Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Leiknir 4-1 | Íslandsmeistararnir örugglega áfram Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar 8. júní 2016 21:45 Steven Lennon skoraði glæsilegt mark. Vísir/eyþór Íslandsmeistarar FH unnu öruggan 4-1 sigur á 1. deildar liði Leiknis í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld og komust auðveldlega áfram í átta liða úrslitin. Emil Pálsson skoraði fyrsta markið á fjórtándu mínútu en staðan var 1-0 í hálfleik. Óttar Bjarni Guðmundsson, miðvörður Leiknis, skoraði sjálfsmark í byrjun seinni hálfleiks og þeir Steven Lennon og Kristján Flóki Finnbogason bættu við þriðja og fjórða markinu á 61. og 63. mínútu. Kristján Páll Jónsson klóraði í bakkann fyrir Leikni á 89. mínútu leiksins með fallegu marki en Leiknismenn eru nú búnir að fá á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum í deild og bikar. FH verður í pottinum þegar dregið verður til átta liða úrslitanna en Leiknismenn eru úr leik. Sextán liða úrslitin klárast á morgun.Af hverju vann FH ?Það er kannski ekkert sérstaklega flókið. Gæðamunurinn á liðunum er gríðarlega mikill og var FH með fullkomna stjórn á leiknum alveg frá fyrstu mínútu. Hvort sem það var aftast á vellinum, miðjunni eða fremst, FH hafði meiri gæði í hverri einustu stöðu. Kannski ekkert skrítið, liðin eru ekki í sömu deild.Þessir stóðu upp úrEmil Pálsson, Jérémy Serwy, Kristján Flóki og Davíð Þór Viðarsson áttu allir frábæran leik. Sérstaklega má taka fyrir Kristján Flóka. Hann barðist eins og ljón allan leikinn og vildi greinilega sýna Heimi Guðjónssyni að hann á heima í byrjunarliðinu.Hvað gekk illa?Varnarleikur Leiknis var í molum, rétt eins og gegn Grindvíkingum í síðustu umferð í Inkasso-deildinni. Þá fékk liðið einnig á sig fjögur mörk. Liðið þarf að bæta varnarleik sinn og leikmenn liðsins og þjálfarar vita það. Það eina sem hægt er að gangrýna við FH-liðið er að leikmenn liðsins hefðu í raun átt að skora fleiri mörk, þeir fengu heldur betur færin.Hvað gerist næst?FH mætir Val í næstu viku og er um algjöran stórleika að ræða í Pepsi-deildinni. Valsmenn hafa verið svona upp og niður og þetta gæti verið erfiður leikur fyrir FH-inga. Leiknir mætir aftur á móti KA í stórleik næstu umferðar í Inkasso-deildinni og þar verður hart barist. Kristján: Erum að leka inn allt of mörgum mörkumKristján Guðmundsson„Þetta var erfitt kvöld fyrir okkur og við vorum að reyna espa menn upp í einhverja baráttu í stöðunni 1-0 þegar þetta var ennþá leikur,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis, eftir tapið gegn FH í kvöld. „Það gekk ekki og við lákum allt of mörgum mörkum inn í síðari hálfleiknum og þau voru öll alveg hrikalega ljót.“ Leiknir tapaði illa 4-0 fyrir Grindavík í síðustu umferð. „Við vildum reyna forðast aðra eins markasúpu eins og þá. Þetta gekk svosem allt í lagi hjá okkur í fyrri hálfleik. Það sem við þurfum að laga er ennþá sóknarleikurinn og núna er varnarleikurinn að bætast ofan á það,“ segir Kristján sem ætlar að laga þessa hluti fyrir leikinn gegn KA um næstu helgi í Inkasso-deildinni. Heimir: Flóki átti heldur betur skilið að skora„Mér fannst við spila góðan fótbolta á köflum í kvöld,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Boltinn fékk að ganga vel innan liðsins, við sköpuðum okkur góð færi og byrjuðum seinni hálfleikinn sterkt.“ Heimir segist vera ánægður með að hafa komist í gegnum þennan leik án meiðsla. „Menn mættu í þennan leik með gott hugafar. Leiknisliðið er þannig lið að það gefst aldrei upp, en við náðum að opna þá. Ég var mjög ánægður þegar Flóki náði að skora, mér fannst hann eiga það skilið.“ FH mætir Val þann 16. júní í Pepsi-deildinni. „Það verður hörkuleikur. Við spiluðum við þá í meistara meistarana og þá var jafntefli 3-3 eftir venjulegan leiktíma. Valsarar eru með hörkulið og mjög öflugir þarna á Valsvellinum, á gervigrasinu sem þeir vökva bara öðru megin.“ Davíð Þór: Þurfum að vinna þrjá leiki í viðbót til að vinna þetta mót„Á endanum var þetta nokkuð þægilegur sigur hjá okkur, við fengum frekar ódýrt mörk,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir sigurinn í kvöld. „Það hjálpaði okkur mjög mikið að bæta við öðru marki í upphafi síðari hálfleiksins. Við vorum staðráðnir í því að reyna svona að klára þennan leik með stæl og gefa ekki færi á neinu.“ FH varð síðast bikarmeistari árið 2010. „Það er alltaf þannig að við viljum vinna það sem er í boði og það hefur alltaf verið þannig undanfarin ár. Okkur hefur aftur á móti gengið mjög illa í bikarnum og það er eitthvað sem við höfum talað um og erum staðráðnir í að breyta því. Við þurfum að vinna þrjá leiki í viðbóta til að vinna þetta mót og ég hef trú á því að það gangi eftir.“ Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Íslandsmeistarar FH unnu öruggan 4-1 sigur á 1. deildar liði Leiknis í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld og komust auðveldlega áfram í átta liða úrslitin. Emil Pálsson skoraði fyrsta markið á fjórtándu mínútu en staðan var 1-0 í hálfleik. Óttar Bjarni Guðmundsson, miðvörður Leiknis, skoraði sjálfsmark í byrjun seinni hálfleiks og þeir Steven Lennon og Kristján Flóki Finnbogason bættu við þriðja og fjórða markinu á 61. og 63. mínútu. Kristján Páll Jónsson klóraði í bakkann fyrir Leikni á 89. mínútu leiksins með fallegu marki en Leiknismenn eru nú búnir að fá á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum í deild og bikar. FH verður í pottinum þegar dregið verður til átta liða úrslitanna en Leiknismenn eru úr leik. Sextán liða úrslitin klárast á morgun.Af hverju vann FH ?Það er kannski ekkert sérstaklega flókið. Gæðamunurinn á liðunum er gríðarlega mikill og var FH með fullkomna stjórn á leiknum alveg frá fyrstu mínútu. Hvort sem það var aftast á vellinum, miðjunni eða fremst, FH hafði meiri gæði í hverri einustu stöðu. Kannski ekkert skrítið, liðin eru ekki í sömu deild.Þessir stóðu upp úrEmil Pálsson, Jérémy Serwy, Kristján Flóki og Davíð Þór Viðarsson áttu allir frábæran leik. Sérstaklega má taka fyrir Kristján Flóka. Hann barðist eins og ljón allan leikinn og vildi greinilega sýna Heimi Guðjónssyni að hann á heima í byrjunarliðinu.Hvað gekk illa?Varnarleikur Leiknis var í molum, rétt eins og gegn Grindvíkingum í síðustu umferð í Inkasso-deildinni. Þá fékk liðið einnig á sig fjögur mörk. Liðið þarf að bæta varnarleik sinn og leikmenn liðsins og þjálfarar vita það. Það eina sem hægt er að gangrýna við FH-liðið er að leikmenn liðsins hefðu í raun átt að skora fleiri mörk, þeir fengu heldur betur færin.Hvað gerist næst?FH mætir Val í næstu viku og er um algjöran stórleika að ræða í Pepsi-deildinni. Valsmenn hafa verið svona upp og niður og þetta gæti verið erfiður leikur fyrir FH-inga. Leiknir mætir aftur á móti KA í stórleik næstu umferðar í Inkasso-deildinni og þar verður hart barist. Kristján: Erum að leka inn allt of mörgum mörkumKristján Guðmundsson„Þetta var erfitt kvöld fyrir okkur og við vorum að reyna espa menn upp í einhverja baráttu í stöðunni 1-0 þegar þetta var ennþá leikur,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis, eftir tapið gegn FH í kvöld. „Það gekk ekki og við lákum allt of mörgum mörkum inn í síðari hálfleiknum og þau voru öll alveg hrikalega ljót.“ Leiknir tapaði illa 4-0 fyrir Grindavík í síðustu umferð. „Við vildum reyna forðast aðra eins markasúpu eins og þá. Þetta gekk svosem allt í lagi hjá okkur í fyrri hálfleik. Það sem við þurfum að laga er ennþá sóknarleikurinn og núna er varnarleikurinn að bætast ofan á það,“ segir Kristján sem ætlar að laga þessa hluti fyrir leikinn gegn KA um næstu helgi í Inkasso-deildinni. Heimir: Flóki átti heldur betur skilið að skora„Mér fannst við spila góðan fótbolta á köflum í kvöld,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Boltinn fékk að ganga vel innan liðsins, við sköpuðum okkur góð færi og byrjuðum seinni hálfleikinn sterkt.“ Heimir segist vera ánægður með að hafa komist í gegnum þennan leik án meiðsla. „Menn mættu í þennan leik með gott hugafar. Leiknisliðið er þannig lið að það gefst aldrei upp, en við náðum að opna þá. Ég var mjög ánægður þegar Flóki náði að skora, mér fannst hann eiga það skilið.“ FH mætir Val þann 16. júní í Pepsi-deildinni. „Það verður hörkuleikur. Við spiluðum við þá í meistara meistarana og þá var jafntefli 3-3 eftir venjulegan leiktíma. Valsarar eru með hörkulið og mjög öflugir þarna á Valsvellinum, á gervigrasinu sem þeir vökva bara öðru megin.“ Davíð Þór: Þurfum að vinna þrjá leiki í viðbót til að vinna þetta mót„Á endanum var þetta nokkuð þægilegur sigur hjá okkur, við fengum frekar ódýrt mörk,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir sigurinn í kvöld. „Það hjálpaði okkur mjög mikið að bæta við öðru marki í upphafi síðari hálfleiksins. Við vorum staðráðnir í því að reyna svona að klára þennan leik með stæl og gefa ekki færi á neinu.“ FH varð síðast bikarmeistari árið 2010. „Það er alltaf þannig að við viljum vinna það sem er í boði og það hefur alltaf verið þannig undanfarin ár. Okkur hefur aftur á móti gengið mjög illa í bikarnum og það er eitthvað sem við höfum talað um og erum staðráðnir í að breyta því. Við þurfum að vinna þrjá leiki í viðbóta til að vinna þetta mót og ég hef trú á því að það gangi eftir.“
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira