Bjarni rekinn frá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 11:32 Bjarni Guðjónsson skilur við KR í 9. sæti Pepsi-deildarinnar. vísir/anton Bjarni Guðjónsson hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari meistaraflokks karla hjá KR. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. KR-ingum hefur gengið illa það sem af er tímabili og aðeins náð í níu stig í fyrstu níu umferðunum í Pepsi-deildinni. KR hefur tapað þremur leikjum í röð og er í 9. sæti Pepsi-deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Þá datt KR úr leik í Borgunarbikarnum eftir 1-2 tap fyrir 1. deildarliði Selfoss. Guðmundur Benediktsson hættir einnig sem aðstoðarþjálfari KR en ekki kemur fram hver framtíð Arnars Gunnlaugssonar verður en hann var tekinn inn í þjálfarateymi KR fyrir skemmstu. Bjarni stýrði KR síðast í 1-2 tapi fyrir ÍA, sínu uppeldisfélagi, á fimmtudaginn. „Frá fyrsta degi mínum í starfi sem þjálfari KR hef ég lagt áherslu á að hagsmunir liðsins séu ætíð í forgangi. Eftir slæma byrjun á tímabilinu hef ég ásamt stjórn félagsins, komist að þeirri niðurstöðu að það sé hagsmunum liðsins nú fyrir bestu að ég láti af störfum,“ er haft eftir Bjarna á heimasíðu KR. „Ég er þakklátur stjórn KR fyrir að hafa treyst mér fyrir þjálfun liðsins. Framtíð KR er björt og ég er sannfærður um að liðið muni komast aftur á toppinn, þar sem það á heima, áður en langt um líður.“ Bjarni tók við KR fyrir síðasta tímabil eftir að hafa stýrt Fram í eitt ár. KR endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og tapaði í bikarúrslitum fyrir Val. KR vann aðeins 14 af 31 deildarleik undir stjórn Bjarna, gerði níu jafntefli og tapaði átta leikjum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari meistaraflokks karla hjá KR. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. KR-ingum hefur gengið illa það sem af er tímabili og aðeins náð í níu stig í fyrstu níu umferðunum í Pepsi-deildinni. KR hefur tapað þremur leikjum í röð og er í 9. sæti Pepsi-deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Þá datt KR úr leik í Borgunarbikarnum eftir 1-2 tap fyrir 1. deildarliði Selfoss. Guðmundur Benediktsson hættir einnig sem aðstoðarþjálfari KR en ekki kemur fram hver framtíð Arnars Gunnlaugssonar verður en hann var tekinn inn í þjálfarateymi KR fyrir skemmstu. Bjarni stýrði KR síðast í 1-2 tapi fyrir ÍA, sínu uppeldisfélagi, á fimmtudaginn. „Frá fyrsta degi mínum í starfi sem þjálfari KR hef ég lagt áherslu á að hagsmunir liðsins séu ætíð í forgangi. Eftir slæma byrjun á tímabilinu hef ég ásamt stjórn félagsins, komist að þeirri niðurstöðu að það sé hagsmunum liðsins nú fyrir bestu að ég láti af störfum,“ er haft eftir Bjarna á heimasíðu KR. „Ég er þakklátur stjórn KR fyrir að hafa treyst mér fyrir þjálfun liðsins. Framtíð KR er björt og ég er sannfærður um að liðið muni komast aftur á toppinn, þar sem það á heima, áður en langt um líður.“ Bjarni tók við KR fyrir síðasta tímabil eftir að hafa stýrt Fram í eitt ár. KR endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og tapaði í bikarúrslitum fyrir Val. KR vann aðeins 14 af 31 deildarleik undir stjórn Bjarna, gerði níu jafntefli og tapaði átta leikjum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44
Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36