Íslenski boltinn

Hetja Ólsara: Dilly Ding Dilly Dong

Tryggvi Páll Tryggvason á Ólafsvíkurvelli skrifar
Björn Pálsson tryggði Víkingum stigin þrjú gegn Fylki.
Björn Pálsson tryggði Víkingum stigin þrjú gegn Fylki. vísir/valli
„Þetta var ótrúlega sætt og verður ekkert mikið betra en þetta,“ sagði Björn Pálsson, hetja Víkings Ó., en hann skoraði sigurmark heimamanna gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld.

Fylkismenn voru mikið mun betri í leiknum en allt kom fyrir ekki og skoraði Björnr með þrumufleyg á 93. mínútu eftir að hann var nýkominn inn á sem varamaður.

„Þetta var sérstaklega gaman í ljósi þess að ég fæ sjaldan að vera svona framarlega á vellinum. Það var yndislegt að sjá boltann syngja í netinu,“ sagði Björn.

Víkingur Ó. eru nú með 14 stig og vantar aðeins þrjú í að liðið jafni stigafjöldann frá árinu 2013 er liðið var síðast í úrvalsdeildinni þegar það féll með 17 stig. Björn segir að markmið tímabilsins liggi alveg fyrir en kannski verði hægt að endurskoða það síðar.

„Við ætlum fyrst að ná í 23 stig eða hvað við þurfum til þess að halda okkur uppi. Svo sjáum við hvort við getum ekki gert eins og Ranieri gerði. Við segjum eins og hann: Dilly Ding Dilly Dong. Þegar við erum komnir með 23 stig stefnum við svo kannski á sjöunda sætið.“ sagði afar glaður Björn Pálsson eftir leik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×