Stal 210 milljóna Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2016 13:42 Porsche 918 Spyder er 887 hestafla ofursportbíll sem er 2,5 sekúndur í 100. Þegar hinn 22 ára gamli Gonzalez Velasquez ákvað að stela bíl vildi hann greinilega gera það með stæl og valdi ekki það lélegasta eða ódýrasta í flokki bíla. Hann braut rúðu í bílasölu í Salt Lake City í Bandaríkjunum og náði sér í lykla af Porsche 918 Spyder bíl og ók af stað. Leiktæki hans næstu klukkutímana var því orðið 210 milljón króna ofurbíll sem er fær um að aka Nürburgring brautina á 6 mínútum og 57 sekúndum og á hraðametið á brautinni. Þessi tiltekni bíll var með Weissach pakkanum og sprautaður í Martini litunum og því býsna sjaldgæft eintak af 918. Hann er aðeins ekinn 1.275 kílómetra og af árgerð 2015. Porsche 918 Spyder er reyndar afar sjaldgæfur bíll þar sem aðeins 918 eintök af honum vorum framleidd og ekki stendur til að framleiða fleiri. Ökuferð þjófsins endaði 6 klukkutímum síðar og það aðeins þremur kílómetrum frá staðnum þar sem honum var stolið. Var þjófurinn færður undir lás og slá, en bíllinn var alveg óskemmdur. Söluumboð bílsins hefur ef til vill með þessu lært eina lexíu, en það er að geyma lyklana af slíkum ofurbílum á öruggari og ekki eins áberandi stöðum. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Þegar hinn 22 ára gamli Gonzalez Velasquez ákvað að stela bíl vildi hann greinilega gera það með stæl og valdi ekki það lélegasta eða ódýrasta í flokki bíla. Hann braut rúðu í bílasölu í Salt Lake City í Bandaríkjunum og náði sér í lykla af Porsche 918 Spyder bíl og ók af stað. Leiktæki hans næstu klukkutímana var því orðið 210 milljón króna ofurbíll sem er fær um að aka Nürburgring brautina á 6 mínútum og 57 sekúndum og á hraðametið á brautinni. Þessi tiltekni bíll var með Weissach pakkanum og sprautaður í Martini litunum og því býsna sjaldgæft eintak af 918. Hann er aðeins ekinn 1.275 kílómetra og af árgerð 2015. Porsche 918 Spyder er reyndar afar sjaldgæfur bíll þar sem aðeins 918 eintök af honum vorum framleidd og ekki stendur til að framleiða fleiri. Ökuferð þjófsins endaði 6 klukkutímum síðar og það aðeins þremur kílómetrum frá staðnum þar sem honum var stolið. Var þjófurinn færður undir lás og slá, en bíllinn var alveg óskemmdur. Söluumboð bílsins hefur ef til vill með þessu lært eina lexíu, en það er að geyma lyklana af slíkum ofurbílum á öruggari og ekki eins áberandi stöðum.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent