Fylgstu með jarðarför Muhammad Ali í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 13:53 Muhammad Ali 1942-2016. Vísir/Getty Hnefaleikagoðsögnin og mannvinurinn Muhammad Ali er borinn til grafar í Louisville í dag og stór hluti heimsins mun fylgjast með. Muhammad Ali lést á föstudaginn var en hann var 74 ára gamall. Hann er einn frægasti og virtasti íþróttamaður allra tíma og margfaldur heimsmeistari í sinni íþrótt. Hann stór persónuleiki, skemmtilegur karakter og einstök manneskja. Muhammad Ali, sem fæddist Cassius Marcellus Clay 17. janúar 1942, vann 56 af 61 bardögum á sínum ferli sem náði yfir meira en tvo áratugi. Hann varð þrisvar sinnum krýndur heimsmeistari og vann einnig gull á Ólympíuleikum. Barátta hans fyrir mannréttindum og jafnrétti eftir að ferlinum lauk verður seint metin til fulls og þá glímdi hann við Parkinson síðustu þrjá áratugi ævi sinnar. Tugir þúsunda munu safnast saman á götum Louisville til að fylgjast með og meðal gesta á minningarathöfninni er mikið af frægu fólki og fyrirmönnum sem þekktu og elskuðu Muhammad Ali fyrir öll þau góðu mál sem hann barðist fyrir ekki síst eftir að hanskarnir voru komnir upp á hillu. Will Smith og boxarinn Lennox Lewis eru meðal kistubera Muhammad Ali og þá munu þeir Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og grínistinn Billy Crystal báðir flytja eftirmæli um Muhammad Ali í minningarathöfninni. Bílalestin með kistu Muhammad Ali mun fara í gengum Louisville og þar á meðal framhjá æskuheimili hans en enda að lokum við Cave Hill kirkjugarðinn þar sem hann verður borinn til grafar. The New York Times er meðal þeirra fjölmiðla sem býður upp á það að fylgjast með jarðaför Muhammad Ali í beinni á netinu og hér fyrir neðan má sjá myndband þeirra frá athöfninni. Enn neðar má líka sjá útsendingu FOX 10 sjónvarpstöðvarinnar í Phoenix frá viðburðinum. Box Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Hnefaleikagoðsögnin og mannvinurinn Muhammad Ali er borinn til grafar í Louisville í dag og stór hluti heimsins mun fylgjast með. Muhammad Ali lést á föstudaginn var en hann var 74 ára gamall. Hann er einn frægasti og virtasti íþróttamaður allra tíma og margfaldur heimsmeistari í sinni íþrótt. Hann stór persónuleiki, skemmtilegur karakter og einstök manneskja. Muhammad Ali, sem fæddist Cassius Marcellus Clay 17. janúar 1942, vann 56 af 61 bardögum á sínum ferli sem náði yfir meira en tvo áratugi. Hann varð þrisvar sinnum krýndur heimsmeistari og vann einnig gull á Ólympíuleikum. Barátta hans fyrir mannréttindum og jafnrétti eftir að ferlinum lauk verður seint metin til fulls og þá glímdi hann við Parkinson síðustu þrjá áratugi ævi sinnar. Tugir þúsunda munu safnast saman á götum Louisville til að fylgjast með og meðal gesta á minningarathöfninni er mikið af frægu fólki og fyrirmönnum sem þekktu og elskuðu Muhammad Ali fyrir öll þau góðu mál sem hann barðist fyrir ekki síst eftir að hanskarnir voru komnir upp á hillu. Will Smith og boxarinn Lennox Lewis eru meðal kistubera Muhammad Ali og þá munu þeir Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og grínistinn Billy Crystal báðir flytja eftirmæli um Muhammad Ali í minningarathöfninni. Bílalestin með kistu Muhammad Ali mun fara í gengum Louisville og þar á meðal framhjá æskuheimili hans en enda að lokum við Cave Hill kirkjugarðinn þar sem hann verður borinn til grafar. The New York Times er meðal þeirra fjölmiðla sem býður upp á það að fylgjast með jarðaför Muhammad Ali í beinni á netinu og hér fyrir neðan má sjá myndband þeirra frá athöfninni. Enn neðar má líka sjá útsendingu FOX 10 sjónvarpstöðvarinnar í Phoenix frá viðburðinum.
Box Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira