Það er alltaf einhver afhjúpun í gangi þegar maður sýnir list Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2016 10:30 "Á svona sýningu sést hvað maður hugsar, hvert maður horfir og hvað maður sér,“ segir Sara. Mynd/Hanna Sara Björnsdóttir myndlistarkona stendur í tiltekt þegar ég næ í hana í síma. Hún er á förum til London eftir að hafa sett upp sýninguna Flâneur (Flandrarinn) í Gerðarsafni í Kópavogi sem er liður í Listahátíð í Reykjavík. „Ég er að keppast við að losa íbúð sem ég fékk á leigu meðan á dvöl minni stóð – ég á náttúrlega hvergi heima,“ segir Sara til skýringar. Kveðst reyndar hafa frestað brottför af landinu um viku, frá upphaflegri áætlun. „Sýningin fangaði mig svo að ég fékk allt of lítinn tíma með fjölskyldu minni og ákvað að vera í viku í viðbót því hér á ég foreldra, systkini, son og barnabarn.“ Sara flutti út í fyrra – ótímabundið. „Ég fékk níu mánaða listamannalaun og ákvað að nota þau í London, fara í vinnubúðir – og svo líður mér bara svo vel þar.“ Sýningin Flâneur er eitt umfangsmesta verkefni Söru hingað til. „Rýmið er stórt, tæpir 500 fermetrar og allt þarf að passa,“ útskýrir hún. Flest verkin eru textaklippiverk sem hún kveðst hafa unnið á þeim níu mánuðum sem hún hefur dvalið í London. Þó slæðist þar inn gömul uppáhaldsverk sem pössuðu inn í Flâneur-þemað og líðan hennar á síðustu mánuðum. Einnig eru þar ljósmyndir, bæði innrammaðar og varpað upp á vegg. Hún nefnir stóra mynd sem margir halda að sé vatnslituð, að hennar sögn, en er af rakabletti í loftinu á vinnustofunni hennar. „Það er mjög kvenlæg ljósmynd, svo ég segi nú ekki meira,“ segir hún sposk. Á sýningunni eru vídeó, klippur af ýmsu sem hrífur Söru á gönguferðum um borgina. Líka saga sem hún skrifaði og las inn á band, hún hljómar í einu horni á íslensku og öðru horni á ensku. „Sagan tengir öll verkin á sýningunni. Hún byrjar áður en ég fór til London og lýsir því af hverju ég fór. Mér fannst gott að koma út, því í London er maður ósýnilegur, en ég var líka alveg rosalega einmana. Það skín örugglega út úr þessari sýningu. Ég var oft að taka myndir af pörum en líka bara niður fyrir lappirnar á mér – í þungum þönkum. En í svona einsemd er hreinsun og það á sér stað einhver endurnýjun því þegar maður fær þennan frið þá getur maður vaxið.“ Þegar Sara kom heim með list sína í farteskinu kveðst hún hafa verið full efa um hvort efnið mundi virka og hvort það nægði í sali Gerðarsafns. „Ég var í öngum mínum meðan ég var að setja upp verkin. Systir mín tók um hendurnar á mér og sagði: „En Sara, þér líður alltaf svona fyrir sýningar.“ Á endanum var ég sátt. En maður er kvika og það er alltaf afhjúpun í gangi þegar maður sýnir list, þar sést hvað maður hugsar, hvert maður horfir og hvað maður sér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sara Björnsdóttir myndlistarkona stendur í tiltekt þegar ég næ í hana í síma. Hún er á förum til London eftir að hafa sett upp sýninguna Flâneur (Flandrarinn) í Gerðarsafni í Kópavogi sem er liður í Listahátíð í Reykjavík. „Ég er að keppast við að losa íbúð sem ég fékk á leigu meðan á dvöl minni stóð – ég á náttúrlega hvergi heima,“ segir Sara til skýringar. Kveðst reyndar hafa frestað brottför af landinu um viku, frá upphaflegri áætlun. „Sýningin fangaði mig svo að ég fékk allt of lítinn tíma með fjölskyldu minni og ákvað að vera í viku í viðbót því hér á ég foreldra, systkini, son og barnabarn.“ Sara flutti út í fyrra – ótímabundið. „Ég fékk níu mánaða listamannalaun og ákvað að nota þau í London, fara í vinnubúðir – og svo líður mér bara svo vel þar.“ Sýningin Flâneur er eitt umfangsmesta verkefni Söru hingað til. „Rýmið er stórt, tæpir 500 fermetrar og allt þarf að passa,“ útskýrir hún. Flest verkin eru textaklippiverk sem hún kveðst hafa unnið á þeim níu mánuðum sem hún hefur dvalið í London. Þó slæðist þar inn gömul uppáhaldsverk sem pössuðu inn í Flâneur-þemað og líðan hennar á síðustu mánuðum. Einnig eru þar ljósmyndir, bæði innrammaðar og varpað upp á vegg. Hún nefnir stóra mynd sem margir halda að sé vatnslituð, að hennar sögn, en er af rakabletti í loftinu á vinnustofunni hennar. „Það er mjög kvenlæg ljósmynd, svo ég segi nú ekki meira,“ segir hún sposk. Á sýningunni eru vídeó, klippur af ýmsu sem hrífur Söru á gönguferðum um borgina. Líka saga sem hún skrifaði og las inn á band, hún hljómar í einu horni á íslensku og öðru horni á ensku. „Sagan tengir öll verkin á sýningunni. Hún byrjar áður en ég fór til London og lýsir því af hverju ég fór. Mér fannst gott að koma út, því í London er maður ósýnilegur, en ég var líka alveg rosalega einmana. Það skín örugglega út úr þessari sýningu. Ég var oft að taka myndir af pörum en líka bara niður fyrir lappirnar á mér – í þungum þönkum. En í svona einsemd er hreinsun og það á sér stað einhver endurnýjun því þegar maður fær þennan frið þá getur maður vaxið.“ Þegar Sara kom heim með list sína í farteskinu kveðst hún hafa verið full efa um hvort efnið mundi virka og hvort það nægði í sali Gerðarsafns. „Ég var í öngum mínum meðan ég var að setja upp verkin. Systir mín tók um hendurnar á mér og sagði: „En Sara, þér líður alltaf svona fyrir sýningar.“ Á endanum var ég sátt. En maður er kvika og það er alltaf afhjúpun í gangi þegar maður sýnir list, þar sést hvað maður hugsar, hvert maður horfir og hvað maður sér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira