Heimir um Lars við BBC: Ég hef mjólkað hann eins og kú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 14:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. Vísir/Ernir BBC gerði mikið úr því að Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands á EM, sé tannlæknir í hálfu starfi í umfjöllun stöðvarinnar um íslenska fótboltalandsliðið en þjálfarar liðsins fá þar mikið hrós fyrir að hafa komið litla Íslandi inn á EM karla í fótbolta. Heimir Hallgrímsson er lærður tannlæknir og hefur starfað sem slíkur meðfram fótboltaþjálfuninni en eftir EM ætlar hann að einbeita sér að fullu að þjálfun íslenska landsliðsins. Heimir mun taka við liðinu einn eftir Evrópumótið þar sem að Lars Lagerbäck hefur ákveðið að segja þetta gott. Heimir er þakklátur fyrir samstarfið við Lars Lagerbäck og segir Svíann haga kennt sér mikið. „Ég hef mjólkað hann eins og kú. Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með Lars. Ég hef notað tíma minn með honum til að læra eins mikið og mögulegt var," sagði Heimir Hallgrímsson við BBC. Lars Lagerbäck segist líka hafa notið samstarfsins með Heimi. "Í byrjun reyndi ég að læra íslensku en ég var bara of latur. Fyrir gamlan mann er gott að hafa ungan metnaðarfullan mann sér við hlið," sagði Lagerbäck. Blaðamaður BBC bendir á það að það sé ekki algengt í dag að lið sé með tvo þjálfara en hvað gerist þegar þeir eru ekki sammála. „Við förum sænsku leiðina," svarar Heimir í gríni og bætir við: „Við höldum bara áfram að tala og tala." Það er hægt að sjá alla umfjöllun BBC um íslenska landsliðið með því að smella hér eða skoða myndbandið hér fyrir neðan. Síðasti heimaleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld þegar íslensku strákarnir spila vináttulandsleik við Liechtenstein. Þetta er jafnframt lokaleikur liðsins fyrir EM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal eftir átta daga. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
BBC gerði mikið úr því að Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands á EM, sé tannlæknir í hálfu starfi í umfjöllun stöðvarinnar um íslenska fótboltalandsliðið en þjálfarar liðsins fá þar mikið hrós fyrir að hafa komið litla Íslandi inn á EM karla í fótbolta. Heimir Hallgrímsson er lærður tannlæknir og hefur starfað sem slíkur meðfram fótboltaþjálfuninni en eftir EM ætlar hann að einbeita sér að fullu að þjálfun íslenska landsliðsins. Heimir mun taka við liðinu einn eftir Evrópumótið þar sem að Lars Lagerbäck hefur ákveðið að segja þetta gott. Heimir er þakklátur fyrir samstarfið við Lars Lagerbäck og segir Svíann haga kennt sér mikið. „Ég hef mjólkað hann eins og kú. Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með Lars. Ég hef notað tíma minn með honum til að læra eins mikið og mögulegt var," sagði Heimir Hallgrímsson við BBC. Lars Lagerbäck segist líka hafa notið samstarfsins með Heimi. "Í byrjun reyndi ég að læra íslensku en ég var bara of latur. Fyrir gamlan mann er gott að hafa ungan metnaðarfullan mann sér við hlið," sagði Lagerbäck. Blaðamaður BBC bendir á það að það sé ekki algengt í dag að lið sé með tvo þjálfara en hvað gerist þegar þeir eru ekki sammála. „Við förum sænsku leiðina," svarar Heimir í gríni og bætir við: „Við höldum bara áfram að tala og tala." Það er hægt að sjá alla umfjöllun BBC um íslenska landsliðið með því að smella hér eða skoða myndbandið hér fyrir neðan. Síðasti heimaleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld þegar íslensku strákarnir spila vináttulandsleik við Liechtenstein. Þetta er jafnframt lokaleikur liðsins fyrir EM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal eftir átta daga.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira