Þeir GameTíví bræður Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann fara yfir helstu leikina sem koma út í júní. Af nógu er að taka. Lego Star Wars, Mirrors Edge Catalyst, Maríó fer á Ólympíuleikana með Sonic, Mighty No. 9 og margt fleira.
Reyndar kom í ljós eftir að Óli og Svessi tóku upp innslagið að No Man's Sky hafi verið frestað þar til í ágúst. Forsvarsmaður Hello Games, Sean Murray, hefur fengið fjölda morðhótana eftir að töfin var tilkynnt í vikunni.

