Ragnar Kjartansson Borgarlistamaður Reykjavíkur 17. júní 2016 18:02 Mynd/Anna Fjóla Gísladóttir Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson var í dag útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2016. Fékk hann ágrafin stein, heiðursskjal og viðurkenningarfé. Sóley Tómasdóttir, forseti Borgarstjórnar, útnefndi Ragnar við athöfn í Höfða í dag. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir Kristján Jóhannsson hafi sungið við meðleik Antoníu Hevesi. Þá kom Ragnar öllum að óvörum og söng einnig. Úr tilkynningu Reykjavíkurborgar: Ragnar er kunnur fyrir fjölbreytt verk sín sem eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Með leikrænum sviðsetningum veitir hann listnjótendum hrífandi og jafnvel barnslega upplifun. Verk hans geisla af smitandi húmor um leið og þau kalla fram í vitund okkar horfnar goðsagnir og margræðar myndir liðinna tíma. Þau brúa á einstæðan hátt bæði bilið á milli listgreinanna og eldri og nýrri miðla. En auk þess að miðla í myndlist sinni rómantísku lífsviðhorfi á einlægan máta, nýtir Ragnar sér markviss form og þaulhugsaða tækni til að tendra samband listamanns, verks og áhorfenda. Tónlistin - bæði sígild og ný - er samofin listrænum ferli hans og verkum í ólíklegustu miðlum. Ragnar hlaut formlega menntun við Listaháskóla Íslands og Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi. Hann hefur verið ótrúlega afkastamikill listamaður og árlega sýna virt söfn um allan heim verk hans. Í ár hafa verk Ragnars meðal annars verið sýnd í París, Montreal, Detroit, Berlín og Chicago og á næstu mánuðum opna sýningar í New York, Washington og Lundúnum. Hann á nú um 60 einkasýningar að baki, 30 ólíkar uppákomur og gjörninga sýnda víðs vegar og hefur tekið þátt í meira en 60 samsýningum. Verk eftir Ragnar er að finna í safneign fjölmargra opinberra safna auk einkasafna. Ragnar hefur hlotið margvíslega viðurkenningu, síðast Serra verðlaunin á Listasafni Íslands í fyrra. Ragnar sýnir nú um allan heim á virtustu sýningarstöðum, en stundum fáum við Íslendingar líka að njóta – eins og sýningar hans The Visitors í Kling og Bang árið 2013, sem er ógleymanleg öllum sem upplifðu. Sjaldan eða aldrei hefur sýning á íslenskri samtímalist hlotið jafn einróma viðtökur. The Visitors eða Gestirnir ferðast víða - nú þegar um Bandaríkin, til Argentínu, Brasilíu, Englands, Ástralíu, Spánar, Ítalíu, Austurríkis og Sviss. Annað fjölfarið verk Ragnars Kjartanssonar, The End eða Endalokin, var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2009 og sýnt í Hafnarborg 2010. Gallerí i8, sem heldur nú utan um öll mál listamannsins, var síðast í fyrra með sýningu á verkum hans Me and My Mother eða Ég og móðir mín sem þau Guðrún Ásmundsdóttir móðir hans hafa tekið upp á fimm ára fresti allt frá námi hans í Listaháskóla Íslands árið 2000. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson var í dag útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2016. Fékk hann ágrafin stein, heiðursskjal og viðurkenningarfé. Sóley Tómasdóttir, forseti Borgarstjórnar, útnefndi Ragnar við athöfn í Höfða í dag. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir Kristján Jóhannsson hafi sungið við meðleik Antoníu Hevesi. Þá kom Ragnar öllum að óvörum og söng einnig. Úr tilkynningu Reykjavíkurborgar: Ragnar er kunnur fyrir fjölbreytt verk sín sem eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Með leikrænum sviðsetningum veitir hann listnjótendum hrífandi og jafnvel barnslega upplifun. Verk hans geisla af smitandi húmor um leið og þau kalla fram í vitund okkar horfnar goðsagnir og margræðar myndir liðinna tíma. Þau brúa á einstæðan hátt bæði bilið á milli listgreinanna og eldri og nýrri miðla. En auk þess að miðla í myndlist sinni rómantísku lífsviðhorfi á einlægan máta, nýtir Ragnar sér markviss form og þaulhugsaða tækni til að tendra samband listamanns, verks og áhorfenda. Tónlistin - bæði sígild og ný - er samofin listrænum ferli hans og verkum í ólíklegustu miðlum. Ragnar hlaut formlega menntun við Listaháskóla Íslands og Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi. Hann hefur verið ótrúlega afkastamikill listamaður og árlega sýna virt söfn um allan heim verk hans. Í ár hafa verk Ragnars meðal annars verið sýnd í París, Montreal, Detroit, Berlín og Chicago og á næstu mánuðum opna sýningar í New York, Washington og Lundúnum. Hann á nú um 60 einkasýningar að baki, 30 ólíkar uppákomur og gjörninga sýnda víðs vegar og hefur tekið þátt í meira en 60 samsýningum. Verk eftir Ragnar er að finna í safneign fjölmargra opinberra safna auk einkasafna. Ragnar hefur hlotið margvíslega viðurkenningu, síðast Serra verðlaunin á Listasafni Íslands í fyrra. Ragnar sýnir nú um allan heim á virtustu sýningarstöðum, en stundum fáum við Íslendingar líka að njóta – eins og sýningar hans The Visitors í Kling og Bang árið 2013, sem er ógleymanleg öllum sem upplifðu. Sjaldan eða aldrei hefur sýning á íslenskri samtímalist hlotið jafn einróma viðtökur. The Visitors eða Gestirnir ferðast víða - nú þegar um Bandaríkin, til Argentínu, Brasilíu, Englands, Ástralíu, Spánar, Ítalíu, Austurríkis og Sviss. Annað fjölfarið verk Ragnars Kjartanssonar, The End eða Endalokin, var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2009 og sýnt í Hafnarborg 2010. Gallerí i8, sem heldur nú utan um öll mál listamannsins, var síðast í fyrra með sýningu á verkum hans Me and My Mother eða Ég og móðir mín sem þau Guðrún Ásmundsdóttir móðir hans hafa tekið upp á fimm ára fresti allt frá námi hans í Listaháskóla Íslands árið 2000.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira