Best klæddu bræðurnir í Leifsstöð með húsvískt blóð í æðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2016 22:30 Bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir hlakka til að fylgjast með strákunum okkar í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Öllum gestum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt, aðfaranótt laugardags, var ljóst hvert bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir væru á leiðinni. Kópavogsbúarnir efnilegu voru klæddir í íslenska landsliðsbúninginn frá toppi til táar og klárir í Evrópumótið í knattspyrnu með foreldrum sínum. Reyndar ekki bara foreldrum sínum heldur hópi um sextíu manns sem ætlar að halda til í kringum Avignon og ferðast saman í leikina gegn Portúgal í Saint-Étienne og Ungverjalandi í Marseille. Öll eiga þau rætur að rekja til Húsavíkur, eins og fleiri knattspyrnumenn. Nægir að nefna feðgana Arnór og Eið Smára Guðjohnsen sem dæmi. „Ég er mjög spenntur,“ seigr Aron sem æfir fótbolta með Breiðabliki og einnig handbolta með HK. Hann hefur góða trú á okkar mönnum. „Ég er bara nokkuð bjartsýnn. Ég held að við náum að standa okkur vel,“ segir Aron sem hefur farið á nokkra landsleiki á Laugardalsvelli. Báðir númer tíu Arnar sex ára, sem er skírður í höfuðið á afa sínum íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, var þolinmóður í innritunarröðinni og eðlilega spenntur. Hann hefur einu sinni farið til útlanda áður, þá til Spánar, og klár í slaginn.Arnar var klæddur í treyju númer tíu og var fljótur til svars aðspurður hvers vegna tíu hefði orðið fyrir valinu: „Af því hann er númer tíu,“ segir Arnar og bendir á Aron stóra bróður. Hann æfir þó ekki fótbolta eins og stóri bróðir.„Ég æfði þegar ég var lítill en ég hætti,“ segir Arnar og svarar neitandi spurður hvort hann ætli ekki að byrja að æfa aftur. Aron stóri bróðir var ekki alveg að kaupa svarið hjá þeim yngri og greinilegt að ekkert er meitlað í stein varðandi framtíð þess sex ára í fótboltanum. Hann virkaði klár í landsleik í Leifsstöð því auk gallans var hann einnig kominn í gervigrasskóna. Allt klárt.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Öllum gestum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt, aðfaranótt laugardags, var ljóst hvert bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir væru á leiðinni. Kópavogsbúarnir efnilegu voru klæddir í íslenska landsliðsbúninginn frá toppi til táar og klárir í Evrópumótið í knattspyrnu með foreldrum sínum. Reyndar ekki bara foreldrum sínum heldur hópi um sextíu manns sem ætlar að halda til í kringum Avignon og ferðast saman í leikina gegn Portúgal í Saint-Étienne og Ungverjalandi í Marseille. Öll eiga þau rætur að rekja til Húsavíkur, eins og fleiri knattspyrnumenn. Nægir að nefna feðgana Arnór og Eið Smára Guðjohnsen sem dæmi. „Ég er mjög spenntur,“ seigr Aron sem æfir fótbolta með Breiðabliki og einnig handbolta með HK. Hann hefur góða trú á okkar mönnum. „Ég er bara nokkuð bjartsýnn. Ég held að við náum að standa okkur vel,“ segir Aron sem hefur farið á nokkra landsleiki á Laugardalsvelli. Báðir númer tíu Arnar sex ára, sem er skírður í höfuðið á afa sínum íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, var þolinmóður í innritunarröðinni og eðlilega spenntur. Hann hefur einu sinni farið til útlanda áður, þá til Spánar, og klár í slaginn.Arnar var klæddur í treyju númer tíu og var fljótur til svars aðspurður hvers vegna tíu hefði orðið fyrir valinu: „Af því hann er númer tíu,“ segir Arnar og bendir á Aron stóra bróður. Hann æfir þó ekki fótbolta eins og stóri bróðir.„Ég æfði þegar ég var lítill en ég hætti,“ segir Arnar og svarar neitandi spurður hvort hann ætli ekki að byrja að æfa aftur. Aron stóri bróðir var ekki alveg að kaupa svarið hjá þeim yngri og greinilegt að ekkert er meitlað í stein varðandi framtíð þess sex ára í fótboltanum. Hann virkaði klár í landsleik í Leifsstöð því auk gallans var hann einnig kominn í gervigrasskóna. Allt klárt.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22