Íslenski boltinn

Milos: Ég vil helst gleyma þessum leik

Smári Jökull Jónsson skrifar
Milos Milojevic, þjálfari Víkings.
Milos Milojevic, þjálfari Víkings. Vísir/ernir
Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Fjölni í kvöld. Víkingar sitja í 9.sæti deildarinnar eftir tapið.

„Ég vil helst gleyma þessum leik. En sigur þeirra eru verðskuldaður, við tökum ekkert af þeim. Þeir fundu sig betur, nýttu sín færi vel á meðan við gerum það ekki.

„Við vorum reyndar ekki að skapa neitt mikið. Það er erfitt að spila gegn liði sem er að skapa með 11 leikmönnum sem eru tilbúnir að berjast á meðan við erum með 6,“ sagði Milos í samtali við Vísi að leik loknum.

Sóknarleikur Víkinga var bitlaus í leiknum og ógnuðu þeir marki Fjölnismanna sjaldan.

„Spilamennskan hjá okkur og holningin á liðinu í dag var ekki góð. Niðurstaðan fer eftir frammistöðunni og hún var ekki góð í gær. Það á að vera hægt að koma í veg fyrir mörkin sem þeir skoruðu en við gerðum það ekki. Ef maður fær tvö mörk á sig í hverjum leik er erfitt að safna stigum reglulega. Það gengur stundum en ekki alltaf,“ bætti Milos við.

„Við lögðum upp með að spila okkar leik og loka á það sem þeir eru góðir í. Mér fannst við vera búnir að loka vel á Martin (Lund Pedersen) þar til þeir skora. Það komu nokkur tengd mistök og þegar það gerist endar það oft með marki. Við erum ekki betri en síðasti leikur segir og hann segir 2-1 sigur fyrir Fjölni,“ sagði Milos að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×