Leitar að tré fyrir aðalhlutverk í nýrri kvikmynd Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 16. júní 2016 10:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri myndarinnar Undir trénu. Vísir/Eyþór Myndin fjallar um nágrannadeilu sem hverfist um stórt og fallegt tré sem stendur í garði hjá miðaldra hjónum, tréð varpar skugga á sólpallinn hjá nágrönnunum og vilja þeir að tréð verði snyrt eða fellt. Þetta saklausa tré á hins vegar eftir að valda harðvítugum deilum sem fara úr böndunum,“ segir Hafsteinn Gunnar leikstjóri, spurður út í nýjustu mynd sína Undir trénu. Viðamikil leit stendur nú yfir að tré, flestöll tré koma til greina og lofar Hafsteinn Gunnar rausnarlegri greiðslu fyrir tréð sem verður fyrir valinu. „Helst viljum við garðahlyn eða silfurreyni en þó koma allar tegundir til greina, þ.e.a.s. hafi tréð rétt útlit. Í grunninn erum við að leita að krúnumiklu tré, sem er um það bil 8 til 10 metrar á hæð, með þykkum bol,“ segir Hafsteinn Gunnar og bætir við að hafi einhver í huga að fella tré í sinni eigu, sé um að gera að hafa samband og greitt verði rausnarlega fyrir tréð. Hafa má samband á netfangið katlathor@gmail.com.Viðamikil leit stendur nú yfir að rétta trénu.Fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk í kvikmyndinni. Steindór Hróar Steindórsson, eða Steindi Jr. eins og hann er oftast kallaður, fer með hlutverk Atla, föður fjögurra ára stúlku, sem neyðist til að flytja til foreldra sinna vegna þess að hann skilur við barnsmóður sína. Smám saman dregst hann inn í deilur foreldranna við nágranna þeirra um gamla fallega tréð. Edda Björgvinsdóttir og Sigurður Sigurjónsson leika foreldrana, en með hlutverk nágrannanna fara þau Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Myndin er dramatísk þó hún sé líka fyndin, þannig að vonandi fær fólk að sjá aðrar hliðar á leikurunum heldur en það sem þeir eru áður þekktir fyrir,“ segir Hafsteinn Gunnar.Hvaðan spratt hugmyndin að handriti myndarinnar? „Handritið er eftir mig og Huldar Breiðfjörð, en mér finnst nágrannadeilur mjög heillandi fyrirbæri. Þær snúast yfirleitt um það sem skiptir engu máli í stóra samhenginu, en geta orðið mjög sorglegar og ömurlegar, en líka absúrd fyndnar á sama tíma. Í nágrannadeilum kristallast það hvernig við umgöngumst annað fólk, hvað það er að búa í samfélagi með öðrum, og það má segja að þær geti bæði dregið fram það besta og versta í fólki,“ segir Hafsteinn Gunnar, spenntur fyrir tökunum sem hefjast í lok júlímánaðar. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Myndin fjallar um nágrannadeilu sem hverfist um stórt og fallegt tré sem stendur í garði hjá miðaldra hjónum, tréð varpar skugga á sólpallinn hjá nágrönnunum og vilja þeir að tréð verði snyrt eða fellt. Þetta saklausa tré á hins vegar eftir að valda harðvítugum deilum sem fara úr böndunum,“ segir Hafsteinn Gunnar leikstjóri, spurður út í nýjustu mynd sína Undir trénu. Viðamikil leit stendur nú yfir að tré, flestöll tré koma til greina og lofar Hafsteinn Gunnar rausnarlegri greiðslu fyrir tréð sem verður fyrir valinu. „Helst viljum við garðahlyn eða silfurreyni en þó koma allar tegundir til greina, þ.e.a.s. hafi tréð rétt útlit. Í grunninn erum við að leita að krúnumiklu tré, sem er um það bil 8 til 10 metrar á hæð, með þykkum bol,“ segir Hafsteinn Gunnar og bætir við að hafi einhver í huga að fella tré í sinni eigu, sé um að gera að hafa samband og greitt verði rausnarlega fyrir tréð. Hafa má samband á netfangið katlathor@gmail.com.Viðamikil leit stendur nú yfir að rétta trénu.Fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk í kvikmyndinni. Steindór Hróar Steindórsson, eða Steindi Jr. eins og hann er oftast kallaður, fer með hlutverk Atla, föður fjögurra ára stúlku, sem neyðist til að flytja til foreldra sinna vegna þess að hann skilur við barnsmóður sína. Smám saman dregst hann inn í deilur foreldranna við nágranna þeirra um gamla fallega tréð. Edda Björgvinsdóttir og Sigurður Sigurjónsson leika foreldrana, en með hlutverk nágrannanna fara þau Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Myndin er dramatísk þó hún sé líka fyndin, þannig að vonandi fær fólk að sjá aðrar hliðar á leikurunum heldur en það sem þeir eru áður þekktir fyrir,“ segir Hafsteinn Gunnar.Hvaðan spratt hugmyndin að handriti myndarinnar? „Handritið er eftir mig og Huldar Breiðfjörð, en mér finnst nágrannadeilur mjög heillandi fyrirbæri. Þær snúast yfirleitt um það sem skiptir engu máli í stóra samhenginu, en geta orðið mjög sorglegar og ömurlegar, en líka absúrd fyndnar á sama tíma. Í nágrannadeilum kristallast það hvernig við umgöngumst annað fólk, hvað það er að búa í samfélagi með öðrum, og það má segja að þær geti bæði dregið fram það besta og versta í fólki,“ segir Hafsteinn Gunnar, spenntur fyrir tökunum sem hefjast í lok júlímánaðar.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira