Dumas vann Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 15:11 Romain Dumas sigurreyfur á toppi Pikes Peak. Aðeins viku eftir að Frakkinn Romain Dumas vann 24 tíma þolaksturinn í Le Mans náði hann einnig að vinna brekkuklifurkeppnina Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Hann ók rafmagnsbílnum Honda Drive eO PP03 upp 20 kílómetra leiðina upp fjallið á 8 mínútum og 51,4 sekúndum og var 5 sekúndum fljótari en Rhys Millen, sem einnig ók rafdrifnum bíl. Meðalhraði hans á leiðinni var 130,8 km/klst. Þetta var annar sigur Romain Dumas í Pikes Peak keppninni, en hann vann hana einnig fyrir tveimur árum. Dumas sagðist hafa ekið mjög djarflega á fyrstu tveimur þriðju leiðarinnar og lagt grunninn að sigri sínum þar, en á síðasta þriðjungnum hafi hann farið mun varlegar þar sem ökumönnum hafi ekki leyfst að æfa akstur upp síðasta þriðjunginn. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent
Aðeins viku eftir að Frakkinn Romain Dumas vann 24 tíma þolaksturinn í Le Mans náði hann einnig að vinna brekkuklifurkeppnina Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Hann ók rafmagnsbílnum Honda Drive eO PP03 upp 20 kílómetra leiðina upp fjallið á 8 mínútum og 51,4 sekúndum og var 5 sekúndum fljótari en Rhys Millen, sem einnig ók rafdrifnum bíl. Meðalhraði hans á leiðinni var 130,8 km/klst. Þetta var annar sigur Romain Dumas í Pikes Peak keppninni, en hann vann hana einnig fyrir tveimur árum. Dumas sagðist hafa ekið mjög djarflega á fyrstu tveimur þriðju leiðarinnar og lagt grunninn að sigri sínum þar, en á síðasta þriðjungnum hafi hann farið mun varlegar þar sem ökumönnum hafi ekki leyfst að æfa akstur upp síðasta þriðjunginn.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent