Tap Aston Martin tvöfaldast Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 15:21 Hinn væntanlegi Aston Martin DBX jepplingur. Breski bílaframleiðandinn Aston Martin skilaði tapi fyrir árið 2015, fimmta árið í röð og nú hátt í tvöfalt meira tapi en árið áður. Nam tap Aston Martin fyrir árið í fyrra 21,2 milljarði, en tapið árið áður var 11,9 milljarðar króna. Aston Martin seldi alls 3.615 bíla í fyrra en 3.661 bíl árið áður. Í ár býst Aston Martin við að selja örlítið fleiri bíla en í fyrra og afrakstur þess verði betri með tilkomu nýs DB11 bíls. Miklar fjárfestingar eiga sér nú stað hjá Aston Martin vegna nýja DBX jepplingsins og er verið að reisa nýja verksmiðju vegna hans í Wales. Aston Martin hefur eins og margur breskur bílaframleiðandinn ákallað bresku ríkisstjórnina að skapa iðnaðinum viðunandi starfsumhverfi í kjölfar brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, í hvers konar formi sem það getur orðið. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Breski bílaframleiðandinn Aston Martin skilaði tapi fyrir árið 2015, fimmta árið í röð og nú hátt í tvöfalt meira tapi en árið áður. Nam tap Aston Martin fyrir árið í fyrra 21,2 milljarði, en tapið árið áður var 11,9 milljarðar króna. Aston Martin seldi alls 3.615 bíla í fyrra en 3.661 bíl árið áður. Í ár býst Aston Martin við að selja örlítið fleiri bíla en í fyrra og afrakstur þess verði betri með tilkomu nýs DB11 bíls. Miklar fjárfestingar eiga sér nú stað hjá Aston Martin vegna nýja DBX jepplingsins og er verið að reisa nýja verksmiðju vegna hans í Wales. Aston Martin hefur eins og margur breskur bílaframleiðandinn ákallað bresku ríkisstjórnina að skapa iðnaðinum viðunandi starfsumhverfi í kjölfar brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, í hvers konar formi sem það getur orðið.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent