„Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir ekki hægt að hætta við kosningar í haust en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ekki sé samstaða innan flokksins um nauðsyn þess að halda kosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins hefur meðal annars haldið því sjónarmiði á lofti. Þá hefur forsætisráðherra áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. Sigurður Ingi var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ítrekaði hann það sem hann hefur reyndar sagt margoft áður, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, að það verði kosið til Alþingis í haust. Miðstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gær og sagði Sigurður Ingi að mikil eindregni og samstaða hefði einkennt fundinn. „Við gengum út sem miklu öflugri flokkur heldur en dagana á undan,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagðist hann aðspurður telja að Sigmundur Davíð ætti sér viðreisnar von í stjórnmálum og að hann myndi styðja formanninn ef hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram.Sigmundur hefði átt að útskýra málið strax Forsætisráðherra var einnig spurður út í það hvað honum hefði þótt verst við framgöngu Sigmundar Davíðs í tengslum við Panama-skjölin. „Það sem ég held að megi segja, og ég held að Sigmundur hafi gert ágætlega grein fyrir því, að viðbrögðin eftir þetta viðtal hefðu getað verið öll önnur, bæði að upplýsa okkur í flokknum og þjóðina alla,“ sagði Sigurður og bætti við að Sigmundur hefði haldið að hann gæti útskýrt málið fyrir fjölmiðlamönnum eftir á. Það hefði hins vegar ekki skipt neinu máli og því hefði verið miklu betra ef hann hefði komið fram og útskýrt málið strax. Sigurður Ingi telur ekki að Panama-stormurinn hafi fælt fólk frá því að taka þátt í starfi Framsóknarflokksins. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að fólk hafi almennt síður áhuga á að taka þátt í stjórnmálum vegna óvæginnar gagnrýni í garð stjórnmálamanna. „Og þá er ég ekki bara að tala um Framsóknarflokkinn,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að það væri persónuleg ákvörðun að fara í stjórnmál en sú ákvörðun hefði áhrif á marga, til að mynda fjölskyldu stjórnmálamannsins. „Það er ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum eða í kommentum við fréttir.“ Bætti hann við að það væri mikilvægt að þverskurður þjóðarinnar væri á þingi og því ylli þetta honum áhyggjum. Á þingi mættu ekki bara sitja embættismenn eða fólk sem hefði „alist upp í flokkunum.“ Umræðan gæti hins vegar fælt hæft fólk frá þátttöku í stjórnmálum. Kosningar 2016 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir ekki hægt að hætta við kosningar í haust en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ekki sé samstaða innan flokksins um nauðsyn þess að halda kosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins hefur meðal annars haldið því sjónarmiði á lofti. Þá hefur forsætisráðherra áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. Sigurður Ingi var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ítrekaði hann það sem hann hefur reyndar sagt margoft áður, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, að það verði kosið til Alþingis í haust. Miðstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gær og sagði Sigurður Ingi að mikil eindregni og samstaða hefði einkennt fundinn. „Við gengum út sem miklu öflugri flokkur heldur en dagana á undan,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagðist hann aðspurður telja að Sigmundur Davíð ætti sér viðreisnar von í stjórnmálum og að hann myndi styðja formanninn ef hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram.Sigmundur hefði átt að útskýra málið strax Forsætisráðherra var einnig spurður út í það hvað honum hefði þótt verst við framgöngu Sigmundar Davíðs í tengslum við Panama-skjölin. „Það sem ég held að megi segja, og ég held að Sigmundur hafi gert ágætlega grein fyrir því, að viðbrögðin eftir þetta viðtal hefðu getað verið öll önnur, bæði að upplýsa okkur í flokknum og þjóðina alla,“ sagði Sigurður og bætti við að Sigmundur hefði haldið að hann gæti útskýrt málið fyrir fjölmiðlamönnum eftir á. Það hefði hins vegar ekki skipt neinu máli og því hefði verið miklu betra ef hann hefði komið fram og útskýrt málið strax. Sigurður Ingi telur ekki að Panama-stormurinn hafi fælt fólk frá því að taka þátt í starfi Framsóknarflokksins. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að fólk hafi almennt síður áhuga á að taka þátt í stjórnmálum vegna óvæginnar gagnrýni í garð stjórnmálamanna. „Og þá er ég ekki bara að tala um Framsóknarflokkinn,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að það væri persónuleg ákvörðun að fara í stjórnmál en sú ákvörðun hefði áhrif á marga, til að mynda fjölskyldu stjórnmálamannsins. „Það er ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum eða í kommentum við fréttir.“ Bætti hann við að það væri mikilvægt að þverskurður þjóðarinnar væri á þingi og því ylli þetta honum áhyggjum. Á þingi mættu ekki bara sitja embættismenn eða fólk sem hefði „alist upp í flokkunum.“ Umræðan gæti hins vegar fælt hæft fólk frá þátttöku í stjórnmálum.
Kosningar 2016 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira