Enska landsliðið að stæla stelpurnar okkar? | Mæta með sína útgáfu af Sigurwin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 08:30 Mynd/Samsett Er einhver búinn að gleyma litla Sigurwin sem sló í gegn á síðasta Evrópumóti kvenna í fótbolta? Nú er annað landslið að reyna að stæla stelpurnar okkar á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Sumarið 2013 varð mikið fjölmiðlafár í Svíþjóð þegar lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins átti að margra mati sinn þátt í að koma stelpunum okkar alla leið í átta liða úrslitin á EM.Sjá einnig:Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð Gullfiskurinn Sigurwin fékk nafnið sitt úr tveimur áttum en hann var nefndur eftir knattspyrnumanninum Sigurvin Ólafssyni úr Vestmannaeyjum nema að V-inu er breytt í w til að mynda enska orðið win eða sigur upp á íslenska tungu. Sigurvin Ólafsson afrekaði það sumarið 2006 að verða Íslandsmeistari með sínum þriðja félagi. Hann vann titilinn með ÍBV 1997 og 1998, með KR 2003 og svo með FH þremur árum síðar. Mikill sigurvegari þar á ferðinni.Sjá einnig:Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet Gullfiskurinn Sigurwin var á forsíðum sænsku blaðanna fyrir leik íslenska liðsins á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum en það hefur reyndar heyrst minna af honum eftir 4-0 tap. Enska landsliðið tók það upp hjá sér að mæta með tuskudýr til Frakklands en það má sjá Ljónið þeirra á öllum æfingum liðsins. Ensku miðlarnir hafa verið forvitnir um lukkudýrið en fengið fá svör hjá þeim ensku landsliðsmönnum sem hafa komið í viðtal.Sjá einnig:Hann er orðin skærasta stjarnan í hópnumVísir/GettyChris Smalling, miðvörður Manchester United og enska liðsins, sá um að ferja ljónið frá Englandi til Frakklands en hann var með það á áberandi stað á ferðatösku sinni. Reynsluboltar enska liðsins ákváðu að fara með þrjú tusku-ljón á Evrópumótið sem öll hafa mismundandi hlutverk. Yngri leikmenn liðsins skiptast á að hugsa um eitt ljónið, starfsmennirnir sjá um eitt og það síðast hefur það hlutverk að passa um á búningsklefa enska liðsins ef marka má heimildir blaðamanna Telegraph.Sjá einnig:Sigurwin fékk dekur í gær Eftir því sem best er vitað er hlutverk þess að þjappa hópnum saman en því hlýtur að vera einnig ætlað að færa liðinu lukku sem oft hefur vantað á stórmótum enska landsliðsins undanfarin ár. Sigurwin dugði reyndar bara í þrjá leiki og það gæti verið ástæðin fyrir að enska landsliðið mætir með þrjú lukkuljón en ekki bara eitt. Breska ljónið er þekkt lukkudýr enska keppnisliða og það var líka lukkudýrið á báðum stórkeppnunum sem Englendingar hafa haldið, fyrst á HM 1966 og svo aftur á EM 1996.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Er einhver búinn að gleyma litla Sigurwin sem sló í gegn á síðasta Evrópumóti kvenna í fótbolta? Nú er annað landslið að reyna að stæla stelpurnar okkar á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Sumarið 2013 varð mikið fjölmiðlafár í Svíþjóð þegar lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins átti að margra mati sinn þátt í að koma stelpunum okkar alla leið í átta liða úrslitin á EM.Sjá einnig:Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð Gullfiskurinn Sigurwin fékk nafnið sitt úr tveimur áttum en hann var nefndur eftir knattspyrnumanninum Sigurvin Ólafssyni úr Vestmannaeyjum nema að V-inu er breytt í w til að mynda enska orðið win eða sigur upp á íslenska tungu. Sigurvin Ólafsson afrekaði það sumarið 2006 að verða Íslandsmeistari með sínum þriðja félagi. Hann vann titilinn með ÍBV 1997 og 1998, með KR 2003 og svo með FH þremur árum síðar. Mikill sigurvegari þar á ferðinni.Sjá einnig:Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet Gullfiskurinn Sigurwin var á forsíðum sænsku blaðanna fyrir leik íslenska liðsins á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum en það hefur reyndar heyrst minna af honum eftir 4-0 tap. Enska landsliðið tók það upp hjá sér að mæta með tuskudýr til Frakklands en það má sjá Ljónið þeirra á öllum æfingum liðsins. Ensku miðlarnir hafa verið forvitnir um lukkudýrið en fengið fá svör hjá þeim ensku landsliðsmönnum sem hafa komið í viðtal.Sjá einnig:Hann er orðin skærasta stjarnan í hópnumVísir/GettyChris Smalling, miðvörður Manchester United og enska liðsins, sá um að ferja ljónið frá Englandi til Frakklands en hann var með það á áberandi stað á ferðatösku sinni. Reynsluboltar enska liðsins ákváðu að fara með þrjú tusku-ljón á Evrópumótið sem öll hafa mismundandi hlutverk. Yngri leikmenn liðsins skiptast á að hugsa um eitt ljónið, starfsmennirnir sjá um eitt og það síðast hefur það hlutverk að passa um á búningsklefa enska liðsins ef marka má heimildir blaðamanna Telegraph.Sjá einnig:Sigurwin fékk dekur í gær Eftir því sem best er vitað er hlutverk þess að þjappa hópnum saman en því hlýtur að vera einnig ætlað að færa liðinu lukku sem oft hefur vantað á stórmótum enska landsliðsins undanfarin ár. Sigurwin dugði reyndar bara í þrjá leiki og það gæti verið ástæðin fyrir að enska landsliðið mætir með þrjú lukkuljón en ekki bara eitt. Breska ljónið er þekkt lukkudýr enska keppnisliða og það var líka lukkudýrið á báðum stórkeppnunum sem Englendingar hafa haldið, fyrst á HM 1966 og svo aftur á EM 1996.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira