Golf

Andri bætti vallarmetið á Hlíðavelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andri slær hér á Hlíðavelli í dag.
Andri slær hér á Hlíðavelli í dag. mynd/gsí
Símamótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í dag.

GR-ingurinn Andri Þór Björnsson leiðir eftir fyrsta hringinn sem var frábær hjá honum. Andri Þór kom í hús á 64 höggum eða 8 höggum undir pari. Þetta er vallarmet á Hlíðavelli.

Andri gerði engin mistök á hringnum og fékk alls átta fugla. Frábærar aðstæður og veðurblíða skemmdu svo ekki fyrir.

Það sást líka almennt á skorinu sem var mjög gott. Magnús Lárusson og Gísli Sveinbergsson eru jafnir í öðru sæti á 6 höggum undir pari.

Alfreð Brynjar Kristinsson er svo á fjórum höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×