Golf

Þrumuveður setti strik í reikninginn á fyrsta degi Opna bandaríska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Landry er í forystu eftir fyrsta daginn á Opna bandaríska.
Landry er í forystu eftir fyrsta daginn á Opna bandaríska. vísir/getty
Bandaríkjamaðurinn Andrew Landry er í forystu eftir fyrsta daginn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, U.S. Open.

Að þessu sinni fer mótið fram á Oakmont Country Club sem er að mörgum talinn erfiðasti golfvöllur í heimi.

Þrumuveður setti strik í reikninginn í dag en hætta þurfti keppni vegna þess. Aðeins níu kylfingar náðu að klára fyrsta hringinn í dag.

Landry lék á þremur höggum undir pari en landi hans, Bubba Watson, og Nýsjálendingurinn Danny Lee koma næstir á tveimur höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×