Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2016 16:00 Aukaspyrna Cristiano Ronaldo komst ekki framhjá íslenska varnarveggnum Vísir/EPA Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. Hinn öflugi skotmaður Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Ekki bara eina heldur tvær og þá seinni mun nærri markinu. Stuðningsmenn íslenska liðsins óttuðust það versta enda Ronaldo þekktur fyrir að skora flott mörk úr aukaspyrnum. Hann skoraði meðal annars eina á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var komið langt fram í uppbótartíma og þeir svartsýnustu sáu kannski Cristiano Ronaldo fyrir sér bjarga andlitinu og tryggja Portúgal sigurinn á síðustu stundu. Það fögnuðu margir gríðarlega þegar íslenski varnarveggurinn tók bæði skotin og leiktíminn rann út. Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu og fór í fýlu en íslenska þjóðin trylltist af fögnuði. Íslenska þjóðin hefði samt ekkert þurft að hafa áhyggjur ef hún hefði vitað af skelfilegri tölfræði Cristiano Ronaldo þegar kemur að því að skora úr aukaspyrnum. Að þessum meðtöldum hefur hann tekið 34 aukaspyrnur á stórmótum og aldrei náð að skora. Opta tók þessa tölfræði saman fyrir The Sun sem sló þessari döpru tölfræði Portúgalans upp í frétt hjá sér. Þrettán af þessum 34 aukaspyrnum hafa farið beint í varnarvegginn og aðrar þrettán hittu ekki markið. Hann hefur því aðeins átta sinnum hitt markið og markverðirnir hafa varið öll þau skot. Ronaldo er heldur ekkert mikið betri með liðum sínum því í treyjum Manchester United og Real Madrid hefur hann skorað úr 41 af 594 aukaspyrnum. Það er nú gott að skora 41 mark úr aukaspyrnu en sú tala lítur ekki alveg eins vel út þegar það kemur í ljós að hann hefur aðeins skorað úr 9,9 prósent skotanna. Hér fyrir neðan má sjá listann úr The Sun yfir þá sem hafa tekið flestar aukaspyrnur á stórmótum og hversu margar þeirra hafa endað í markinu.Flestar aukaspyrnur teknar á stórmótum: Cristiano Ronaldo - 34 - 0 mörk Gheorghe Hagi - 27 - 0 mörk Michel Platini - 25 - 2 mörk Ronald Koeman - 22 - 0 mörk Zinedine Zidane - 21 - 2 mörk Wesley Sneider - 18 - 0 mörk Fransesco Totti - 18 - 0 mörk Hristo Stoichkov - 17 - 2 mörk Fernando Hierro - 17 - 1 mark Sinisa Mihajlovic - 16 - 1 markVísir/EPAVísir/GettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira
Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. Hinn öflugi skotmaður Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Ekki bara eina heldur tvær og þá seinni mun nærri markinu. Stuðningsmenn íslenska liðsins óttuðust það versta enda Ronaldo þekktur fyrir að skora flott mörk úr aukaspyrnum. Hann skoraði meðal annars eina á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var komið langt fram í uppbótartíma og þeir svartsýnustu sáu kannski Cristiano Ronaldo fyrir sér bjarga andlitinu og tryggja Portúgal sigurinn á síðustu stundu. Það fögnuðu margir gríðarlega þegar íslenski varnarveggurinn tók bæði skotin og leiktíminn rann út. Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu og fór í fýlu en íslenska þjóðin trylltist af fögnuði. Íslenska þjóðin hefði samt ekkert þurft að hafa áhyggjur ef hún hefði vitað af skelfilegri tölfræði Cristiano Ronaldo þegar kemur að því að skora úr aukaspyrnum. Að þessum meðtöldum hefur hann tekið 34 aukaspyrnur á stórmótum og aldrei náð að skora. Opta tók þessa tölfræði saman fyrir The Sun sem sló þessari döpru tölfræði Portúgalans upp í frétt hjá sér. Þrettán af þessum 34 aukaspyrnum hafa farið beint í varnarvegginn og aðrar þrettán hittu ekki markið. Hann hefur því aðeins átta sinnum hitt markið og markverðirnir hafa varið öll þau skot. Ronaldo er heldur ekkert mikið betri með liðum sínum því í treyjum Manchester United og Real Madrid hefur hann skorað úr 41 af 594 aukaspyrnum. Það er nú gott að skora 41 mark úr aukaspyrnu en sú tala lítur ekki alveg eins vel út þegar það kemur í ljós að hann hefur aðeins skorað úr 9,9 prósent skotanna. Hér fyrir neðan má sjá listann úr The Sun yfir þá sem hafa tekið flestar aukaspyrnur á stórmótum og hversu margar þeirra hafa endað í markinu.Flestar aukaspyrnur teknar á stórmótum: Cristiano Ronaldo - 34 - 0 mörk Gheorghe Hagi - 27 - 0 mörk Michel Platini - 25 - 2 mörk Ronald Koeman - 22 - 0 mörk Zinedine Zidane - 21 - 2 mörk Wesley Sneider - 18 - 0 mörk Fransesco Totti - 18 - 0 mörk Hristo Stoichkov - 17 - 2 mörk Fernando Hierro - 17 - 1 mark Sinisa Mihajlovic - 16 - 1 markVísir/EPAVísir/GettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira