Sjáðu greiningu Pepsi-markanna á leikmannamálum KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 18:15 KR tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn komu í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Staða KR er ekki glæsileg en eftir níu leiki er liðið aðeins með níu stig í 9. sæti deildarinnar. Og í dag var Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, látinn taka pokann sinn. Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið ítarlega yfir málefni KR enda af nógu að taka.Sjá einnig: Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson voru gestir Harðar Magnússonar og þeir gagnrýndu stefnu KR í leikmannamálum en fjölmargir leikmenn hafa komið og farið úr Vesturbænum á undanförnum mánuðum. „Þetta er alltof mikil leikmannavelta og það eru alltof margir góðir leikmenn sem eru farnir á skömmum tíma,“ sagði Kristján sem velti því fyrir sér hvort þeim leikmönnum sem spiluðu með Bjarna hjá KR á sínum tíma hafi þótt óþægilegt að hafa hann sem þjálfara.mynd/skjáskotLogi tók í sama streng með leikmannaveltuna hjá KR og benti á að litlar breytingar á milli ára væru oft lykilinn að árangri, eins og var hjá KR árin á undan. „Það var alltaf sami kjarninn í liðinu. Það er nauðsynlegt að gera 1-3 breytingar á hverju ári en þegar þetta er svona segir sagan okkur að það er andskotanum erfiðara að búa til lið sem nær einhverjum árangri,“ sagði Logi sem setur einnig spurningarmerki við dönsku leiðina sem var farin hjá KR en fimm danskir leikmenn leika með liðinu. „Svo má velta þessari dönsku innrás í Vesturbæinn fyrir sér. Hefur hún heppnast? Að mínu mati nei,“ sagði Logi og bætti því við að leikmaður eins og Michael Præst hentaði leikstíl KR ekki.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd Hörður og félagar ræddu einnig um hver bæri ábyrgð á leikmannakaupunum hjá KR. „Mér finnst að það eigi að vera einhver stefna og aðferðarfræði hjá hverju félagi. Það þarf því að líta krítískt á það hverjir koma og fara,“ sagði Logi sem þjálfaði KR á árunum 2007-10. „Þarna finnst mér stjórnin líka bera ábyrgð. Hvaða ábyrgð ætla þeir sem hafa völdin í þessu máli að taka?“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
KR tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn komu í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Staða KR er ekki glæsileg en eftir níu leiki er liðið aðeins með níu stig í 9. sæti deildarinnar. Og í dag var Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, látinn taka pokann sinn. Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið ítarlega yfir málefni KR enda af nógu að taka.Sjá einnig: Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson voru gestir Harðar Magnússonar og þeir gagnrýndu stefnu KR í leikmannamálum en fjölmargir leikmenn hafa komið og farið úr Vesturbænum á undanförnum mánuðum. „Þetta er alltof mikil leikmannavelta og það eru alltof margir góðir leikmenn sem eru farnir á skömmum tíma,“ sagði Kristján sem velti því fyrir sér hvort þeim leikmönnum sem spiluðu með Bjarna hjá KR á sínum tíma hafi þótt óþægilegt að hafa hann sem þjálfara.mynd/skjáskotLogi tók í sama streng með leikmannaveltuna hjá KR og benti á að litlar breytingar á milli ára væru oft lykilinn að árangri, eins og var hjá KR árin á undan. „Það var alltaf sami kjarninn í liðinu. Það er nauðsynlegt að gera 1-3 breytingar á hverju ári en þegar þetta er svona segir sagan okkur að það er andskotanum erfiðara að búa til lið sem nær einhverjum árangri,“ sagði Logi sem setur einnig spurningarmerki við dönsku leiðina sem var farin hjá KR en fimm danskir leikmenn leika með liðinu. „Svo má velta þessari dönsku innrás í Vesturbæinn fyrir sér. Hefur hún heppnast? Að mínu mati nei,“ sagði Logi og bætti því við að leikmaður eins og Michael Præst hentaði leikstíl KR ekki.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd Hörður og félagar ræddu einnig um hver bæri ábyrgð á leikmannakaupunum hjá KR. „Mér finnst að það eigi að vera einhver stefna og aðferðarfræði hjá hverju félagi. Það þarf því að líta krítískt á það hverjir koma og fara,“ sagði Logi sem þjálfaði KR á árunum 2007-10. „Þarna finnst mér stjórnin líka bera ábyrgð. Hvaða ábyrgð ætla þeir sem hafa völdin í þessu máli að taka?“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44
Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36