Eitt ár af rannsóknarvinnu leiddi í ljós að Jon Haugen lék ljóta nakta gaurinn í Friends Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júní 2016 10:45 Ross var stundum í samskiptum við ljóta nakta gaurinn. Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja Íslendingar þættina vel. Það þekkja margir þá list að vitna í Friends og sumir hverjir muna nánast orðrétt hvernig hver einasti þáttur fór fram. Einn eftirminnilegur karakter úr þáttunum var ljóti nakti gaurinn sem bjó á móti Monicu og Rachel en aldrei sást í andlitið á honum í þáttunum. Vefsíðan Huffington Post hefur nú uppljóstrað því hver sé maðurinn á bakvið þennan skemmtilega karakter sem setti heldur betur svip sinn á þáttinn. Leikarinn Mike Hagerty hefur oft verið bendlaður við hlutverkið og kemur hans nafn oft upp þegar leitað er á veraldarvefnum. Huffington Post hafði samband við Hagerty sem staðfesti að hann hefði ekki farið með hlutverkið. Blaðamaðurinn Todd Van Luling lagðist í mikla rannsóknarvinnu og eftir mikla leit fann hann manninn sem leikur ljóta nakta manninn í Friends. Eftir eins árs vinnu fann blaðamaðurinn loksins manninn sjálfan, en hann heitir Jon Haugen og má sjá mynd af honum hér að neðan.Jon Haugen.Mynd/huffington postHaugen samþykkti að veita Huffington Post ítarlegt viðtal. „Það er aðeins einn maður sem fór með hlutverk ljóta nakta mannsins og það er ég,“ segir Haugen í samtali við blaðamanninn þann 16. maí. „Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei stigið fram var að Warner Brothers vildi halda þessu leyndu í einhvern tíma. Mér datt aldrei í hug að ég myndi fá símtal frá þeim og beðinn um að leika karakterinn aftur. Þetta var einhver skemmtilegasti tími ævi minnar.“ Eitt frægasta atriði í þáttunum snéri að ljóta nakta manninum en þá höfðu vinirnir útbúið langt spjót til að pota í hann, þar sem þeir héldu að nakti nágranninn væri dáinn. „Þetta var ekkert sársaukafullt, það erfiðasta við það atriði var að halda niðri í mér andanum allan tímann. Við tókum atriði upp um miðja nótt og ég var orðinn mjög þreyttur eftir langan dag.“ Friends Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja Íslendingar þættina vel. Það þekkja margir þá list að vitna í Friends og sumir hverjir muna nánast orðrétt hvernig hver einasti þáttur fór fram. Einn eftirminnilegur karakter úr þáttunum var ljóti nakti gaurinn sem bjó á móti Monicu og Rachel en aldrei sást í andlitið á honum í þáttunum. Vefsíðan Huffington Post hefur nú uppljóstrað því hver sé maðurinn á bakvið þennan skemmtilega karakter sem setti heldur betur svip sinn á þáttinn. Leikarinn Mike Hagerty hefur oft verið bendlaður við hlutverkið og kemur hans nafn oft upp þegar leitað er á veraldarvefnum. Huffington Post hafði samband við Hagerty sem staðfesti að hann hefði ekki farið með hlutverkið. Blaðamaðurinn Todd Van Luling lagðist í mikla rannsóknarvinnu og eftir mikla leit fann hann manninn sem leikur ljóta nakta manninn í Friends. Eftir eins árs vinnu fann blaðamaðurinn loksins manninn sjálfan, en hann heitir Jon Haugen og má sjá mynd af honum hér að neðan.Jon Haugen.Mynd/huffington postHaugen samþykkti að veita Huffington Post ítarlegt viðtal. „Það er aðeins einn maður sem fór með hlutverk ljóta nakta mannsins og það er ég,“ segir Haugen í samtali við blaðamanninn þann 16. maí. „Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei stigið fram var að Warner Brothers vildi halda þessu leyndu í einhvern tíma. Mér datt aldrei í hug að ég myndi fá símtal frá þeim og beðinn um að leika karakterinn aftur. Þetta var einhver skemmtilegasti tími ævi minnar.“ Eitt frægasta atriði í þáttunum snéri að ljóta nakta manninum en þá höfðu vinirnir útbúið langt spjót til að pota í hann, þar sem þeir héldu að nakti nágranninn væri dáinn. „Þetta var ekkert sársaukafullt, það erfiðasta við það atriði var að halda niðri í mér andanum allan tímann. Við tókum atriði upp um miðja nótt og ég var orðinn mjög þreyttur eftir langan dag.“
Friends Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira