Lestarkerfi í Frakklandi í lamasessi korteri fyrir EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2016 13:58 Frá mótmælaaðgerðum í síðustu viku. Vísir/EPA Ótímabundnar verkfallsaðgerðir af hálfu lestarstarfsmanna í Frakklandi valda því að aðeins sextíu prósent hraðlesta og einhvers staðar á bilinu þriðjungur til helmingur af annarri lestarþjónustu ganga sem stendur. Verkalýðsfélög mótmæla breytingum á vinnutíma en verkfallið kemur á ólgutímum hjá verkamönnum í Frakklandi vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Verkfallsaðgerðirnar gætu haft áhrif á ferðalög þúsunda Íslendinga sem halda á næstu vikum til Frakklands þar sem Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst þann 10. júní. Karlalandslið Íslands spilar í St. Etienne 14. júní, í Marseille 18. júní og loks í París 22. júní. Töluverðar fjarlægðir eru á milli borganna og því ljóst að aðgerðir lestarstarfsmanna og annarra verkamanna gæti haft áhrif á ferðalög EM-fara, íslenskra sem erlendra. Langar raðir hafa myndast á lestarstöðvum í Frakklandi.Vísir/EPA 35 klukkustunda vinnuvika Vinnuvikan í Frakklandi er 35 klukkustundir, starfsmenn eiga ekki að verja meiri tíma í vinnu en það samkvæmt lögum. Þá eiga allir rétt á 35 klukkustunda samfelldu fríi í vikunni, sem fellur oftast á helgi og ellefu klukkustunda hvíld á hverjum sólarhring. Til samanburðar er vinnuvikan 40 klukkustundir á Íslandi og hámarkslengd vinnuviku í Bretlandi er 48 klukkustundir. Meðalvinnutími Frakka reynist þó meiri en hann á að vera samkvæmt lögum. Þannig unnu Frakkar að meðaltali 37,5 klukkustundir á viku árið 2014 sem er meira en Bretar (36,1 klukkustund) og Þjóðverjar (35,3 klukkustundir) að því er segir í frétt BBC. Lögum samkvæmt ættu Frakkar að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir vinna umfram eða fá annars konar uppbót, svo sem í formi vaktafría. Það gildir ekki í Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti.Vísir/AFP Frumvarpið verður ekki stöðvað Breytingin sem verkamenn í Frakklandi eru ósáttir við snýr að því að vinnuveitendur geti beðið starfsmenn um að vinna allt að 46 klukkustunda vinnuviku og jafnvel 60 klukkustunda vinnuviku í undantekningartilfellum. Í staðinn fengju starfsmennirnir styttri vinnuvikur á móti þannig að útkoman yrði 35 klukkustunda löng meðalvika. Í tilfellum sumra verkamanna myndi það brjóta á reglunni um ellefu klukkustunda samfelldan hvíldartíma á hverjum sólarhring. Breytingarnar myndu líka auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsmönnum sem frönsk yfirvöld sjá sem jákvæðan hlut því það myndi auðvelda fyrirtækjum að ráða nýtt starfsfólk. Hafa margir áhyggjur af því að eldra fólk muni í auknum mæli missa vinnuna gangi breytingar í gegn. Verkamannalög í Frakklandi veita starfsmönnum umtalsverða vernd. Fyrirtækjum getur verið meinað að segja upp fólki ef fyrirtækið skilar hagnaði. Breytingarnar myndu gera fyrirtækjum, þar sem hagnaður hefur minnkað fjóra ársfjórðunga í röð, að reka fólk. Ný lög yrðu engu að síður vinsamlegri í garð verkamanna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Atvinnuleysi í Frakklandi er um 10 prósent samanborið við um fimm prósent í nágannalöndunum Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að lagafrumvarpið verði ekki dregið til baka þrátt fyrir mótmælaöldu undanfarna mánuði. Kom til átaka milli mótmælanda og lögreglu í síðustu viku. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, gagnrýnir stefnu Hollande harðlega og segir hann hafa tekið ranglega á öllu því sem snertir fyrirhugaða löggjöf. Sjálfur sætir Sarkozy ákæru fyrir spillingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Ótímabundnar verkfallsaðgerðir af hálfu lestarstarfsmanna í Frakklandi valda því að aðeins sextíu prósent hraðlesta og einhvers staðar á bilinu þriðjungur til helmingur af annarri lestarþjónustu ganga sem stendur. Verkalýðsfélög mótmæla breytingum á vinnutíma en verkfallið kemur á ólgutímum hjá verkamönnum í Frakklandi vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Verkfallsaðgerðirnar gætu haft áhrif á ferðalög þúsunda Íslendinga sem halda á næstu vikum til Frakklands þar sem Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst þann 10. júní. Karlalandslið Íslands spilar í St. Etienne 14. júní, í Marseille 18. júní og loks í París 22. júní. Töluverðar fjarlægðir eru á milli borganna og því ljóst að aðgerðir lestarstarfsmanna og annarra verkamanna gæti haft áhrif á ferðalög EM-fara, íslenskra sem erlendra. Langar raðir hafa myndast á lestarstöðvum í Frakklandi.Vísir/EPA 35 klukkustunda vinnuvika Vinnuvikan í Frakklandi er 35 klukkustundir, starfsmenn eiga ekki að verja meiri tíma í vinnu en það samkvæmt lögum. Þá eiga allir rétt á 35 klukkustunda samfelldu fríi í vikunni, sem fellur oftast á helgi og ellefu klukkustunda hvíld á hverjum sólarhring. Til samanburðar er vinnuvikan 40 klukkustundir á Íslandi og hámarkslengd vinnuviku í Bretlandi er 48 klukkustundir. Meðalvinnutími Frakka reynist þó meiri en hann á að vera samkvæmt lögum. Þannig unnu Frakkar að meðaltali 37,5 klukkustundir á viku árið 2014 sem er meira en Bretar (36,1 klukkustund) og Þjóðverjar (35,3 klukkustundir) að því er segir í frétt BBC. Lögum samkvæmt ættu Frakkar að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir vinna umfram eða fá annars konar uppbót, svo sem í formi vaktafría. Það gildir ekki í Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti.Vísir/AFP Frumvarpið verður ekki stöðvað Breytingin sem verkamenn í Frakklandi eru ósáttir við snýr að því að vinnuveitendur geti beðið starfsmenn um að vinna allt að 46 klukkustunda vinnuviku og jafnvel 60 klukkustunda vinnuviku í undantekningartilfellum. Í staðinn fengju starfsmennirnir styttri vinnuvikur á móti þannig að útkoman yrði 35 klukkustunda löng meðalvika. Í tilfellum sumra verkamanna myndi það brjóta á reglunni um ellefu klukkustunda samfelldan hvíldartíma á hverjum sólarhring. Breytingarnar myndu líka auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsmönnum sem frönsk yfirvöld sjá sem jákvæðan hlut því það myndi auðvelda fyrirtækjum að ráða nýtt starfsfólk. Hafa margir áhyggjur af því að eldra fólk muni í auknum mæli missa vinnuna gangi breytingar í gegn. Verkamannalög í Frakklandi veita starfsmönnum umtalsverða vernd. Fyrirtækjum getur verið meinað að segja upp fólki ef fyrirtækið skilar hagnaði. Breytingarnar myndu gera fyrirtækjum, þar sem hagnaður hefur minnkað fjóra ársfjórðunga í röð, að reka fólk. Ný lög yrðu engu að síður vinsamlegri í garð verkamanna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Atvinnuleysi í Frakklandi er um 10 prósent samanborið við um fimm prósent í nágannalöndunum Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að lagafrumvarpið verði ekki dregið til baka þrátt fyrir mótmælaöldu undanfarna mánuði. Kom til átaka milli mótmælanda og lögreglu í síðustu viku. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, gagnrýnir stefnu Hollande harðlega og segir hann hafa tekið ranglega á öllu því sem snertir fyrirhugaða löggjöf. Sjálfur sætir Sarkozy ákæru fyrir spillingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00