Lestarkerfi í Frakklandi í lamasessi korteri fyrir EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2016 13:58 Frá mótmælaaðgerðum í síðustu viku. Vísir/EPA Ótímabundnar verkfallsaðgerðir af hálfu lestarstarfsmanna í Frakklandi valda því að aðeins sextíu prósent hraðlesta og einhvers staðar á bilinu þriðjungur til helmingur af annarri lestarþjónustu ganga sem stendur. Verkalýðsfélög mótmæla breytingum á vinnutíma en verkfallið kemur á ólgutímum hjá verkamönnum í Frakklandi vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Verkfallsaðgerðirnar gætu haft áhrif á ferðalög þúsunda Íslendinga sem halda á næstu vikum til Frakklands þar sem Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst þann 10. júní. Karlalandslið Íslands spilar í St. Etienne 14. júní, í Marseille 18. júní og loks í París 22. júní. Töluverðar fjarlægðir eru á milli borganna og því ljóst að aðgerðir lestarstarfsmanna og annarra verkamanna gæti haft áhrif á ferðalög EM-fara, íslenskra sem erlendra. Langar raðir hafa myndast á lestarstöðvum í Frakklandi.Vísir/EPA 35 klukkustunda vinnuvika Vinnuvikan í Frakklandi er 35 klukkustundir, starfsmenn eiga ekki að verja meiri tíma í vinnu en það samkvæmt lögum. Þá eiga allir rétt á 35 klukkustunda samfelldu fríi í vikunni, sem fellur oftast á helgi og ellefu klukkustunda hvíld á hverjum sólarhring. Til samanburðar er vinnuvikan 40 klukkustundir á Íslandi og hámarkslengd vinnuviku í Bretlandi er 48 klukkustundir. Meðalvinnutími Frakka reynist þó meiri en hann á að vera samkvæmt lögum. Þannig unnu Frakkar að meðaltali 37,5 klukkustundir á viku árið 2014 sem er meira en Bretar (36,1 klukkustund) og Þjóðverjar (35,3 klukkustundir) að því er segir í frétt BBC. Lögum samkvæmt ættu Frakkar að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir vinna umfram eða fá annars konar uppbót, svo sem í formi vaktafría. Það gildir ekki í Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti.Vísir/AFP Frumvarpið verður ekki stöðvað Breytingin sem verkamenn í Frakklandi eru ósáttir við snýr að því að vinnuveitendur geti beðið starfsmenn um að vinna allt að 46 klukkustunda vinnuviku og jafnvel 60 klukkustunda vinnuviku í undantekningartilfellum. Í staðinn fengju starfsmennirnir styttri vinnuvikur á móti þannig að útkoman yrði 35 klukkustunda löng meðalvika. Í tilfellum sumra verkamanna myndi það brjóta á reglunni um ellefu klukkustunda samfelldan hvíldartíma á hverjum sólarhring. Breytingarnar myndu líka auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsmönnum sem frönsk yfirvöld sjá sem jákvæðan hlut því það myndi auðvelda fyrirtækjum að ráða nýtt starfsfólk. Hafa margir áhyggjur af því að eldra fólk muni í auknum mæli missa vinnuna gangi breytingar í gegn. Verkamannalög í Frakklandi veita starfsmönnum umtalsverða vernd. Fyrirtækjum getur verið meinað að segja upp fólki ef fyrirtækið skilar hagnaði. Breytingarnar myndu gera fyrirtækjum, þar sem hagnaður hefur minnkað fjóra ársfjórðunga í röð, að reka fólk. Ný lög yrðu engu að síður vinsamlegri í garð verkamanna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Atvinnuleysi í Frakklandi er um 10 prósent samanborið við um fimm prósent í nágannalöndunum Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að lagafrumvarpið verði ekki dregið til baka þrátt fyrir mótmælaöldu undanfarna mánuði. Kom til átaka milli mótmælanda og lögreglu í síðustu viku. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, gagnrýnir stefnu Hollande harðlega og segir hann hafa tekið ranglega á öllu því sem snertir fyrirhugaða löggjöf. Sjálfur sætir Sarkozy ákæru fyrir spillingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Ótímabundnar verkfallsaðgerðir af hálfu lestarstarfsmanna í Frakklandi valda því að aðeins sextíu prósent hraðlesta og einhvers staðar á bilinu þriðjungur til helmingur af annarri lestarþjónustu ganga sem stendur. Verkalýðsfélög mótmæla breytingum á vinnutíma en verkfallið kemur á ólgutímum hjá verkamönnum í Frakklandi vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Verkfallsaðgerðirnar gætu haft áhrif á ferðalög þúsunda Íslendinga sem halda á næstu vikum til Frakklands þar sem Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst þann 10. júní. Karlalandslið Íslands spilar í St. Etienne 14. júní, í Marseille 18. júní og loks í París 22. júní. Töluverðar fjarlægðir eru á milli borganna og því ljóst að aðgerðir lestarstarfsmanna og annarra verkamanna gæti haft áhrif á ferðalög EM-fara, íslenskra sem erlendra. Langar raðir hafa myndast á lestarstöðvum í Frakklandi.Vísir/EPA 35 klukkustunda vinnuvika Vinnuvikan í Frakklandi er 35 klukkustundir, starfsmenn eiga ekki að verja meiri tíma í vinnu en það samkvæmt lögum. Þá eiga allir rétt á 35 klukkustunda samfelldu fríi í vikunni, sem fellur oftast á helgi og ellefu klukkustunda hvíld á hverjum sólarhring. Til samanburðar er vinnuvikan 40 klukkustundir á Íslandi og hámarkslengd vinnuviku í Bretlandi er 48 klukkustundir. Meðalvinnutími Frakka reynist þó meiri en hann á að vera samkvæmt lögum. Þannig unnu Frakkar að meðaltali 37,5 klukkustundir á viku árið 2014 sem er meira en Bretar (36,1 klukkustund) og Þjóðverjar (35,3 klukkustundir) að því er segir í frétt BBC. Lögum samkvæmt ættu Frakkar að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir vinna umfram eða fá annars konar uppbót, svo sem í formi vaktafría. Það gildir ekki í Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti.Vísir/AFP Frumvarpið verður ekki stöðvað Breytingin sem verkamenn í Frakklandi eru ósáttir við snýr að því að vinnuveitendur geti beðið starfsmenn um að vinna allt að 46 klukkustunda vinnuviku og jafnvel 60 klukkustunda vinnuviku í undantekningartilfellum. Í staðinn fengju starfsmennirnir styttri vinnuvikur á móti þannig að útkoman yrði 35 klukkustunda löng meðalvika. Í tilfellum sumra verkamanna myndi það brjóta á reglunni um ellefu klukkustunda samfelldan hvíldartíma á hverjum sólarhring. Breytingarnar myndu líka auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsmönnum sem frönsk yfirvöld sjá sem jákvæðan hlut því það myndi auðvelda fyrirtækjum að ráða nýtt starfsfólk. Hafa margir áhyggjur af því að eldra fólk muni í auknum mæli missa vinnuna gangi breytingar í gegn. Verkamannalög í Frakklandi veita starfsmönnum umtalsverða vernd. Fyrirtækjum getur verið meinað að segja upp fólki ef fyrirtækið skilar hagnaði. Breytingarnar myndu gera fyrirtækjum, þar sem hagnaður hefur minnkað fjóra ársfjórðunga í röð, að reka fólk. Ný lög yrðu engu að síður vinsamlegri í garð verkamanna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Atvinnuleysi í Frakklandi er um 10 prósent samanborið við um fimm prósent í nágannalöndunum Bretlandi og Þýskalandi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að lagafrumvarpið verði ekki dregið til baka þrátt fyrir mótmælaöldu undanfarna mánuði. Kom til átaka milli mótmælanda og lögreglu í síðustu viku. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, gagnrýnir stefnu Hollande harðlega og segir hann hafa tekið ranglega á öllu því sem snertir fyrirhugaða löggjöf. Sjálfur sætir Sarkozy ákæru fyrir spillingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Europol: Mikil hryðjuverkaógn á EM í Frakklandi Yfirmaður Evrópulögreglunnar segir Evrópumótið í fótbolta augljóst skotmark íslamska ríkisins. 1. júní 2016 13:00