Þingkona skotin á Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 13:41 Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins. Mynd/Facebook Breska þingkonan Jo Cox er látin eftir að hafa verið skotin minnst tvisvar sinnum og stungin á götum Birstall. 52 ára gamall maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en annar maður hlaut smávægileg sár. Árásin átti sér stað nærri bókasafni þar sem Cox hafði fundað með kjósendum. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið í uppnámi og hafi staðið í deilum við annan mann áður en skotárásin átti sér stað. Hún er sögð hafa orðið fyrir minnst tveimur skotum og jafnvel stungusári. Þar að auki er árásarmaðurinn sagður hafa sparkað í þingkonuna þar sem hún lá í blóði sínu. Þá er árásarmaðurinn sagður hafa gengið rólega á brott eftir árásina. Í fyrstu var talið að hún hefði verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn mættu á vettvang. Lögreglan segir hins vegar að Cox hafi þá verið látin. Hún var þó flutt með þyrlu á sjúkrahús. BBC hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að árásarmaðurinn hafi skotið hana tvisvar sinnum. Síðan hafi hann gengið að henni þar sem hún lá og skotið hana aftur í höfuðið. Hinn maðurinn reyndi að stöðva hann, en tókst það ekki og árásarmaðurinn stakk Cox margsinnis. Hann virðist hafa stungið manninn sem reyndi að koma Cox til bjargar.Utterly shocked by the news of the attack on Jo Cox. The thoughts of the whole Labour Party are with her and her family at this time.— Jeremy Corbyn MP (@jeremycorbyn) June 16, 2016 Very concerned about reports Jo Cox has been injured. Our thoughts and prayers are with Jo and her family.— David Cameron (@David_Cameron) June 16, 2016 Kosningabaráttan um það hvort Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið eða ekki hefur verið sett á bið vegna árásarinnar. Jo Cox tilheyrði fylkingunni sem vill vera áfram innan ESB og vitni segir að skömmu fyrir árásina hafi árásarmaðurinn öskrað: „Bretland fyrst“. Hér að ofan má sjá tíst frá Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um árásina sem hefur slegið Breta óhug. Árið 2010 var þingmaðurinn Stephen Timms stunginn af manni á fundi með kjósendum. Þingmaðurinn jafnaði sig af sárum sínum og Roshonara Choudhry var dæmdur til minnst 15 ára fangelsisvistar. Árið 2000 var Andrew Pennington, aðstoðarmaður þingmannsins Nigel Jones, myrtur með sverði þegar hann kom yfirmanni sínum til varnar. Jo Cox var 41 árs gömul og tveggja barna móðir. Eiginmaður Cox birti þessa mynd af henni við húsbát þeirra hjóna þar sem þau búa með börnum sínum. pic.twitter.com/mPOaytowxN— Brendan Cox (@MrBrendanCox) June 16, 2016 Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Breska þingkonan Jo Cox er látin eftir að hafa verið skotin minnst tvisvar sinnum og stungin á götum Birstall. 52 ára gamall maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en annar maður hlaut smávægileg sár. Árásin átti sér stað nærri bókasafni þar sem Cox hafði fundað með kjósendum. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið í uppnámi og hafi staðið í deilum við annan mann áður en skotárásin átti sér stað. Hún er sögð hafa orðið fyrir minnst tveimur skotum og jafnvel stungusári. Þar að auki er árásarmaðurinn sagður hafa sparkað í þingkonuna þar sem hún lá í blóði sínu. Þá er árásarmaðurinn sagður hafa gengið rólega á brott eftir árásina. Í fyrstu var talið að hún hefði verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn mættu á vettvang. Lögreglan segir hins vegar að Cox hafi þá verið látin. Hún var þó flutt með þyrlu á sjúkrahús. BBC hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að árásarmaðurinn hafi skotið hana tvisvar sinnum. Síðan hafi hann gengið að henni þar sem hún lá og skotið hana aftur í höfuðið. Hinn maðurinn reyndi að stöðva hann, en tókst það ekki og árásarmaðurinn stakk Cox margsinnis. Hann virðist hafa stungið manninn sem reyndi að koma Cox til bjargar.Utterly shocked by the news of the attack on Jo Cox. The thoughts of the whole Labour Party are with her and her family at this time.— Jeremy Corbyn MP (@jeremycorbyn) June 16, 2016 Very concerned about reports Jo Cox has been injured. Our thoughts and prayers are with Jo and her family.— David Cameron (@David_Cameron) June 16, 2016 Kosningabaráttan um það hvort Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið eða ekki hefur verið sett á bið vegna árásarinnar. Jo Cox tilheyrði fylkingunni sem vill vera áfram innan ESB og vitni segir að skömmu fyrir árásina hafi árásarmaðurinn öskrað: „Bretland fyrst“. Hér að ofan má sjá tíst frá Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um árásina sem hefur slegið Breta óhug. Árið 2010 var þingmaðurinn Stephen Timms stunginn af manni á fundi með kjósendum. Þingmaðurinn jafnaði sig af sárum sínum og Roshonara Choudhry var dæmdur til minnst 15 ára fangelsisvistar. Árið 2000 var Andrew Pennington, aðstoðarmaður þingmannsins Nigel Jones, myrtur með sverði þegar hann kom yfirmanni sínum til varnar. Jo Cox var 41 árs gömul og tveggja barna móðir. Eiginmaður Cox birti þessa mynd af henni við húsbát þeirra hjóna þar sem þau búa með börnum sínum. pic.twitter.com/mPOaytowxN— Brendan Cox (@MrBrendanCox) June 16, 2016
Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira