Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fylkir 1-0 | Heimamenn stálu sigrinum í blálokin Tryggvi Páll Tryggvason á Ólafsvíkurvelli skrifar 5. júní 2016 20:00 Ólsarar eru búnir að vinna fjóra leiki í Pepsi-deildinni. vísir/vilhelm Víkingur Ólafsvík tryggði sér þriðja heimasigurinn í röð í efstu deild þegar liðið lagði Fylkismenn á heimavelli í kvöld. Björn Pálsson skoraði eina mark leiksins á 93. mínútu með bylmingsskoti. Hann var nýkominn inn á sem varamaður og var skotið nánast hans fyrsta snerting. Fylkismenn eru enn lánlausir og á botninum en þeir voru mikið mun betri í leiknum og gerðu í raun allt sem þurfti til þess að vinna leikinn, nema skora mörk. Heimamenn tylla sér hins vegar í toppsætið, í það minnsta um tíma, með sigrinum í kvöld.Af hverju vann Víkingur Ó.Það er í raun ótrúlegt að heimamenn hafi náð stigunum þremur hér í kvöld. Fylkismenn voru mikið mun betri aðilinn í alla staði nánast frá fyrstu mínútu. Aftur og aftur komust þeir í góð færi en klaufaskapur í sambland við einskæra óheppni kom í veg fyrir að botnliðið næði að halda heim á lið með öll stigin í farteskinu. Ejub Puricevic þjálfari heimamanna græddi þó á því að eiga ferskar lappir og það var fátt sem Ólafur Íshólm í mark Fylkismanna gat gert í draumamarkinu sem Björn Pálsson, nýkominn inn á sem varamaður skoraði á 93. mínútu. Fylkismenn gerðu nánast allt rétt í leiknum nema það að skora mark. Það er þó það sem skiptir máli og í þeirri deild voru heimamenn með yfirhöndina.Hvað gekk vel?Sóknarleikur Fylkismanna var að mörgu leyti til fyrirmyndar, þrátt fyrir markaleysið. Aftur og aftur komust kantmenn þeirra inn fyrir vörn Ólsara þar sem þeir sköpuðu mikinn usla. Ragnar Bragi var frábær í frjálsu hlutverki fyrir aftan Garðar Jóhanneson. Í raun er ótrúlegt að Fylkismenn hafi ekki skorað í þessum leik, svo mörg og góð færi og stöður komu þeir sér í. Varnarleikur þeirra var einnig þéttur. Bakverðir og miðverðir Fylkis voru með framlínu heimamanna í vasanum, ekki létt verk verandi að takast á við Hrvoje Tokic, markahæsta leikmann deildarinnar. Fylkismenn unnu einnig baráttuna alls staðar inn á vellinum en Víkingar geta í raun prísað sig sæla með það að hafa náð í stigin þrjú úr þessum leik. Að sama skapi verður Ejub að fá prik fyrir góðar skiptingar. Á 60. mínútu setti hann William Dominguez Da Silva inn á við það náði Víkingur smá fótfestu í leiknum. Það var svo hann sem átti fyrirgjöfina á annan varamann, Björn Pálsson, þegar hann skoraði sigurmarkið.Hvað gekk illa?Allur sóknarleikur Víkinga var í lamasessi í leiknum. Tokic var afar einangraður í framlínunni og heimamenn náðu aldrei að byggja upp spill inni á vellinum. Í stað þess beittu þeir löngum sendingum aftur og aftur sem varnarmenn Fylkis átu upp í hvert einasta skipti. Að sama skapi þurfa Fylkismenn að nýta færin sín betur. Oft í leiknum komust þeir í góðar stöður í og við teig heimamanna en ákvarðanatakan var yfirleitt slæm. Annað hvort skutu menn í fyrsta eða tóku of margar snertingar. Þetta er eitthvað sem Hermann þarf að fínpússa.Hvað gerist næst?Fylkismenn sitja eftir á botninum, enn án sigurs, með aðeins tvo stig. Það er ákveðinn stígandi í liðinu og Fylkir gat varla spilað þennan leik mikið betur. Það skiptir þó í raun litlu máli þegar uppskeran er engin og ljóst að nú þurfa menn að fara vel yfir sín mál í Árbænum. Heimamenn geta vel við unað. Byrjun þeirra hefur farið fram úr björtustu vonum og er liðið nú þegar komið með 14 stig en árið 2013, á síðasta tímabili liðsins í efstu deild, nældi liðið sér í 17. Falldraugurinn sem búist var við að myndi elta Víkinga á tímabilinu er löngu búinn að færa sig um set og heimamenn hljóta að láta sig dreyma um Evrópubolta á næsta tímabili.Ejub: Fyrirfram hefði ég þegið helming þeirra stiga sem við erum með Ejub Puricevic, þjálfari heimamanna, var afar sáttur með sína menn og sagði sigurinn varla hafa geta orðið mikið sætari en þann sem vannst í kvöld. „Það var mjög sætt að skora á síðustu mínútu, sérstaklega í leik þar sem andstæðingurinn er mikið betri í fyrri hálfleik og við í erfiðleikum.“ Leikmenn Fylkis komu gríðarlega öflugir til leiks og réði leiknum frá a-ö í fyrri hálfleik. Leikurinn jafnaðist út í þeim seinni en fátt benti til þess að Víkingar myndu stela sigrinum. Ejub segir að sínir menn séu örlítið þreyttir eftir átökin í byrjun sumars „Í fyrri hálfleik lítum við út eins og lið sem er bæði þungt og þreytt sem er kannski ekki skrýtið þar sem flestir okkar leikmann hafa spilað allar mínúturnar í þessum leikjum í deild og bikar,“ en Ejub vill meina að liðið hafi uppskorið fyrir það að hafa haldið haus allan leikinn, þrátt fyrir mótbyr. „Aðalmálið er að við héldum haus allan tíman, við héldum skipulagi og skoruðum fínt mark. Það er það skem skiptir máli.“ Skiptingar hans voru afar vel heppnaðar og breyttu gangi leiksins, William og Björn Pálsson komu báðir inn á og áttu stærstan þátt í sigurmarkinu. Ejub gefur þó lítið fyrir það þegar blaðamaður reynir að hrósa honum fyrir þær. „Sumir byrja, sumir koma inn á. Ég t.d. stillti lið upp í dag því að sumir voru meiddir og aðrir ekki að æfa. Stundum heppnast það, stundum ekki.“ Víkingar eru nú komnir í allra efsta hluta deildarinnar og mega vel við una með stigin sín fjórtán. Ejub segir þó að markmiðið sé enn að sleppa við fallið. „Ég er mjög sáttur í dag. Ef einhver fyrirfram hefði gefið mér helming þessarar stigai fyrirfram hefði ég þegið þau. Miðað við okkar hóp og okkar lið er það enn kraftaverk ef við náum að halda okkur uppi,“ sagði nokkuð kátur þjálfari heimamanna eftir leikinn í kvöld.Hermann: Veit ekki hvað við þurfum að gera til að fá þrjú stigHermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkismanna, var niðurbrotinn eftir leikinn í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi vart geta spilað betri bolta. „Við spiluðum frábæran fótbolta.Það var bjargað á línu, við skutum í slá og áttum hugsanlega að fá vítaspyrnu. Það er hægt að tala um ýmislegt en við vorum miklu betri á vellinum, það sáu það allir, “ sagði Hermann sem átti í erfiðleikum með að finna orðin til þess að lýsa svekkelsi sínu með því að hafa tapað leiknum í kvöld í blálokin. „Við vorum frábærir í 90 mínútur. Það er alveg ömurlegt að vinna þetta ekki í dag. Ég veit ekki hvað við þurfum að gera til að fá þrjú stig, kannski spila eins og fávitar?“ spurði Hermann en liðið hans situr nú á botninum með aðeins tvo stig. Það er þó ýmis jákvæð teikn á loft en spilamennska liðsins hefur snarbatnað að undanförnu eftir brösuga byrjun. Var liðið til að mynda afar óheppið að ná ekki öllum stigunum gegn Fjölni í síðustu umferð. „Við erum búnir að finna góðan takt. Þetta er fjórði leikurinn í röð þar sem við erum töluvert betri aðilinn í leiknum. Við höfum fengið færin en það er víst ekki nóg.“Björn: Dilly Ding Dilly Dong „Þetta var ótrúlega sætt og verður ekkert mikið betra en þetta,“ sagði Björn Pálsson, hetja Víkings Ó., en hann skoraði sigurmark heimamanna gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Fylkismenn voru mikið mun betri í leiknum en allt kom fyrir ekki og skoraði Björnr með þrumufleyg á 93. mínútu eftir að hann var nýkominn inn á sem varamaður. „Þetta var sérstaklega gaman í ljósi þess að ég fæ sjaldan að vera svona framarlega á vellinum. Það var yndislegt að sjá boltann syngja í netinu,“ sagði Björn. Víkingur Ó. eru nú með 14 stig og vantar aðeins þrjú í að liðið jafni stigafjöldann frá árinu 2013 er liðið var síðast í úrvalsdeildinni þegar það féll með 17 stig. Björn segir að markmið tímabilsins liggi alveg fyrir en kannski verði hægt að endurskoða það síðar. „Við ætlum fyrst að ná í tuttugu stig eða hvað við þurfum til þess að halda okkur uppi. Svo sjáum við hvort við getum ekki gert eins og Leicester gerði. Við segjum bara eins og Claudio Ranieri, Dilly Ding Dilly Dong,“ sagði afar glaður Björn Pálsson eftir leik í kvöld. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Víkingur Ólafsvík tryggði sér þriðja heimasigurinn í röð í efstu deild þegar liðið lagði Fylkismenn á heimavelli í kvöld. Björn Pálsson skoraði eina mark leiksins á 93. mínútu með bylmingsskoti. Hann var nýkominn inn á sem varamaður og var skotið nánast hans fyrsta snerting. Fylkismenn eru enn lánlausir og á botninum en þeir voru mikið mun betri í leiknum og gerðu í raun allt sem þurfti til þess að vinna leikinn, nema skora mörk. Heimamenn tylla sér hins vegar í toppsætið, í það minnsta um tíma, með sigrinum í kvöld.Af hverju vann Víkingur Ó.Það er í raun ótrúlegt að heimamenn hafi náð stigunum þremur hér í kvöld. Fylkismenn voru mikið mun betri aðilinn í alla staði nánast frá fyrstu mínútu. Aftur og aftur komust þeir í góð færi en klaufaskapur í sambland við einskæra óheppni kom í veg fyrir að botnliðið næði að halda heim á lið með öll stigin í farteskinu. Ejub Puricevic þjálfari heimamanna græddi þó á því að eiga ferskar lappir og það var fátt sem Ólafur Íshólm í mark Fylkismanna gat gert í draumamarkinu sem Björn Pálsson, nýkominn inn á sem varamaður skoraði á 93. mínútu. Fylkismenn gerðu nánast allt rétt í leiknum nema það að skora mark. Það er þó það sem skiptir máli og í þeirri deild voru heimamenn með yfirhöndina.Hvað gekk vel?Sóknarleikur Fylkismanna var að mörgu leyti til fyrirmyndar, þrátt fyrir markaleysið. Aftur og aftur komust kantmenn þeirra inn fyrir vörn Ólsara þar sem þeir sköpuðu mikinn usla. Ragnar Bragi var frábær í frjálsu hlutverki fyrir aftan Garðar Jóhanneson. Í raun er ótrúlegt að Fylkismenn hafi ekki skorað í þessum leik, svo mörg og góð færi og stöður komu þeir sér í. Varnarleikur þeirra var einnig þéttur. Bakverðir og miðverðir Fylkis voru með framlínu heimamanna í vasanum, ekki létt verk verandi að takast á við Hrvoje Tokic, markahæsta leikmann deildarinnar. Fylkismenn unnu einnig baráttuna alls staðar inn á vellinum en Víkingar geta í raun prísað sig sæla með það að hafa náð í stigin þrjú úr þessum leik. Að sama skapi verður Ejub að fá prik fyrir góðar skiptingar. Á 60. mínútu setti hann William Dominguez Da Silva inn á við það náði Víkingur smá fótfestu í leiknum. Það var svo hann sem átti fyrirgjöfina á annan varamann, Björn Pálsson, þegar hann skoraði sigurmarkið.Hvað gekk illa?Allur sóknarleikur Víkinga var í lamasessi í leiknum. Tokic var afar einangraður í framlínunni og heimamenn náðu aldrei að byggja upp spill inni á vellinum. Í stað þess beittu þeir löngum sendingum aftur og aftur sem varnarmenn Fylkis átu upp í hvert einasta skipti. Að sama skapi þurfa Fylkismenn að nýta færin sín betur. Oft í leiknum komust þeir í góðar stöður í og við teig heimamanna en ákvarðanatakan var yfirleitt slæm. Annað hvort skutu menn í fyrsta eða tóku of margar snertingar. Þetta er eitthvað sem Hermann þarf að fínpússa.Hvað gerist næst?Fylkismenn sitja eftir á botninum, enn án sigurs, með aðeins tvo stig. Það er ákveðinn stígandi í liðinu og Fylkir gat varla spilað þennan leik mikið betur. Það skiptir þó í raun litlu máli þegar uppskeran er engin og ljóst að nú þurfa menn að fara vel yfir sín mál í Árbænum. Heimamenn geta vel við unað. Byrjun þeirra hefur farið fram úr björtustu vonum og er liðið nú þegar komið með 14 stig en árið 2013, á síðasta tímabili liðsins í efstu deild, nældi liðið sér í 17. Falldraugurinn sem búist var við að myndi elta Víkinga á tímabilinu er löngu búinn að færa sig um set og heimamenn hljóta að láta sig dreyma um Evrópubolta á næsta tímabili.Ejub: Fyrirfram hefði ég þegið helming þeirra stiga sem við erum með Ejub Puricevic, þjálfari heimamanna, var afar sáttur með sína menn og sagði sigurinn varla hafa geta orðið mikið sætari en þann sem vannst í kvöld. „Það var mjög sætt að skora á síðustu mínútu, sérstaklega í leik þar sem andstæðingurinn er mikið betri í fyrri hálfleik og við í erfiðleikum.“ Leikmenn Fylkis komu gríðarlega öflugir til leiks og réði leiknum frá a-ö í fyrri hálfleik. Leikurinn jafnaðist út í þeim seinni en fátt benti til þess að Víkingar myndu stela sigrinum. Ejub segir að sínir menn séu örlítið þreyttir eftir átökin í byrjun sumars „Í fyrri hálfleik lítum við út eins og lið sem er bæði þungt og þreytt sem er kannski ekki skrýtið þar sem flestir okkar leikmann hafa spilað allar mínúturnar í þessum leikjum í deild og bikar,“ en Ejub vill meina að liðið hafi uppskorið fyrir það að hafa haldið haus allan leikinn, þrátt fyrir mótbyr. „Aðalmálið er að við héldum haus allan tíman, við héldum skipulagi og skoruðum fínt mark. Það er það skem skiptir máli.“ Skiptingar hans voru afar vel heppnaðar og breyttu gangi leiksins, William og Björn Pálsson komu báðir inn á og áttu stærstan þátt í sigurmarkinu. Ejub gefur þó lítið fyrir það þegar blaðamaður reynir að hrósa honum fyrir þær. „Sumir byrja, sumir koma inn á. Ég t.d. stillti lið upp í dag því að sumir voru meiddir og aðrir ekki að æfa. Stundum heppnast það, stundum ekki.“ Víkingar eru nú komnir í allra efsta hluta deildarinnar og mega vel við una með stigin sín fjórtán. Ejub segir þó að markmiðið sé enn að sleppa við fallið. „Ég er mjög sáttur í dag. Ef einhver fyrirfram hefði gefið mér helming þessarar stigai fyrirfram hefði ég þegið þau. Miðað við okkar hóp og okkar lið er það enn kraftaverk ef við náum að halda okkur uppi,“ sagði nokkuð kátur þjálfari heimamanna eftir leikinn í kvöld.Hermann: Veit ekki hvað við þurfum að gera til að fá þrjú stigHermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkismanna, var niðurbrotinn eftir leikinn í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi vart geta spilað betri bolta. „Við spiluðum frábæran fótbolta.Það var bjargað á línu, við skutum í slá og áttum hugsanlega að fá vítaspyrnu. Það er hægt að tala um ýmislegt en við vorum miklu betri á vellinum, það sáu það allir, “ sagði Hermann sem átti í erfiðleikum með að finna orðin til þess að lýsa svekkelsi sínu með því að hafa tapað leiknum í kvöld í blálokin. „Við vorum frábærir í 90 mínútur. Það er alveg ömurlegt að vinna þetta ekki í dag. Ég veit ekki hvað við þurfum að gera til að fá þrjú stig, kannski spila eins og fávitar?“ spurði Hermann en liðið hans situr nú á botninum með aðeins tvo stig. Það er þó ýmis jákvæð teikn á loft en spilamennska liðsins hefur snarbatnað að undanförnu eftir brösuga byrjun. Var liðið til að mynda afar óheppið að ná ekki öllum stigunum gegn Fjölni í síðustu umferð. „Við erum búnir að finna góðan takt. Þetta er fjórði leikurinn í röð þar sem við erum töluvert betri aðilinn í leiknum. Við höfum fengið færin en það er víst ekki nóg.“Björn: Dilly Ding Dilly Dong „Þetta var ótrúlega sætt og verður ekkert mikið betra en þetta,“ sagði Björn Pálsson, hetja Víkings Ó., en hann skoraði sigurmark heimamanna gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Fylkismenn voru mikið mun betri í leiknum en allt kom fyrir ekki og skoraði Björnr með þrumufleyg á 93. mínútu eftir að hann var nýkominn inn á sem varamaður. „Þetta var sérstaklega gaman í ljósi þess að ég fæ sjaldan að vera svona framarlega á vellinum. Það var yndislegt að sjá boltann syngja í netinu,“ sagði Björn. Víkingur Ó. eru nú með 14 stig og vantar aðeins þrjú í að liðið jafni stigafjöldann frá árinu 2013 er liðið var síðast í úrvalsdeildinni þegar það féll með 17 stig. Björn segir að markmið tímabilsins liggi alveg fyrir en kannski verði hægt að endurskoða það síðar. „Við ætlum fyrst að ná í tuttugu stig eða hvað við þurfum til þess að halda okkur uppi. Svo sjáum við hvort við getum ekki gert eins og Leicester gerði. Við segjum bara eins og Claudio Ranieri, Dilly Ding Dilly Dong,“ sagði afar glaður Björn Pálsson eftir leik í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira