Sjálfskipting Fiat Chrysler tengd 266 óhöppum og 68 slösuðum Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 09:48 Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hefur lokið rannsókn á galla í sjálfskiptingum frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler og tengt galla þeirra við ein 266 óhöpp og meiðsl á 68 einstaklingum völdum þeirra. Þessar sjálfskiptingar eru í bílunum Chrysler 300 af árgerð 2012 til 2014, sömu árgerðum Dodge Charger og 2014 og 2015 árgerðunum af Jeep Grand Cherokee. Í þeim eru 8 gíra sjálfskiptingar með óvenjulegri gírskiptistöng þar sem greinilega fer á milli mála hvort ökumenn þeirra hafa sett bílana í “park” þegar þeim er lagt. Margir ökumenn þeirra telja sig einmitt hafa gert það en svo er þó ekki í alltof mörgum tilfellum og leggur þá bíllinn af stað óforvarandis og hefur með því valdið bæði tjóni og slasað fólk. Í apríl á þessu ári innkallaði Fiat Chrysler þessa bíla eftir að fyrirtækið vissi um 41 einstakling sem slasast hafði völdum þessa hönnunargalla. Viðgerðin á sjálfskiptingunni var útfærð á þann hátt að bílarnir fóru í “park” ef þeir voru kjurrir þó svo eigendur þeirra settu þá ekki í “park”. Síðan þá hefur Fiat Chrysler breytt sjálfskiptingunni í öllum þessum þremur bílgerðum á þann hátt að ekki á að fara á milli mála hvort bílarnir eru settir í “park” eða ekki og gírskiptistöngin útfærð með hefðbundnari hætti. Talið er að Star Trek leikarinn Anton Yelchin hafi látið lífið vegna þessa galla er bíll hans bakkaði á hann eftir að hann yfirgaf bíl sinn, sem var af Jeep Grand Cherokee gerð. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hefur ályktað að Fiat Chrysler hafi falið þennan galla of lengi og vitað af honum í alltof langan tíma án aðgerða, en hafi ekki brugðist við fyrr en fyrirtækið vissi orðið af 41 slysi völdum hans. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hefur lokið rannsókn á galla í sjálfskiptingum frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler og tengt galla þeirra við ein 266 óhöpp og meiðsl á 68 einstaklingum völdum þeirra. Þessar sjálfskiptingar eru í bílunum Chrysler 300 af árgerð 2012 til 2014, sömu árgerðum Dodge Charger og 2014 og 2015 árgerðunum af Jeep Grand Cherokee. Í þeim eru 8 gíra sjálfskiptingar með óvenjulegri gírskiptistöng þar sem greinilega fer á milli mála hvort ökumenn þeirra hafa sett bílana í “park” þegar þeim er lagt. Margir ökumenn þeirra telja sig einmitt hafa gert það en svo er þó ekki í alltof mörgum tilfellum og leggur þá bíllinn af stað óforvarandis og hefur með því valdið bæði tjóni og slasað fólk. Í apríl á þessu ári innkallaði Fiat Chrysler þessa bíla eftir að fyrirtækið vissi um 41 einstakling sem slasast hafði völdum þessa hönnunargalla. Viðgerðin á sjálfskiptingunni var útfærð á þann hátt að bílarnir fóru í “park” ef þeir voru kjurrir þó svo eigendur þeirra settu þá ekki í “park”. Síðan þá hefur Fiat Chrysler breytt sjálfskiptingunni í öllum þessum þremur bílgerðum á þann hátt að ekki á að fara á milli mála hvort bílarnir eru settir í “park” eða ekki og gírskiptistöngin útfærð með hefðbundnari hætti. Talið er að Star Trek leikarinn Anton Yelchin hafi látið lífið vegna þessa galla er bíll hans bakkaði á hann eftir að hann yfirgaf bíl sinn, sem var af Jeep Grand Cherokee gerð. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hefur ályktað að Fiat Chrysler hafi falið þennan galla of lengi og vitað af honum í alltof langan tíma án aðgerða, en hafi ekki brugðist við fyrr en fyrirtækið vissi orðið af 41 slysi völdum hans.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent