Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júní 2016 08:39 Lögregla hafði í nógu að snúast í Marseille í gærkvöldi þar sem stuðningsmenn létu illum látum. Vísir/EPA Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu eru alvarlega slasaðir eftir gróf slagsmál við stuðningsmenn Rússa bæði fyrir og eftir viðureign þjóðanna á EM í Frakklandi í gær. Leiknum lauk með dramatísku 1-1 jafntefli þar sem fyrirliði Rússa jafnaði metin í blálokin. Gærdagsins verður þó minnst fyrir atburði utan vallar. Fjöldi stuðningsmanna gisti á sjúkrahúsi í nótt eftir óeirðirnar en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Marseille slasaðist 31, þar á meðal eldri maður sem missti meðvitund og annar Englendingur sem fékk hjartaáfall. Eftir átök á milli stuðningsmanna Englands og Rússlands við gömlu höfnina í Marseille í aðdraganda leiksins brutust út slagsmál á Stade Velodrome í leikslok. Íslendingar mæta Ungverjum á þessum sama velli 18. júní. Enskir stuðningsmenn sáust á flótta undan hópi sem virtist skipaður Rússum, sumir huldu höfuð sín og kveiktu í flugeldum. Höfðu þeir brotið sér leið framhjá öryggisvörðum að því er Guardian greinir frá.Lögregla þurfti að beita táragasi síðar um kvöldið í frönsku borginni eftir að óeirðirnar héldu áfram að leik lokknum. Þá var neðanjarðarlestakerfi borgarninar lokað um um tíma eftir leik. Evrópska knattspyrnusambandið mun taka óeirðirnar á leikvanginum í gærkvöldi til skoðunar og er talið líklegt að rússneska knattspyrnusambandið eigi yfir höfði sér refsingu. Rússar halda sem kunnugt er HM í knattspyrnu árið 2018. Haft var eftir íþróttamálaráðherra Rússa, Vitaly Mutko, að þeir reiknuðu með sekt frá UEFA. Að neðan má sjá myndir og upptöku frá óeirðunum í gær. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.Marseille violence: AS editor @AS_Relano on the incidents in southern France https://t.co/xG9a5yXxTM pic.twitter.com/HINLpCHPH7— AS English (@English_AS) June 12, 2016 Euro 2016: Uefa investigate violence between England and Russia fans in Marseille after day… https://t.co/TKVKSETs4y pic.twitter.com/knPeidKp5Q— Telegraph Football (@TeleFootball) June 12, 2016 Scenes in Marseille yesterday. Unbelievable! pic.twitter.com/eVJ0eQzlGl— GeniusFootball (@GeniusFootball) June 12, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 The behaviour of England fans in Marseille is "embarrassing" says Andy Burnham #EURO2016 https://t.co/1oyH5Rcigo pic.twitter.com/2x9WAgwpo3— BBC Sport (@BBCSport) June 11, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu eru alvarlega slasaðir eftir gróf slagsmál við stuðningsmenn Rússa bæði fyrir og eftir viðureign þjóðanna á EM í Frakklandi í gær. Leiknum lauk með dramatísku 1-1 jafntefli þar sem fyrirliði Rússa jafnaði metin í blálokin. Gærdagsins verður þó minnst fyrir atburði utan vallar. Fjöldi stuðningsmanna gisti á sjúkrahúsi í nótt eftir óeirðirnar en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Marseille slasaðist 31, þar á meðal eldri maður sem missti meðvitund og annar Englendingur sem fékk hjartaáfall. Eftir átök á milli stuðningsmanna Englands og Rússlands við gömlu höfnina í Marseille í aðdraganda leiksins brutust út slagsmál á Stade Velodrome í leikslok. Íslendingar mæta Ungverjum á þessum sama velli 18. júní. Enskir stuðningsmenn sáust á flótta undan hópi sem virtist skipaður Rússum, sumir huldu höfuð sín og kveiktu í flugeldum. Höfðu þeir brotið sér leið framhjá öryggisvörðum að því er Guardian greinir frá.Lögregla þurfti að beita táragasi síðar um kvöldið í frönsku borginni eftir að óeirðirnar héldu áfram að leik lokknum. Þá var neðanjarðarlestakerfi borgarninar lokað um um tíma eftir leik. Evrópska knattspyrnusambandið mun taka óeirðirnar á leikvanginum í gærkvöldi til skoðunar og er talið líklegt að rússneska knattspyrnusambandið eigi yfir höfði sér refsingu. Rússar halda sem kunnugt er HM í knattspyrnu árið 2018. Haft var eftir íþróttamálaráðherra Rússa, Vitaly Mutko, að þeir reiknuðu með sekt frá UEFA. Að neðan má sjá myndir og upptöku frá óeirðunum í gær. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.Marseille violence: AS editor @AS_Relano on the incidents in southern France https://t.co/xG9a5yXxTM pic.twitter.com/HINLpCHPH7— AS English (@English_AS) June 12, 2016 Euro 2016: Uefa investigate violence between England and Russia fans in Marseille after day… https://t.co/TKVKSETs4y pic.twitter.com/knPeidKp5Q— Telegraph Football (@TeleFootball) June 12, 2016 Scenes in Marseille yesterday. Unbelievable! pic.twitter.com/eVJ0eQzlGl— GeniusFootball (@GeniusFootball) June 12, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 The behaviour of England fans in Marseille is "embarrassing" says Andy Burnham #EURO2016 https://t.co/1oyH5Rcigo pic.twitter.com/2x9WAgwpo3— BBC Sport (@BBCSport) June 11, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira