersen 553 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 534 mínúturSamtals: 1087 mínútur án þess að skora Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. KR tapaði sínum þriðja leik í gærkvöldi en Reykjavíkur-Víkingar komust upp fyrir þá með því að vinna Ólafsvíkinga í Víkinni í kvöld. Tveir sigrar í níu leikjum þykir hvergi glæsileg tölfræði og hvað þá í Frostaskjólinu þar sem menn stefna á titilbaráttu en ekki að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni. Mörkin hafa hinsvegar verið alltof fá hjá KR-liðinu í sumar en KR-liðið hefur ekki náð að skora mark að meðaltali í leik. KR er aðeins með 8 mörk í þessum 9 leikjum eða 0,89 mörk að meðaltali í leik. Framherjarnir Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen voru fengnir í KR-liðið til að skora mörk en það hefur verið lítið af því í sumar. Í raun hefur hvorugur þeirra náð að skora í fyrstu 9 leikjum KR-inga í Pepsi-deildinni. Þeir náði heldur ekki að skora í bikarleik á móti Selfossi þar sem KR féll í fyrsta sinn út í 32 liða úrslitunum. Mínúturnar eru farnir að hrannast upp og enn bíða KR-ingar eftir að framherjar liðsins finni markaskóna sína. Nú er svo komið að þeir Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen hafa spilað saman í meira en þúsund mínútur í sumar án þess að skora eitt einasta mark. Þetta eru 916 mínútur í Pepsi-deildinni og svo 171 mínúta í bikarleiknum á móti Selfossi. Samanlagt gerir þetta 1087 mínútur spilaðar án þess að skora. Hér fyrir neðan má sjá yfirlitið yfir markaleysi framherja KR-inga sumarið 2016.Vísir/AntonMarkaleysi framherja KR-liðsins í sumar0-0 jafntefli við Víking R. - 169 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 89 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 80 mínútur, 0 mörk2-2 jafntefli við Þrótt - 90 mínútur (Mörkin: Óskar Örn Hauksson og Kennie Knak Chopart) Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson sat á bekknum1-0 sigur á FH - 97 mínútur (Markið: Pálmi Rafn Pálmason) Hólmbert Aron Friðjónsson 90 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 7 mínútur, 0 mörk1-1 jafntefli við Stjörnuna - 90 mínútur (Markið: Indriði Sigurðsson) Hólmbert Aron Friðjónsson 76 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 14 mínútur, 0 mörk1-0 tap fyrir Breiðabliki - 90 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 65 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 25 mínútur, 0 mörk2-1 sigur á Val - 90 mínútur (Mörkin: Óskar Örn Hauksson og Denis Fazlagic) Morten Beck Andersen 78 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 12 mínútur, 0 mörk1-0 tap fyrir ÍBV - 110 mínútur Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 20 mínútur, 0 mörk3-1 tap fyrir Fjölni - 90 mínútur (Markið: Michael Præst) Morten Beck Andersen 66 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 24 mínútur, 0 mörk2-1 tap fyrir ÍA - 90 mínútur (Markið: Kennie Knak Chopart) Hólmbert Aron Friðjónsson 77 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 13 mínútur, 0 mörk ---KR hefur skorað 8 mörk í 9 leikjum í Pepsi-deildinni Kennie Knak Chopart 2 Óskar Örn Hauksson 2 Pálmi Rafn Pálmason 1 Indriði Sigurðsson 1 Denis Fazlagic 1 Michael Præst 1Mínútur framherja KR-liðsins í Pepsi-deildinni: Morten Beck Andersen 463 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 453 mínútur Samtals: 916 mínútur án þess að skora ----2-1 tap í bikarleik á móti Selfossi - 171 mínúta (Markið: Denis Fazlagic) Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 81 mínúta, 0 mörkMínútur framherja KR-liðsins í öllum keppnum Morten Beck Andersen 553 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 534 mínúturSamtals: 1087 mínútur án þess að skora
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira