
Fastlega má gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram enda mun Ísland spila við Frakkland í 8-liða úrslitum mótsins í París á sunnudaginn kemur.
Valitor birti einnig yfir kortanoktun Íslendinga í gær á meðan leik Íslands og Englands stóð, borið saman við sömu tölur frá því fyrir viku síðan. Þar sést bersýnilega að kortanoktun fellur skarpt skömmu fyrir leik, eykst í leikhléi en sögulegu lágmarki þegar áhorfendur naga neglur í háspennunni undir lok leiksins.
Gera má ráð fyrir að hver Íslendingur sem farið hafi á fjóra leiki íslenska landsliðsins í Frakklandi á EM til þessa hafi eytt um 470.000 krónum í ævintýrið.
