Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. júní 2016 11:29 Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra. Vísir/Pjetur Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra en ekkert fæst uppgefið um gang kjaraviðræðna þeirra og Isavia. Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandsflugi síðustu mánuði, meðal annars vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu sinnar og Isavia. Þann 8. júní síðastliðinn gripu svo stjórnvöld inn í deiluna með því að setja lög sem bönnuðu allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að misjafnlega hafi gengið að fá flugumferðarstjóra til að koma á aukavaktir vegna forfalla eftir að lög voru sett á deiluna. Engin yfirvinnuskylda er í kjarasamningum þeirra. „Það hefur oft verið erfiðleikum bundið að manna þessar vaktir þegar það eru forföll, núna sem sagt eftir að lög voru sett á yfirvinnubannið,“ segir Guðni. Nú síðast í morgun lá flug niðri um tíma vegna forfalla flugumferðarstjóra.Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Vísir/Ernir„Þjónusta var takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug milli 9 og 9:30 í morgun og það olli einhverjum frekari töfum á vélum sem höfðu tafist í morgun út af öðrum sökum,“ segir Guðni. „Verklagið er þannig að þegar það er minni mönnun og það þarf að takmarka þjónustu, þá er takmörkunin gerð þegar sem minnst flugumferð er í gangi. En þar sem áætlun hafði færst eitthvað til þá hafði það áhrif.“ Þá segir Guðni seinkanir hafa orðið á flugi eftir að flogið var á ný.Fimm dagar þar til frestur til að semja rennur út Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Síðasti samningafundur samninganefndanna hjá Ríkissáttasemjara var fyrir helgina og ætla þær að hittast aftur eftir hádegi á morgun. Guðni segir að það verði að koma í ljós hvort að það takist að semja áður en fresturinn rennur út. „Það er allavega verið að funda áfram og ég held að það sé vilji hjá öllum aðilum sé að klára þetta sem fyrst,“ segir hann. Flugumferðarstjórar hafa bent á að þeir séu of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem þeir þurfi. Fjölga þurfi því flugumferðarstjórum. Aðspurður hvort að sá vandi leysist ef aðilar ná saman um nýjan kjarasamning segir Guðni að hann vonist til þess. „Við vonum að þessi mönnunarmál leysist sem allra fyrst,“ segir Guðni. Hann segir að hugsanlega geti frekari raskanir orðið á millilandaflugi í dag. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra en ekkert fæst uppgefið um gang kjaraviðræðna þeirra og Isavia. Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandsflugi síðustu mánuði, meðal annars vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu sinnar og Isavia. Þann 8. júní síðastliðinn gripu svo stjórnvöld inn í deiluna með því að setja lög sem bönnuðu allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að misjafnlega hafi gengið að fá flugumferðarstjóra til að koma á aukavaktir vegna forfalla eftir að lög voru sett á deiluna. Engin yfirvinnuskylda er í kjarasamningum þeirra. „Það hefur oft verið erfiðleikum bundið að manna þessar vaktir þegar það eru forföll, núna sem sagt eftir að lög voru sett á yfirvinnubannið,“ segir Guðni. Nú síðast í morgun lá flug niðri um tíma vegna forfalla flugumferðarstjóra.Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Vísir/Ernir„Þjónusta var takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug milli 9 og 9:30 í morgun og það olli einhverjum frekari töfum á vélum sem höfðu tafist í morgun út af öðrum sökum,“ segir Guðni. „Verklagið er þannig að þegar það er minni mönnun og það þarf að takmarka þjónustu, þá er takmörkunin gerð þegar sem minnst flugumferð er í gangi. En þar sem áætlun hafði færst eitthvað til þá hafði það áhrif.“ Þá segir Guðni seinkanir hafa orðið á flugi eftir að flogið var á ný.Fimm dagar þar til frestur til að semja rennur út Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Síðasti samningafundur samninganefndanna hjá Ríkissáttasemjara var fyrir helgina og ætla þær að hittast aftur eftir hádegi á morgun. Guðni segir að það verði að koma í ljós hvort að það takist að semja áður en fresturinn rennur út. „Það er allavega verið að funda áfram og ég held að það sé vilji hjá öllum aðilum sé að klára þetta sem fyrst,“ segir hann. Flugumferðarstjórar hafa bent á að þeir séu of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem þeir þurfi. Fjölga þurfi því flugumferðarstjórum. Aðspurður hvort að sá vandi leysist ef aðilar ná saman um nýjan kjarasamning segir Guðni að hann vonist til þess. „Við vonum að þessi mönnunarmál leysist sem allra fyrst,“ segir Guðni. Hann segir að hugsanlega geti frekari raskanir orðið á millilandaflugi í dag.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31