Enska landsliðið að stæla stelpurnar okkar? | Mæta með sína útgáfu af Sigurwin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 08:30 Mynd/Samsett Er einhver búinn að gleyma litla Sigurwin sem sló í gegn á síðasta Evrópumóti kvenna í fótbolta? Nú er annað landslið að reyna að stæla stelpurnar okkar á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Sumarið 2013 varð mikið fjölmiðlafár í Svíþjóð þegar lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins átti að margra mati sinn þátt í að koma stelpunum okkar alla leið í átta liða úrslitin á EM.Sjá einnig:Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð Gullfiskurinn Sigurwin fékk nafnið sitt úr tveimur áttum en hann var nefndur eftir knattspyrnumanninum Sigurvin Ólafssyni úr Vestmannaeyjum nema að V-inu er breytt í w til að mynda enska orðið win eða sigur upp á íslenska tungu. Sigurvin Ólafsson afrekaði það sumarið 2006 að verða Íslandsmeistari með sínum þriðja félagi. Hann vann titilinn með ÍBV 1997 og 1998, með KR 2003 og svo með FH þremur árum síðar. Mikill sigurvegari þar á ferðinni.Sjá einnig:Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet Gullfiskurinn Sigurwin var á forsíðum sænsku blaðanna fyrir leik íslenska liðsins á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum en það hefur reyndar heyrst minna af honum eftir 4-0 tap. Enska landsliðið tók það upp hjá sér að mæta með tuskudýr til Frakklands en það má sjá Ljónið þeirra á öllum æfingum liðsins. Ensku miðlarnir hafa verið forvitnir um lukkudýrið en fengið fá svör hjá þeim ensku landsliðsmönnum sem hafa komið í viðtal.Sjá einnig:Hann er orðin skærasta stjarnan í hópnumVísir/GettyChris Smalling, miðvörður Manchester United og enska liðsins, sá um að ferja ljónið frá Englandi til Frakklands en hann var með það á áberandi stað á ferðatösku sinni. Reynsluboltar enska liðsins ákváðu að fara með þrjú tusku-ljón á Evrópumótið sem öll hafa mismundandi hlutverk. Yngri leikmenn liðsins skiptast á að hugsa um eitt ljónið, starfsmennirnir sjá um eitt og það síðast hefur það hlutverk að passa um á búningsklefa enska liðsins ef marka má heimildir blaðamanna Telegraph.Sjá einnig:Sigurwin fékk dekur í gær Eftir því sem best er vitað er hlutverk þess að þjappa hópnum saman en því hlýtur að vera einnig ætlað að færa liðinu lukku sem oft hefur vantað á stórmótum enska landsliðsins undanfarin ár. Sigurwin dugði reyndar bara í þrjá leiki og það gæti verið ástæðin fyrir að enska landsliðið mætir með þrjú lukkuljón en ekki bara eitt. Breska ljónið er þekkt lukkudýr enska keppnisliða og það var líka lukkudýrið á báðum stórkeppnunum sem Englendingar hafa haldið, fyrst á HM 1966 og svo aftur á EM 1996.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira
Er einhver búinn að gleyma litla Sigurwin sem sló í gegn á síðasta Evrópumóti kvenna í fótbolta? Nú er annað landslið að reyna að stæla stelpurnar okkar á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Sumarið 2013 varð mikið fjölmiðlafár í Svíþjóð þegar lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins átti að margra mati sinn þátt í að koma stelpunum okkar alla leið í átta liða úrslitin á EM.Sjá einnig:Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð Gullfiskurinn Sigurwin fékk nafnið sitt úr tveimur áttum en hann var nefndur eftir knattspyrnumanninum Sigurvin Ólafssyni úr Vestmannaeyjum nema að V-inu er breytt í w til að mynda enska orðið win eða sigur upp á íslenska tungu. Sigurvin Ólafsson afrekaði það sumarið 2006 að verða Íslandsmeistari með sínum þriðja félagi. Hann vann titilinn með ÍBV 1997 og 1998, með KR 2003 og svo með FH þremur árum síðar. Mikill sigurvegari þar á ferðinni.Sjá einnig:Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet Gullfiskurinn Sigurwin var á forsíðum sænsku blaðanna fyrir leik íslenska liðsins á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum en það hefur reyndar heyrst minna af honum eftir 4-0 tap. Enska landsliðið tók það upp hjá sér að mæta með tuskudýr til Frakklands en það má sjá Ljónið þeirra á öllum æfingum liðsins. Ensku miðlarnir hafa verið forvitnir um lukkudýrið en fengið fá svör hjá þeim ensku landsliðsmönnum sem hafa komið í viðtal.Sjá einnig:Hann er orðin skærasta stjarnan í hópnumVísir/GettyChris Smalling, miðvörður Manchester United og enska liðsins, sá um að ferja ljónið frá Englandi til Frakklands en hann var með það á áberandi stað á ferðatösku sinni. Reynsluboltar enska liðsins ákváðu að fara með þrjú tusku-ljón á Evrópumótið sem öll hafa mismundandi hlutverk. Yngri leikmenn liðsins skiptast á að hugsa um eitt ljónið, starfsmennirnir sjá um eitt og það síðast hefur það hlutverk að passa um á búningsklefa enska liðsins ef marka má heimildir blaðamanna Telegraph.Sjá einnig:Sigurwin fékk dekur í gær Eftir því sem best er vitað er hlutverk þess að þjappa hópnum saman en því hlýtur að vera einnig ætlað að færa liðinu lukku sem oft hefur vantað á stórmótum enska landsliðsins undanfarin ár. Sigurwin dugði reyndar bara í þrjá leiki og það gæti verið ástæðin fyrir að enska landsliðið mætir með þrjú lukkuljón en ekki bara eitt. Breska ljónið er þekkt lukkudýr enska keppnisliða og það var líka lukkudýrið á báðum stórkeppnunum sem Englendingar hafa haldið, fyrst á HM 1966 og svo aftur á EM 1996.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira