Dagný loksins komin til íslensku stelpnanna í Skotlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2016 08:40 Það voru örugglega fagnaðarfundir þegar Dagný kom til Falkirk en hér fagnar hún marki í síðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM sem var úti í Hvíta-Rússlandi. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú með fullskipaðan hóp í Falkirk eftir að Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við stelpurnar í Skotlandi í gær. Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotlandi á föstudaginn í uppgjöri efstu liða riðilsins í undankeppni EM og liða sem hafa enn ekki tapað stigi í undankeppninni. Liðin berjast um efsta sætið sem gefur beint sæti á Evrópumótinu í Hollandi á næsta ári. Dagný Brynjarsdóttir var upptekin með félagi sínu Portland Thorns í Bandaríkjunum á sunnudagskvöldið og ferðalagið hennar frá vesturströnd Bandaríkjanna tók sinn tíma. Knattspyrnusambandið segir frá komu hennar á heimasíðu sinni. Tveir leikmenn úr skoska hópnum voru samferða íslensku landsliðskonunni frá Bandaríkjunum en Dagný mætti þeim einmitt á sunnudagskvöldið þegar Portland Thorns og Seattle Reign gerðu markalaust jafntefli í NWSL deildinni. Þetta voru miðvörðurinn Rachel Corsie og miðjumaðurinn Kim Little. Dagný átti þó nokkuð í höggi við Rachel í leiknum en sú sunnlenska lék sem framherji í þessum leik. Dagný hefur samt sem áður enn enn náð að æfa með íslenska liðinu því hún náði þó ekki æfingu dagsins. Dagný verður þó klár í slaginn í dag þegar liðið æfir tvisvar sinnum. Aðstæður eru hinar ákjósanlegustu í Falkirk, veðrið leikur við heimamenn og gesti þeirra. Sólin lætur mikið fyrir sér fara og hitinn er um 18 stig. Allar æfingarnar fara fram á gervigrasi enda verður leikið á gervigraslögðum Falkirk velli á föstudaginn. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú með fullskipaðan hóp í Falkirk eftir að Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við stelpurnar í Skotlandi í gær. Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotlandi á föstudaginn í uppgjöri efstu liða riðilsins í undankeppni EM og liða sem hafa enn ekki tapað stigi í undankeppninni. Liðin berjast um efsta sætið sem gefur beint sæti á Evrópumótinu í Hollandi á næsta ári. Dagný Brynjarsdóttir var upptekin með félagi sínu Portland Thorns í Bandaríkjunum á sunnudagskvöldið og ferðalagið hennar frá vesturströnd Bandaríkjanna tók sinn tíma. Knattspyrnusambandið segir frá komu hennar á heimasíðu sinni. Tveir leikmenn úr skoska hópnum voru samferða íslensku landsliðskonunni frá Bandaríkjunum en Dagný mætti þeim einmitt á sunnudagskvöldið þegar Portland Thorns og Seattle Reign gerðu markalaust jafntefli í NWSL deildinni. Þetta voru miðvörðurinn Rachel Corsie og miðjumaðurinn Kim Little. Dagný átti þó nokkuð í höggi við Rachel í leiknum en sú sunnlenska lék sem framherji í þessum leik. Dagný hefur samt sem áður enn enn náð að æfa með íslenska liðinu því hún náði þó ekki æfingu dagsins. Dagný verður þó klár í slaginn í dag þegar liðið æfir tvisvar sinnum. Aðstæður eru hinar ákjósanlegustu í Falkirk, veðrið leikur við heimamenn og gesti þeirra. Sólin lætur mikið fyrir sér fara og hitinn er um 18 stig. Allar æfingarnar fara fram á gervigrasi enda verður leikið á gervigraslögðum Falkirk velli á föstudaginn.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira