Ísland og tölfræðin Stjórnarmaðurinn skrifar 15. júní 2016 09:30 Sagt er að nú séu allt að þrjátíu þúsund Íslendingar á ferð um Frakkland til að fylgja íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu. Samkvæmt því er tíundi hver landsmaður á mótinu. Ferðir sem þessar eru ekki ókeypis og gera má því skóna að Evrópumótið hafi í för með sér talsvert útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þannig er hámarksúttekt í reiðufé á hvern ferðalang samkvæmt gjaldeyrislögum 350 þúsund krónur. Ef við miðum við þá upphæð má áætla að um tíu og hálfur milljarður króna streymi úr landi vegna mótsins. Seðlabankinn hefur nú gripið til aðgerða af minna tilefni og því spurning hvort Már og félagar hafi í raun stutt íslenska liðið til dáða í undankeppninni? Væntanlega hafa þeir þó gert það í trausti þess að gott gengi íslenska liðsins skili sér í aukinni bjartsýni neytenda og auki áhuga á landi og þjóð með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Ísland er sömuleiðis langfámennasta ríkið sem komist hefur á lokamót í knattspyrnu. Kostaríka átti fyrra metið, en þar búa um sex sinnum fleiri en á Íslandi. Á Íslandi eru líka menntuðustu knattspyrnuþjálfarar heims. Hér er einn menntaður þjálfari á hverja 800 íbúa. Í Englandi, sjálfri vöggu íþróttarinnar, er einn menntaður þjálfari á hverja ellefu þúsund íbúa. Svo haldið sé áfram með samanburðinn þá er einn af hverjum 15 þúsund íbúum á Íslandi í 23 manna lokahópi landsliðsins á EM. Sambærileg tala heimfærð upp á enska landsliðið er einn leikmaður á hverja 1,7 milljónir íbúa. Það er því nánast sama hvert er litið. Þátttaka Íslands ein og sér er stórkostlegt afrek sem varla ætti að vera mögulegt út frá tölfræðinni. Höfum þó í huga að ekkert af þessu skiptir máli þegar út á völlinn er komið. Þar eru ellefu á móti ellefu. Þegar þetta er ritað eru örfáar klukkustundir í leik Íslands og Portúgals. Vonandi tókst Kára og Ragnari og félögum að halda Ronaldo í skefjum. Það væri enn ein tölfræðilega anómalían þegar íslenska landsliðið á í hlut. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Sagt er að nú séu allt að þrjátíu þúsund Íslendingar á ferð um Frakkland til að fylgja íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu. Samkvæmt því er tíundi hver landsmaður á mótinu. Ferðir sem þessar eru ekki ókeypis og gera má því skóna að Evrópumótið hafi í för með sér talsvert útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þannig er hámarksúttekt í reiðufé á hvern ferðalang samkvæmt gjaldeyrislögum 350 þúsund krónur. Ef við miðum við þá upphæð má áætla að um tíu og hálfur milljarður króna streymi úr landi vegna mótsins. Seðlabankinn hefur nú gripið til aðgerða af minna tilefni og því spurning hvort Már og félagar hafi í raun stutt íslenska liðið til dáða í undankeppninni? Væntanlega hafa þeir þó gert það í trausti þess að gott gengi íslenska liðsins skili sér í aukinni bjartsýni neytenda og auki áhuga á landi og þjóð með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Ísland er sömuleiðis langfámennasta ríkið sem komist hefur á lokamót í knattspyrnu. Kostaríka átti fyrra metið, en þar búa um sex sinnum fleiri en á Íslandi. Á Íslandi eru líka menntuðustu knattspyrnuþjálfarar heims. Hér er einn menntaður þjálfari á hverja 800 íbúa. Í Englandi, sjálfri vöggu íþróttarinnar, er einn menntaður þjálfari á hverja ellefu þúsund íbúa. Svo haldið sé áfram með samanburðinn þá er einn af hverjum 15 þúsund íbúum á Íslandi í 23 manna lokahópi landsliðsins á EM. Sambærileg tala heimfærð upp á enska landsliðið er einn leikmaður á hverja 1,7 milljónir íbúa. Það er því nánast sama hvert er litið. Þátttaka Íslands ein og sér er stórkostlegt afrek sem varla ætti að vera mögulegt út frá tölfræðinni. Höfum þó í huga að ekkert af þessu skiptir máli þegar út á völlinn er komið. Þar eru ellefu á móti ellefu. Þegar þetta er ritað eru örfáar klukkustundir í leik Íslands og Portúgals. Vonandi tókst Kára og Ragnari og félögum að halda Ronaldo í skefjum. Það væri enn ein tölfræðilega anómalían þegar íslenska landsliðið á í hlut.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun