Dagur plataði heimsbyggðina á Twitter: „Minn best heppnaði gjörningur“ Bjarki Ármannsson skrifar 28. júní 2016 15:39 Piers Morgan og The Guardian kokgleyptu við klisjustaðreyndum Dags Hjartarsonar yfir leiknum í gær. Vísir Hróður Íslands og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu barst víða með sigrinum á Englendingum í sextán liða úrslitum á EM í gærkvöldi. Voru samfélagsmiðlar duglegir að dásama leikskipulag liðsins og dreifa mögnuðum staðreyndum um landsliðsmennina okkar til að setja sigurinn í samhengi. Til dæmis það að Ísland eigi innan við hundrað atvinnumenn í knattspyrnu, hér búi svipað margir og í ensku borginni Leicester ... og það að Jón Daði Böðvarsson, framherji liðsins, vinni á bensínstöð á veturna þegar hann er ekki að spila fótbolta. Nei, bíddu. Ha? Hvaðan kom þetta? Spólum aðeins til baka. „Ég var veikur heima, einn, að horfa á leikinn og ákvað að vera að fíflast eitthvað á Twitter samhliða því,“ segir Dagur Hjartarson, rithöfundur og virkur Twitter-spaugari. Dagur tók upp á því að setja inn fáránlegar staðreyndir um íslenska landsliðið á ensku, sem flestir Íslendingar sjá strax að eru uppspuni frá rótum.This is Ólafur Guðmundsson who coached the Icelandic team from 1950 until he died in 1996. #ENGICE #emísland pic.twitter.com/0iELKmkA7q— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það kom þó ekki í veg fyrir að gríðarlegur fjöldi útlendinga „lækuðu“ og dreifðu tístunum hans – þeirra á meðal breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, sem er með fleiri en fimm milljónir aðdáenda á Twitter. Dagur segist í gær hafa fengið um fimmtíu tilkynningar á sekúndur frá Twitter og hefur því ekki séð nærri því öll viðbrögð við færslunum. „Ég hélt nú í fyrstu að þetta myndi ekki hljóta jafnmikla útbreiðslu og það hlaut,“ viðurkennir Dagur. „Ég hef enga yfirsýn yfir hvert þetta er farið núna, það eru margar milljónir manna búnar að sjá þessi tíst og þetta er bara á einhverri óstöðvandi siglingu um ranghala internetsins.“ Lygilegu „staðreyndirnar“ sem Dagur deildi með heimsbyggðinni – til að mynda að forseti Íslands, Álfur Jónsson, væri áhugaknattspyrnumaður, og að Kolbeinn Sigþórsson framherji væri fyrrverandi grunnskólakennari í afskekktu sjávarþorpi – rötuðu mjög víða. Blaðamaður í hlaðvarpsþætti The Guardian sagði hlustendum frá húsinu sem Ragnar Sigurðsson ólst upp í (í raun sjóminjasafnið Ósvör) og Dagur segir fjölmiðlamenn frá Ástralíu, Belgíu og Brasilíu hafa haft samband með umfjöllun um Ísland í huga.This is where Ragnar Sigurðsson, the Icelandic goalscorer, grew up. #engice #emísland pic.twitter.com/LTSXmafX3C— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 „Ég var upphaflega bara að leika mér með þessar klisjur,“ segir hann. „Það eru ákveðnar klisjur í kringum Ísland, hvað Ísland er, og við Íslendingar viðhöldum þeim kannski stundum. En það kom held ég bara í ljós að klisjan um Ísland sem eitthvað sveitaþorp, hún er sprelllifandi.“ Dagur segir marga greinilega trúa öllu sem sett var inn, þó að flest ætti ekki að vera erfitt að afsanna. Til að mynda er með einfaldri leit á netinu hægt að komast að því að Jón Daði Böðvarsson er atvinnumaður með þýska liðinu Kaiserslautern og því ansi ólíklegt að hann vinni á íslenskri bensínstöð á veturna. „Ég sá nú bara að það var einhver ungversk fréttasíða sem gerði frétt um íslenska landsliðið og byggði hana eiginlega bara á fréttunum mínum,“ segir Dagur. „Þannig að þetta snerist upp í listrænan gjörning þar sem ég afhjúpaði hvernig internetið virkar, hvernig við förum með upplýsingar og hvernig blaðamenn fara með staðreyndir. Þetta varð eiginlega minn best heppnaði gjörningur.“ Dagur segir þó marga greinilega hafa áttað sig á gríninu. Til að mynda hafi þýsk vefsíða gert frétt um uppátækið. En var eitthvað sem enginn trúði? „Nei, ég held að það hafi einhverjir trúað öllu,“ segir Dagur og hlær. „Ég held að mjög margir hafi trúað þessu með bensínstöðina, þrátt fyrir að myndin sé ábyggilega tekin í kringum 1950. Það kannski sýnir nú kannski bara að margir halda að Ísland sé einhverskonar Kúba norðursins.“The striker Böðvarsson works at this gas station in the winter time but plays football in summer #engice #emísland pic.twitter.com/G6WPASqIfX— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það er morgunljóst, að mati Dags, að margir hafi fyrirfram hreinlega verið að leita að ummerkjum um þessa Öskubuskusögu Íslands og fundið þau á síðu hans. „Þannig að ég held að þetta varpi ákveðnu ljósi á okkur og hvernig við förum með upplýsingar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Hróður Íslands og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu barst víða með sigrinum á Englendingum í sextán liða úrslitum á EM í gærkvöldi. Voru samfélagsmiðlar duglegir að dásama leikskipulag liðsins og dreifa mögnuðum staðreyndum um landsliðsmennina okkar til að setja sigurinn í samhengi. Til dæmis það að Ísland eigi innan við hundrað atvinnumenn í knattspyrnu, hér búi svipað margir og í ensku borginni Leicester ... og það að Jón Daði Böðvarsson, framherji liðsins, vinni á bensínstöð á veturna þegar hann er ekki að spila fótbolta. Nei, bíddu. Ha? Hvaðan kom þetta? Spólum aðeins til baka. „Ég var veikur heima, einn, að horfa á leikinn og ákvað að vera að fíflast eitthvað á Twitter samhliða því,“ segir Dagur Hjartarson, rithöfundur og virkur Twitter-spaugari. Dagur tók upp á því að setja inn fáránlegar staðreyndir um íslenska landsliðið á ensku, sem flestir Íslendingar sjá strax að eru uppspuni frá rótum.This is Ólafur Guðmundsson who coached the Icelandic team from 1950 until he died in 1996. #ENGICE #emísland pic.twitter.com/0iELKmkA7q— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það kom þó ekki í veg fyrir að gríðarlegur fjöldi útlendinga „lækuðu“ og dreifðu tístunum hans – þeirra á meðal breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, sem er með fleiri en fimm milljónir aðdáenda á Twitter. Dagur segist í gær hafa fengið um fimmtíu tilkynningar á sekúndur frá Twitter og hefur því ekki séð nærri því öll viðbrögð við færslunum. „Ég hélt nú í fyrstu að þetta myndi ekki hljóta jafnmikla útbreiðslu og það hlaut,“ viðurkennir Dagur. „Ég hef enga yfirsýn yfir hvert þetta er farið núna, það eru margar milljónir manna búnar að sjá þessi tíst og þetta er bara á einhverri óstöðvandi siglingu um ranghala internetsins.“ Lygilegu „staðreyndirnar“ sem Dagur deildi með heimsbyggðinni – til að mynda að forseti Íslands, Álfur Jónsson, væri áhugaknattspyrnumaður, og að Kolbeinn Sigþórsson framherji væri fyrrverandi grunnskólakennari í afskekktu sjávarþorpi – rötuðu mjög víða. Blaðamaður í hlaðvarpsþætti The Guardian sagði hlustendum frá húsinu sem Ragnar Sigurðsson ólst upp í (í raun sjóminjasafnið Ósvör) og Dagur segir fjölmiðlamenn frá Ástralíu, Belgíu og Brasilíu hafa haft samband með umfjöllun um Ísland í huga.This is where Ragnar Sigurðsson, the Icelandic goalscorer, grew up. #engice #emísland pic.twitter.com/LTSXmafX3C— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 „Ég var upphaflega bara að leika mér með þessar klisjur,“ segir hann. „Það eru ákveðnar klisjur í kringum Ísland, hvað Ísland er, og við Íslendingar viðhöldum þeim kannski stundum. En það kom held ég bara í ljós að klisjan um Ísland sem eitthvað sveitaþorp, hún er sprelllifandi.“ Dagur segir marga greinilega trúa öllu sem sett var inn, þó að flest ætti ekki að vera erfitt að afsanna. Til að mynda er með einfaldri leit á netinu hægt að komast að því að Jón Daði Böðvarsson er atvinnumaður með þýska liðinu Kaiserslautern og því ansi ólíklegt að hann vinni á íslenskri bensínstöð á veturna. „Ég sá nú bara að það var einhver ungversk fréttasíða sem gerði frétt um íslenska landsliðið og byggði hana eiginlega bara á fréttunum mínum,“ segir Dagur. „Þannig að þetta snerist upp í listrænan gjörning þar sem ég afhjúpaði hvernig internetið virkar, hvernig við förum með upplýsingar og hvernig blaðamenn fara með staðreyndir. Þetta varð eiginlega minn best heppnaði gjörningur.“ Dagur segir þó marga greinilega hafa áttað sig á gríninu. Til að mynda hafi þýsk vefsíða gert frétt um uppátækið. En var eitthvað sem enginn trúði? „Nei, ég held að það hafi einhverjir trúað öllu,“ segir Dagur og hlær. „Ég held að mjög margir hafi trúað þessu með bensínstöðina, þrátt fyrir að myndin sé ábyggilega tekin í kringum 1950. Það kannski sýnir nú kannski bara að margir halda að Ísland sé einhverskonar Kúba norðursins.“The striker Böðvarsson works at this gas station in the winter time but plays football in summer #engice #emísland pic.twitter.com/G6WPASqIfX— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það er morgunljóst, að mati Dags, að margir hafi fyrirfram hreinlega verið að leita að ummerkjum um þessa Öskubuskusögu Íslands og fundið þau á síðu hans. „Þannig að ég held að þetta varpi ákveðnu ljósi á okkur og hvernig við förum með upplýsingar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira