Mikil bílasala í Evrópu í maí Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 16:16 Bílaumferð í Barcelona. Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu var stórvöxtur í bílasölu á milli ára í maí. Í stærsta bílasölulandinu Þýskalandi varð 12% vöxtur í sölu og þar seldust 286.931 bíll, en þar í landi hefur bílasala vaxið um 6,8% það sem af er ári og svo virðist sem hún rísi með hverjum mánuðinum. Í Frakklandi varð þó meiri vöxtur eða 22% og enn meiri á Ítalíu eða uppá 27%. Á Spáni varð 21% vöxtur í bílasölu. Þessi fjögur lönd telja þrjá fjórðu af bílasölu í álfunni. Bílasala í Evrópu stefnir í 15 milljón bíla í ár og vöxt uppá um 10% á milli ára. Það þýðir þó ekki að bílasala sé að ná þeim hæðum sem hún náði hæst fyrir efnahagskreppuna árið 2008. Merkilegt þykir að sala bíla Volkswagen er einkar góð og svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafa ekki haft mikil áhrif á sölu bíla Volkswagen og fyrirtækið hefur sáralítið tapað af markaðshlutdeild sinni í álfunni, þó svo að hún hafi lækkað í Bandaríkjunum. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu var stórvöxtur í bílasölu á milli ára í maí. Í stærsta bílasölulandinu Þýskalandi varð 12% vöxtur í sölu og þar seldust 286.931 bíll, en þar í landi hefur bílasala vaxið um 6,8% það sem af er ári og svo virðist sem hún rísi með hverjum mánuðinum. Í Frakklandi varð þó meiri vöxtur eða 22% og enn meiri á Ítalíu eða uppá 27%. Á Spáni varð 21% vöxtur í bílasölu. Þessi fjögur lönd telja þrjá fjórðu af bílasölu í álfunni. Bílasala í Evrópu stefnir í 15 milljón bíla í ár og vöxt uppá um 10% á milli ára. Það þýðir þó ekki að bílasala sé að ná þeim hæðum sem hún náði hæst fyrir efnahagskreppuna árið 2008. Merkilegt þykir að sala bíla Volkswagen er einkar góð og svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafa ekki haft mikil áhrif á sölu bíla Volkswagen og fyrirtækið hefur sáralítið tapað af markaðshlutdeild sinni í álfunni, þó svo að hún hafi lækkað í Bandaríkjunum.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent