Fótbolti

Við höfum séð myndirnar af svölu strákunum okkar en hér er myndbandið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason er einn af svölu strákunum okkar.
Alfreð Finnbogason er einn af svölu strákunum okkar. Vísir/EPA
Íslensku strákarnir í fótboltalandsliðinu mættu til Annecy í Frakklandi í gær þangað sem liðið flaug beint frá Keflavík.

Íslenska liðið mun dveljast í Annecy á meðan riðlakeppni Evrópumótsins stendur yfir. Ferðin gekk mjög vel í alla staði samkvæmt frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands og þegar lent var í Frakklandi tók var móttökuathöfn áður en var keyrt áleiðis á hótelið í Annecy.

Í gær birtust myndir af strákunum koma út úr flugvélinni jakkaklæddir og flottir og sumir svo svalir að margir misstu sig á Twitter. Það er allvega ljóst að út úr vélinni komu menn svo klæddir og tilbúnir fyrir stóra sviðið á EM í Frakklandi.

Á næstu dögum taka við æfingar við prýðilegar aðstæður í Frakklandi en veðurspáin er á þá leið að eitthvað mun rigna en hlýtt verður í veðri.

Fyrsti leikur íslenska liðsins er á þriðjudaginn, 14. júní, en þá mætir Ísland sterku liði Portúgals.

Síminn hefur birt myndband af strákunum koma út úr flugvélinni í Annecy. Við höfum séð myndirnar af svölu strákunum okkar en hér fyrir neðan er myndbandið. „Best klædda karlalandslið Evrópu er lent í Frakklandi,“ segir í umfjöllun Símans um myndbandið og það er vel hægt að taka undir það.


Tengdar fréttir

Lars vann sextíu prósent leikjanna á Laugardalsvellinum

Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið og það var ógleymanleg stund þegar hann var hylltur á vellinum af leikmönnum íslenska liðsins, starfsmönnum KSÍ og að sjálfsögðu öllum áhorfendunum sem mættu til að kveðja þennan frábæra þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×