Dagur plataði heimsbyggðina á Twitter: „Minn best heppnaði gjörningur“ Bjarki Ármannsson skrifar 28. júní 2016 15:39 Piers Morgan og The Guardian kokgleyptu við klisjustaðreyndum Dags Hjartarsonar yfir leiknum í gær. Vísir Hróður Íslands og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu barst víða með sigrinum á Englendingum í sextán liða úrslitum á EM í gærkvöldi. Voru samfélagsmiðlar duglegir að dásama leikskipulag liðsins og dreifa mögnuðum staðreyndum um landsliðsmennina okkar til að setja sigurinn í samhengi. Til dæmis það að Ísland eigi innan við hundrað atvinnumenn í knattspyrnu, hér búi svipað margir og í ensku borginni Leicester ... og það að Jón Daði Böðvarsson, framherji liðsins, vinni á bensínstöð á veturna þegar hann er ekki að spila fótbolta. Nei, bíddu. Ha? Hvaðan kom þetta? Spólum aðeins til baka. „Ég var veikur heima, einn, að horfa á leikinn og ákvað að vera að fíflast eitthvað á Twitter samhliða því,“ segir Dagur Hjartarson, rithöfundur og virkur Twitter-spaugari. Dagur tók upp á því að setja inn fáránlegar staðreyndir um íslenska landsliðið á ensku, sem flestir Íslendingar sjá strax að eru uppspuni frá rótum.This is Ólafur Guðmundsson who coached the Icelandic team from 1950 until he died in 1996. #ENGICE #emísland pic.twitter.com/0iELKmkA7q— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það kom þó ekki í veg fyrir að gríðarlegur fjöldi útlendinga „lækuðu“ og dreifðu tístunum hans – þeirra á meðal breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, sem er með fleiri en fimm milljónir aðdáenda á Twitter. Dagur segist í gær hafa fengið um fimmtíu tilkynningar á sekúndur frá Twitter og hefur því ekki séð nærri því öll viðbrögð við færslunum. „Ég hélt nú í fyrstu að þetta myndi ekki hljóta jafnmikla útbreiðslu og það hlaut,“ viðurkennir Dagur. „Ég hef enga yfirsýn yfir hvert þetta er farið núna, það eru margar milljónir manna búnar að sjá þessi tíst og þetta er bara á einhverri óstöðvandi siglingu um ranghala internetsins.“ Lygilegu „staðreyndirnar“ sem Dagur deildi með heimsbyggðinni – til að mynda að forseti Íslands, Álfur Jónsson, væri áhugaknattspyrnumaður, og að Kolbeinn Sigþórsson framherji væri fyrrverandi grunnskólakennari í afskekktu sjávarþorpi – rötuðu mjög víða. Blaðamaður í hlaðvarpsþætti The Guardian sagði hlustendum frá húsinu sem Ragnar Sigurðsson ólst upp í (í raun sjóminjasafnið Ósvör) og Dagur segir fjölmiðlamenn frá Ástralíu, Belgíu og Brasilíu hafa haft samband með umfjöllun um Ísland í huga.This is where Ragnar Sigurðsson, the Icelandic goalscorer, grew up. #engice #emísland pic.twitter.com/LTSXmafX3C— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 „Ég var upphaflega bara að leika mér með þessar klisjur,“ segir hann. „Það eru ákveðnar klisjur í kringum Ísland, hvað Ísland er, og við Íslendingar viðhöldum þeim kannski stundum. En það kom held ég bara í ljós að klisjan um Ísland sem eitthvað sveitaþorp, hún er sprelllifandi.“ Dagur segir marga greinilega trúa öllu sem sett var inn, þó að flest ætti ekki að vera erfitt að afsanna. Til að mynda er með einfaldri leit á netinu hægt að komast að því að Jón Daði Böðvarsson er atvinnumaður með þýska liðinu Kaiserslautern og því ansi ólíklegt að hann vinni á íslenskri bensínstöð á veturna. „Ég sá nú bara að það var einhver ungversk fréttasíða sem gerði frétt um íslenska landsliðið og byggði hana eiginlega bara á fréttunum mínum,“ segir Dagur. „Þannig að þetta snerist upp í listrænan gjörning þar sem ég afhjúpaði hvernig internetið virkar, hvernig við förum með upplýsingar og hvernig blaðamenn fara með staðreyndir. Þetta varð eiginlega minn best heppnaði gjörningur.“ Dagur segir þó marga greinilega hafa áttað sig á gríninu. Til að mynda hafi þýsk vefsíða gert frétt um uppátækið. En var eitthvað sem enginn trúði? „Nei, ég held að það hafi einhverjir trúað öllu,“ segir Dagur og hlær. „Ég held að mjög margir hafi trúað þessu með bensínstöðina, þrátt fyrir að myndin sé ábyggilega tekin í kringum 1950. Það kannski sýnir nú kannski bara að margir halda að Ísland sé einhverskonar Kúba norðursins.“The striker Böðvarsson works at this gas station in the winter time but plays football in summer #engice #emísland pic.twitter.com/G6WPASqIfX— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það er morgunljóst, að mati Dags, að margir hafi fyrirfram hreinlega verið að leita að ummerkjum um þessa Öskubuskusögu Íslands og fundið þau á síðu hans. „Þannig að ég held að þetta varpi ákveðnu ljósi á okkur og hvernig við förum með upplýsingar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira
Hróður Íslands og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu barst víða með sigrinum á Englendingum í sextán liða úrslitum á EM í gærkvöldi. Voru samfélagsmiðlar duglegir að dásama leikskipulag liðsins og dreifa mögnuðum staðreyndum um landsliðsmennina okkar til að setja sigurinn í samhengi. Til dæmis það að Ísland eigi innan við hundrað atvinnumenn í knattspyrnu, hér búi svipað margir og í ensku borginni Leicester ... og það að Jón Daði Böðvarsson, framherji liðsins, vinni á bensínstöð á veturna þegar hann er ekki að spila fótbolta. Nei, bíddu. Ha? Hvaðan kom þetta? Spólum aðeins til baka. „Ég var veikur heima, einn, að horfa á leikinn og ákvað að vera að fíflast eitthvað á Twitter samhliða því,“ segir Dagur Hjartarson, rithöfundur og virkur Twitter-spaugari. Dagur tók upp á því að setja inn fáránlegar staðreyndir um íslenska landsliðið á ensku, sem flestir Íslendingar sjá strax að eru uppspuni frá rótum.This is Ólafur Guðmundsson who coached the Icelandic team from 1950 until he died in 1996. #ENGICE #emísland pic.twitter.com/0iELKmkA7q— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það kom þó ekki í veg fyrir að gríðarlegur fjöldi útlendinga „lækuðu“ og dreifðu tístunum hans – þeirra á meðal breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, sem er með fleiri en fimm milljónir aðdáenda á Twitter. Dagur segist í gær hafa fengið um fimmtíu tilkynningar á sekúndur frá Twitter og hefur því ekki séð nærri því öll viðbrögð við færslunum. „Ég hélt nú í fyrstu að þetta myndi ekki hljóta jafnmikla útbreiðslu og það hlaut,“ viðurkennir Dagur. „Ég hef enga yfirsýn yfir hvert þetta er farið núna, það eru margar milljónir manna búnar að sjá þessi tíst og þetta er bara á einhverri óstöðvandi siglingu um ranghala internetsins.“ Lygilegu „staðreyndirnar“ sem Dagur deildi með heimsbyggðinni – til að mynda að forseti Íslands, Álfur Jónsson, væri áhugaknattspyrnumaður, og að Kolbeinn Sigþórsson framherji væri fyrrverandi grunnskólakennari í afskekktu sjávarþorpi – rötuðu mjög víða. Blaðamaður í hlaðvarpsþætti The Guardian sagði hlustendum frá húsinu sem Ragnar Sigurðsson ólst upp í (í raun sjóminjasafnið Ósvör) og Dagur segir fjölmiðlamenn frá Ástralíu, Belgíu og Brasilíu hafa haft samband með umfjöllun um Ísland í huga.This is where Ragnar Sigurðsson, the Icelandic goalscorer, grew up. #engice #emísland pic.twitter.com/LTSXmafX3C— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 „Ég var upphaflega bara að leika mér með þessar klisjur,“ segir hann. „Það eru ákveðnar klisjur í kringum Ísland, hvað Ísland er, og við Íslendingar viðhöldum þeim kannski stundum. En það kom held ég bara í ljós að klisjan um Ísland sem eitthvað sveitaþorp, hún er sprelllifandi.“ Dagur segir marga greinilega trúa öllu sem sett var inn, þó að flest ætti ekki að vera erfitt að afsanna. Til að mynda er með einfaldri leit á netinu hægt að komast að því að Jón Daði Böðvarsson er atvinnumaður með þýska liðinu Kaiserslautern og því ansi ólíklegt að hann vinni á íslenskri bensínstöð á veturna. „Ég sá nú bara að það var einhver ungversk fréttasíða sem gerði frétt um íslenska landsliðið og byggði hana eiginlega bara á fréttunum mínum,“ segir Dagur. „Þannig að þetta snerist upp í listrænan gjörning þar sem ég afhjúpaði hvernig internetið virkar, hvernig við förum með upplýsingar og hvernig blaðamenn fara með staðreyndir. Þetta varð eiginlega minn best heppnaði gjörningur.“ Dagur segir þó marga greinilega hafa áttað sig á gríninu. Til að mynda hafi þýsk vefsíða gert frétt um uppátækið. En var eitthvað sem enginn trúði? „Nei, ég held að það hafi einhverjir trúað öllu,“ segir Dagur og hlær. „Ég held að mjög margir hafi trúað þessu með bensínstöðina, þrátt fyrir að myndin sé ábyggilega tekin í kringum 1950. Það kannski sýnir nú kannski bara að margir halda að Ísland sé einhverskonar Kúba norðursins.“The striker Böðvarsson works at this gas station in the winter time but plays football in summer #engice #emísland pic.twitter.com/G6WPASqIfX— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það er morgunljóst, að mati Dags, að margir hafi fyrirfram hreinlega verið að leita að ummerkjum um þessa Öskubuskusögu Íslands og fundið þau á síðu hans. „Þannig að ég held að þetta varpi ákveðnu ljósi á okkur og hvernig við förum með upplýsingar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira