Norðmaður í EM-gleðivímu: Situr uppi með íslenskt nafn næstu tvo mánuði Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2016 10:55 Garðar hefur fulla trú á sínum mönnum. Mynd/Facebook/Vilhelm Þrítugur Norðmaður situr nú uppi með „íslenskt“ nafn á Facebook næstu sextíu dagana eftir að hafa tekið upp íslenska útgáfu af nafni sínu í gleðivímu í kjölfar sigurs Íslands á Englandi á EM á mánudaginn. Gard Lehne Borch Michalsen fylgdist náið með leiknum og líkt og flestir Norðmenn studdi hann strákana okkar.Í mikilli geðshræringu Garðar var skiljanlega í mikilli geðshræringu eftir að dómarinn flautaði til leiksloka og ákvað því að „íslenska“ nafn sitt á Facebook-síðunni með því að breyta Gard í Gardar, bæta við -ur við annað nafnið og „sen“ í „son“. Nýja nafnið, Gardar Borchur Michalsson, fékk að lifa nóttina en þegar hann hugðist breyta nafninu aftur til baka stóð hann frammi fyrir skilaboðum frá Facebook um að hann gæti ekki gert það aftur fyrr en að sextíu dögum liðnum. Garðar situr því uppi með íslenska nafnið sitt út sumarið.Íslenska liðið líkt og það norska fyrir 20 árumNorska ríkisútvarpið NRK greinir frá raunum Garðars sem segir að hann hafi fengið fjölmörg skot frá vinum og vandamönnum vegna málsins. Garðar viðurkennir að hann hafi ekki fylgst náið með íslenska landsliðinu síðustu árin en útskýrir af hverju hann hefur hrifist svo með íslenska liðinu. „Það snýst ekki bara um að Norðmenn hafi sögulega tengingu við Ísland, heldur er það líka skemmtilegt að sjá lið sem berst svo mikið, er svona vel samhæft og gefur allt í þetta. Íslenska liðið er á ýmsan hátt eins og það norska fyrir tuttugu árum síðan – lið sem samanstendur af leikmönnum úr meðalsterkum deildum álfunnar og það eru ekki margar stórstjörnur,“ segir Garðar í samtali við VG.Haustfrí til Íslands? Garðar segist nú hafa lagt undir hundrað norskar krónur á að Ísland vinni EM í Frakklandi og má hann eiga von á 15 þúsund norskum krónum, gangi það eftir. „Ef þetta fer svona þá fer ég í haustfrí til Íslands.“ Garðar hefur raunar áður komið til Íslands, en eins og sést á Facebook-síðu hans kom hann til landsins árið 2010 þar sem hann heimsótti meðal annars Djúpavog. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54 Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
Þrítugur Norðmaður situr nú uppi með „íslenskt“ nafn á Facebook næstu sextíu dagana eftir að hafa tekið upp íslenska útgáfu af nafni sínu í gleðivímu í kjölfar sigurs Íslands á Englandi á EM á mánudaginn. Gard Lehne Borch Michalsen fylgdist náið með leiknum og líkt og flestir Norðmenn studdi hann strákana okkar.Í mikilli geðshræringu Garðar var skiljanlega í mikilli geðshræringu eftir að dómarinn flautaði til leiksloka og ákvað því að „íslenska“ nafn sitt á Facebook-síðunni með því að breyta Gard í Gardar, bæta við -ur við annað nafnið og „sen“ í „son“. Nýja nafnið, Gardar Borchur Michalsson, fékk að lifa nóttina en þegar hann hugðist breyta nafninu aftur til baka stóð hann frammi fyrir skilaboðum frá Facebook um að hann gæti ekki gert það aftur fyrr en að sextíu dögum liðnum. Garðar situr því uppi með íslenska nafnið sitt út sumarið.Íslenska liðið líkt og það norska fyrir 20 árumNorska ríkisútvarpið NRK greinir frá raunum Garðars sem segir að hann hafi fengið fjölmörg skot frá vinum og vandamönnum vegna málsins. Garðar viðurkennir að hann hafi ekki fylgst náið með íslenska landsliðinu síðustu árin en útskýrir af hverju hann hefur hrifist svo með íslenska liðinu. „Það snýst ekki bara um að Norðmenn hafi sögulega tengingu við Ísland, heldur er það líka skemmtilegt að sjá lið sem berst svo mikið, er svona vel samhæft og gefur allt í þetta. Íslenska liðið er á ýmsan hátt eins og það norska fyrir tuttugu árum síðan – lið sem samanstendur af leikmönnum úr meðalsterkum deildum álfunnar og það eru ekki margar stórstjörnur,“ segir Garðar í samtali við VG.Haustfrí til Íslands? Garðar segist nú hafa lagt undir hundrað norskar krónur á að Ísland vinni EM í Frakklandi og má hann eiga von á 15 þúsund norskum krónum, gangi það eftir. „Ef þetta fer svona þá fer ég í haustfrí til Íslands.“ Garðar hefur raunar áður komið til Íslands, en eins og sést á Facebook-síðu hans kom hann til landsins árið 2010 þar sem hann heimsótti meðal annars Djúpavog.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54 Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54
Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56
Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30
Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30