Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júní 2016 13:03 Vísir/EPA Líklegt þykir að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, muni leggja harðar refsiaðgerðir gegn rússnesku knattspyrnusamtökunum en nokkrir slösuðust alvarlega þegar stuðningsmenn rússneska landsliðsins í knattspyrnu réðust á áhangendur enska landsliðsins í gær. Þrjátíu og fimm hið minnsta slösuðust í átökunum. Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Mariseille eftir að átök brutust milli stuðningsmanna Englands og Rússland. Það sló í brýnu milli áhangenda fyrir of eftir viðureign liðanna á Evrópumótinu í fótbolta sem haldið er í Frakklandi. Fjölmargir slösuðust í átökunum, ekki færri en þrjátíu og fimm samkvæmt breska sendiráðinu í Frakklandi. Rússneskir stuðningsmenn kveiktu á blysum á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille eftir að Rússar jöfnuðu gegn Englendingum í uppbótartíma. Stuttu seinna veittust rússnesku stuðningsmennirnir að þeim ensku með höggum og spörkum. Margir særðust hamaganginum og glundroðanum sem myndaðist. Á meðal þeirra sem slösuðust var rétt rúmlega fimmtugur breskur karlmaður en ítrekað var sparkað í höfuð hans. Með hjartahnoði tókst að endurlífga manninn og var hann fluttur undir læknishendur, alblóðugur og í alvarlegu ástandi.Átökin héldu áfram í miðborg Marseille og þurfti lögregla að beita táragasi gegn bullunum. Borgaryfirvöld ákváðu að loka lestarkerfi borgarinnar til að koma í veg fyrir áframhaldandi átök. Birkir Björnsson er í Marseille og varð vitni að óeirðarástandinu í gær. Íslendingur í táragasi„Áður en við vitum af er lögreglan farin að smala fólkinu frá þessum stöðum og á eitthvað torg sem er þarna. Þar byrjuðum við að heyra sprengingar fyri framan okkur og áður en við vitum af erum við lentir í reyknum sjálfir,“ segir Birkir Björnsson, Íslendingur í París. „Þetta var svolítið scary,“ segir Birkir, Hann hafi átt erfitt með andardrátt og ekki vitað hvað hafi verið að gerast í kringum hann. „Maður veit ekki hvort einhver sé að fara að hlaupa á þig, áttu að hlaupa eða vera kyrr?“ segir Birkir sem var búinn að jafna sig á látunum í gær. „Þegar þetta er búið er þetta bara minning.“Refsiaðgerðir óákveðnarAganefnd UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, mun funda sérstaklega um málið en talið er líklegt að rússneska knattspyrnusamtökin muni sæta alvarlegum refsiaðgerðum vegna málsins en stuðningsmenn Rússlands eru sakaðir um óeirðir, ofbeldi, kynþáttaníð og að hafa kveikt í flugeldum á meðan leikurinn stóð yfir.Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að niðurstaða aganefndarinnar muni liggja fyrir á þriðjudaginn. Næsti leikur Rússa er gegn Slóvakíu á miðvikudaginn.Íþróttamálaráðherra Rússlands, Vitaly Mutko, sagði fjölmiðlum í morgun að rússneska knattspyrnusambandið muni greiða sekt aganefndar UEFA. Hann sagði stuðningsmenn landsliðsins hafa hagað sér illa. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Líklegt þykir að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, muni leggja harðar refsiaðgerðir gegn rússnesku knattspyrnusamtökunum en nokkrir slösuðust alvarlega þegar stuðningsmenn rússneska landsliðsins í knattspyrnu réðust á áhangendur enska landsliðsins í gær. Þrjátíu og fimm hið minnsta slösuðust í átökunum. Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Mariseille eftir að átök brutust milli stuðningsmanna Englands og Rússland. Það sló í brýnu milli áhangenda fyrir of eftir viðureign liðanna á Evrópumótinu í fótbolta sem haldið er í Frakklandi. Fjölmargir slösuðust í átökunum, ekki færri en þrjátíu og fimm samkvæmt breska sendiráðinu í Frakklandi. Rússneskir stuðningsmenn kveiktu á blysum á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille eftir að Rússar jöfnuðu gegn Englendingum í uppbótartíma. Stuttu seinna veittust rússnesku stuðningsmennirnir að þeim ensku með höggum og spörkum. Margir særðust hamaganginum og glundroðanum sem myndaðist. Á meðal þeirra sem slösuðust var rétt rúmlega fimmtugur breskur karlmaður en ítrekað var sparkað í höfuð hans. Með hjartahnoði tókst að endurlífga manninn og var hann fluttur undir læknishendur, alblóðugur og í alvarlegu ástandi.Átökin héldu áfram í miðborg Marseille og þurfti lögregla að beita táragasi gegn bullunum. Borgaryfirvöld ákváðu að loka lestarkerfi borgarinnar til að koma í veg fyrir áframhaldandi átök. Birkir Björnsson er í Marseille og varð vitni að óeirðarástandinu í gær. Íslendingur í táragasi„Áður en við vitum af er lögreglan farin að smala fólkinu frá þessum stöðum og á eitthvað torg sem er þarna. Þar byrjuðum við að heyra sprengingar fyri framan okkur og áður en við vitum af erum við lentir í reyknum sjálfir,“ segir Birkir Björnsson, Íslendingur í París. „Þetta var svolítið scary,“ segir Birkir, Hann hafi átt erfitt með andardrátt og ekki vitað hvað hafi verið að gerast í kringum hann. „Maður veit ekki hvort einhver sé að fara að hlaupa á þig, áttu að hlaupa eða vera kyrr?“ segir Birkir sem var búinn að jafna sig á látunum í gær. „Þegar þetta er búið er þetta bara minning.“Refsiaðgerðir óákveðnarAganefnd UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, mun funda sérstaklega um málið en talið er líklegt að rússneska knattspyrnusamtökin muni sæta alvarlegum refsiaðgerðum vegna málsins en stuðningsmenn Rússlands eru sakaðir um óeirðir, ofbeldi, kynþáttaníð og að hafa kveikt í flugeldum á meðan leikurinn stóð yfir.Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að niðurstaða aganefndarinnar muni liggja fyrir á þriðjudaginn. Næsti leikur Rússa er gegn Slóvakíu á miðvikudaginn.Íþróttamálaráðherra Rússlands, Vitaly Mutko, sagði fjölmiðlum í morgun að rússneska knattspyrnusambandið muni greiða sekt aganefndar UEFA. Hann sagði stuðningsmenn landsliðsins hafa hagað sér illa.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22