Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum Birgir Olgeirsson skrifar 15. júní 2016 10:15 Hörður S. Óskarsson segist hafa fundið á sér að Íslendingar myndu klóra í eitt gott stig gegn Portúgal. Vísir/EPA Íslendingar hefðu nánast geta sleppt því að horfa á leik Íslands og Portúgals á Evrópumóti karla í knattspyrnu í gærkvöldi því úrslitin lágu fyrir í kvöldfréttum Sjónvarpsins áður en flautað var til leiksloka. Fréttamaður Ríkisútvarpsins tók vegfarendur á tali á Ingólfstorgi og bað þá um að spá fyrir um úrslit leiks en þar steig Hörður nokkur Óskarsson ískaldur fram og spáði hárrétt fyrir um úrsliti leiksins, 1 – 1 jafntefli þar sem Nani skorar mark Portúgals og Birkir Bjarnason mark Íslands. „Ég er ekki svo heilagur,“ segir Hörður í samtali við Vísi spurður hvort hann hafi fengið einhverskonar sýn fyrir leikinn. „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ Hörður segist ekki vera svo séður að liggja yfir tölfræði fyrir leiki og sjá þannig fyrir úrslit þeirra. „Ég er meira svona maður stundarinnar og reyni að bulla eitthvað. Mér datt þetta í hug að Cristiano Ronaldo myndi ekki skora þannig að Nani var fyrsta gisk eftir það.“ Hann segir athyglina eftir leikinn gríðarlega, flestir fjölmiðlar búnir að hringja í hann og ókunnugir senda honum skilaboð á Facebook í þeirri von um að geta fengið rétt úrslit í leik Íslands og Ungverjalands á laugardag. En hvernig fer sá leikur? „Ég segi 2 – 1 fyrir Íslandi,“ svarar Hörður. Spurður um markaskorara segir hann Gylfa Sigurðsson skora bæði mörk Íslands en Ungverjana þekkir hann ekki eins vel og lið Portúgals og spáir því að leikmaður númer 10 skori eina mark þeirra. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Íslendingar hefðu nánast geta sleppt því að horfa á leik Íslands og Portúgals á Evrópumóti karla í knattspyrnu í gærkvöldi því úrslitin lágu fyrir í kvöldfréttum Sjónvarpsins áður en flautað var til leiksloka. Fréttamaður Ríkisútvarpsins tók vegfarendur á tali á Ingólfstorgi og bað þá um að spá fyrir um úrslit leiks en þar steig Hörður nokkur Óskarsson ískaldur fram og spáði hárrétt fyrir um úrsliti leiksins, 1 – 1 jafntefli þar sem Nani skorar mark Portúgals og Birkir Bjarnason mark Íslands. „Ég er ekki svo heilagur,“ segir Hörður í samtali við Vísi spurður hvort hann hafi fengið einhverskonar sýn fyrir leikinn. „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ Hörður segist ekki vera svo séður að liggja yfir tölfræði fyrir leiki og sjá þannig fyrir úrslit þeirra. „Ég er meira svona maður stundarinnar og reyni að bulla eitthvað. Mér datt þetta í hug að Cristiano Ronaldo myndi ekki skora þannig að Nani var fyrsta gisk eftir það.“ Hann segir athyglina eftir leikinn gríðarlega, flestir fjölmiðlar búnir að hringja í hann og ókunnugir senda honum skilaboð á Facebook í þeirri von um að geta fengið rétt úrslit í leik Íslands og Ungverjalands á laugardag. En hvernig fer sá leikur? „Ég segi 2 – 1 fyrir Íslandi,“ svarar Hörður. Spurður um markaskorara segir hann Gylfa Sigurðsson skora bæði mörk Íslands en Ungverjana þekkir hann ekki eins vel og lið Portúgals og spáir því að leikmaður númer 10 skori eina mark þeirra.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira