Lars vann sextíu prósent leikjanna á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 08:30 Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldi. Vísir/Anton Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið og það var ógleymanleg stund þegar hann var hylltur á vellinum af leikmönnum íslenska liðsins, starfsmönnum KSÍ og að sjálfsögðu öllum áhorfendunum sem mættu til að kveðja þennan frábæra þjálfara. Frábær fjögur ár eru brátt á enda en fyrst ætlar Lars Lagerbäck þó að reyna að fara sem lengst með íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið flaug til Frakklands í gær og er búið að koma sér vel fyrir í smábænum Annecy.Sjá einnig:Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Það er gaman að skoða tölfræði Lars Lagerbäck í leikjum sínum í Laugardalnum því hún er ekki að slakari gerðinni. Fyrsti leikur Lars á Laugardalsvellinum var á móti Færeyjum haustið 2012 en leikurinn á móti Liechtenstein var fimmtándi leikur Svíans sem þjálfara íslenska landsliðsins í Laugardalnum. Lars vann bæði fyrsta leikinn (2-0 á móti Færeyjum 15. ágúst 2012) og fyrsta keppnisleikinn (2-0 á móti Noregi 7. september 2012) á Laugardalsvellinum. Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í lokaleik Lars Lagerbäck sem þýddi að hann náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í tíu leikjum á þjóðarleikvanginum. Ef við gefum líka stig fyrir vináttuleikina þá náði íslenska landsliðið í 73 prósent stiga í boði í leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck í Laugardalnum eða liðið var með 10 sigrar og 3 jafntefli í 5 leikjum.Sjá einnig:Lagerbäck aldrei upplifað annan eins fjölmiðlaágang Lars Lagerbäck kom þrisvar til Íslands sem þjálfari sænska landsliðsins. Hann tapaði fyrsta leiknum árið 2000 þegar Tommy Söderberg þjálfaði með honum en fagnaði síðan sigrum í leikjum sínum í Laugardalnum 2004 og 2005. Lars var í raun með betri árangur með íslenska landsliðið í Laugardalnum (73 prósent stiga í húsi) en í leikjunum þremur með sænska liðið (67 prósent stiga í húsi). EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið og það var ógleymanleg stund þegar hann var hylltur á vellinum af leikmönnum íslenska liðsins, starfsmönnum KSÍ og að sjálfsögðu öllum áhorfendunum sem mættu til að kveðja þennan frábæra þjálfara. Frábær fjögur ár eru brátt á enda en fyrst ætlar Lars Lagerbäck þó að reyna að fara sem lengst með íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið flaug til Frakklands í gær og er búið að koma sér vel fyrir í smábænum Annecy.Sjá einnig:Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Það er gaman að skoða tölfræði Lars Lagerbäck í leikjum sínum í Laugardalnum því hún er ekki að slakari gerðinni. Fyrsti leikur Lars á Laugardalsvellinum var á móti Færeyjum haustið 2012 en leikurinn á móti Liechtenstein var fimmtándi leikur Svíans sem þjálfara íslenska landsliðsins í Laugardalnum. Lars vann bæði fyrsta leikinn (2-0 á móti Færeyjum 15. ágúst 2012) og fyrsta keppnisleikinn (2-0 á móti Noregi 7. september 2012) á Laugardalsvellinum. Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í lokaleik Lars Lagerbäck sem þýddi að hann náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í tíu leikjum á þjóðarleikvanginum. Ef við gefum líka stig fyrir vináttuleikina þá náði íslenska landsliðið í 73 prósent stiga í boði í leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck í Laugardalnum eða liðið var með 10 sigrar og 3 jafntefli í 5 leikjum.Sjá einnig:Lagerbäck aldrei upplifað annan eins fjölmiðlaágang Lars Lagerbäck kom þrisvar til Íslands sem þjálfari sænska landsliðsins. Hann tapaði fyrsta leiknum árið 2000 þegar Tommy Söderberg þjálfaði með honum en fagnaði síðan sigrum í leikjum sínum í Laugardalnum 2004 og 2005. Lars var í raun með betri árangur með íslenska landsliðið í Laugardalnum (73 prósent stiga í húsi) en í leikjunum þremur með sænska liðið (67 prósent stiga í húsi).
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira