Er Porsche að framleiða “baby”-Panamera? Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 15:30 Hvað skildi þetta vera frá Porsche? Myndir hafa náðst af prófunum á Porsche bíl með fjórum hurðum sem er miklu minni en Porsche Panamera, eina fólksbíl Porsche í dag með fjórum hurðum. Einhverjir hafa giskað á að þarna fari coupe útgáfa af Porsche Panamera með sama undirvagni en aðrir telja að þar fari glænýr bíll með nýjum undirvagni. Útlit þessa bíls staðsetur hann einhversstaðar á milli Porsche 911 og Porsche Panamera. Porsche hefur ekkert látið uppi um þennan bíl. Bíll af þessari stærð með pláss fyrir 4 farþega ætti að eiga vænan kaupendahóp þar sem margir sem hugsað geta sér bíl með akstursgetu Porsche bíla hafa ekki keypt sér Porsche 911, Porsche Boxster eða Cayman vegna þess að þeir rúma aðeins tvo farþega. Því kæmi þessi útfærsla bíls frá Porsche ekki mikið á óvart. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Myndir hafa náðst af prófunum á Porsche bíl með fjórum hurðum sem er miklu minni en Porsche Panamera, eina fólksbíl Porsche í dag með fjórum hurðum. Einhverjir hafa giskað á að þarna fari coupe útgáfa af Porsche Panamera með sama undirvagni en aðrir telja að þar fari glænýr bíll með nýjum undirvagni. Útlit þessa bíls staðsetur hann einhversstaðar á milli Porsche 911 og Porsche Panamera. Porsche hefur ekkert látið uppi um þennan bíl. Bíll af þessari stærð með pláss fyrir 4 farþega ætti að eiga vænan kaupendahóp þar sem margir sem hugsað geta sér bíl með akstursgetu Porsche bíla hafa ekki keypt sér Porsche 911, Porsche Boxster eða Cayman vegna þess að þeir rúma aðeins tvo farþega. Því kæmi þessi útfærsla bíls frá Porsche ekki mikið á óvart.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent