Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2016 07:00 25 sekúndur af tærri snilld. Íslenska fótboltalandsliðið að sundurspila ensku vörnina og sækja sigurmark og sæti í átta liða úrslitum. Fjórtán mínútum fyrr voru margir enn einu sinni búnir að afskrifa liðið eða þegar markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson fékk á sig vítaspyrnu og Wayne Rooney kom Englandi í 1-0. Víkingarnir frá Íslandi eru ekki saddir og ekki tilbúnir að fara heim. Þeir sönnuðu enn á ný úr hverju þeir eru gerðir. Það er öllum heiminum ljóst eftir svar íslensku strákanna við þessari martraðarbyrjun á Allianz Riviera leikvanginum í Nice. Mörk íslenska liðsins á Evrópumótinu hafa vissulega verið dæmigerð mörk fyrir lið sem hefur boltann ekki mikið og þarf að nýta föst leikatriði, langar sendingar og skyndisóknir til að skapa sér sín færi. Jú, það var ein löng sending fram og fyrirgjöf sem skilaði markinu á móti Portúgal, markið á móti Ungverjum kom úr víti sem var dæmt eftir hornspyrnu, íslenska liðið skoraði eftir langt innkast og skyndisókn í sigrinum á Austurríki og jafnaði metin á móti Englandi eftir annað langt innkast fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Sóknin fyrir sigurmarkið á móti Englendingum er hins vegar ein allra fallegasta sókn Evrópumótsins. Íslenska liðið átti níu sendingar áður en Kolbeinn Sigþórsson kom boltanum fram hjá Joe Hart í enska markinu. Það sem meira er, átta af ellefu leikmönnum íslenska liðsins áttu þátt í undirbúningnum og það var Kolbeinn sjálfur sem kom sókninni af stað við miðlínuna áður en hann kom sér inn í teiginn til að fá stoðsendinguna frá Jóni Daða Böðvarssyni. Það sem er flott að sjá er að áfallið í lok leiks á móti Ungverjalandi hefur aðeins styrkt íslenska liðið sem hefur í raun bætt leik sinn með hverjum leik á Evrópumótinu. Hér á síðunni má sjá hvernig íslenska liðið tryggði sér sigurinn í Nice.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). Brexit EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ragnar Sigurðsson bestur í íslenska liðinu á EM | Meðaleinkunnir strákanna okkar Miðverðirnir verið bestir á EM 2016 þar sem Ísland er komið í átta liða úrslit 28. júní 2016 20:30 ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45 Metfjöldi Englendinga horfði á sína menn falla úr leik Tveir þriðju þeirra sem horfðu á sjónvarp í Englandi í gær stilltu inn á landsleik Íslands og Englands. 28. júní 2016 22:26 "Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00 Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00 Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira
25 sekúndur af tærri snilld. Íslenska fótboltalandsliðið að sundurspila ensku vörnina og sækja sigurmark og sæti í átta liða úrslitum. Fjórtán mínútum fyrr voru margir enn einu sinni búnir að afskrifa liðið eða þegar markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson fékk á sig vítaspyrnu og Wayne Rooney kom Englandi í 1-0. Víkingarnir frá Íslandi eru ekki saddir og ekki tilbúnir að fara heim. Þeir sönnuðu enn á ný úr hverju þeir eru gerðir. Það er öllum heiminum ljóst eftir svar íslensku strákanna við þessari martraðarbyrjun á Allianz Riviera leikvanginum í Nice. Mörk íslenska liðsins á Evrópumótinu hafa vissulega verið dæmigerð mörk fyrir lið sem hefur boltann ekki mikið og þarf að nýta föst leikatriði, langar sendingar og skyndisóknir til að skapa sér sín færi. Jú, það var ein löng sending fram og fyrirgjöf sem skilaði markinu á móti Portúgal, markið á móti Ungverjum kom úr víti sem var dæmt eftir hornspyrnu, íslenska liðið skoraði eftir langt innkast og skyndisókn í sigrinum á Austurríki og jafnaði metin á móti Englandi eftir annað langt innkast fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Sóknin fyrir sigurmarkið á móti Englendingum er hins vegar ein allra fallegasta sókn Evrópumótsins. Íslenska liðið átti níu sendingar áður en Kolbeinn Sigþórsson kom boltanum fram hjá Joe Hart í enska markinu. Það sem meira er, átta af ellefu leikmönnum íslenska liðsins áttu þátt í undirbúningnum og það var Kolbeinn sjálfur sem kom sókninni af stað við miðlínuna áður en hann kom sér inn í teiginn til að fá stoðsendinguna frá Jóni Daða Böðvarssyni. Það sem er flott að sjá er að áfallið í lok leiks á móti Ungverjalandi hefur aðeins styrkt íslenska liðið sem hefur í raun bætt leik sinn með hverjum leik á Evrópumótinu. Hér á síðunni má sjá hvernig íslenska liðið tryggði sér sigurinn í Nice.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
Brexit EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ragnar Sigurðsson bestur í íslenska liðinu á EM | Meðaleinkunnir strákanna okkar Miðverðirnir verið bestir á EM 2016 þar sem Ísland er komið í átta liða úrslit 28. júní 2016 20:30 ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45 Metfjöldi Englendinga horfði á sína menn falla úr leik Tveir þriðju þeirra sem horfðu á sjónvarp í Englandi í gær stilltu inn á landsleik Íslands og Englands. 28. júní 2016 22:26 "Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00 Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00 Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira
Ragnar Sigurðsson bestur í íslenska liðinu á EM | Meðaleinkunnir strákanna okkar Miðverðirnir verið bestir á EM 2016 þar sem Ísland er komið í átta liða úrslit 28. júní 2016 20:30
ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45
Metfjöldi Englendinga horfði á sína menn falla úr leik Tveir þriðju þeirra sem horfðu á sjónvarp í Englandi í gær stilltu inn á landsleik Íslands og Englands. 28. júní 2016 22:26
"Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00
Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00
Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30