Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. júní 2016 18:47 Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. Athugun fréttastofu leiðir hins vegar annað í ljós. Öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands var boðið að koma í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag á Vísi og var dregið um röð frambjóðenda. Næstur í röðinni er Davíð Oddsson. Davíð hefur í kosningabaráttunni rifjað upp afstöðu annarra frambjóðenda í tilteknum málum, meðal annars vegna Icesave samninganna og til stjórnarskrárbreytinga. Í viðtalinu var Davíð spurður um sína eigin fortíð.Það var til dæmis mat Rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna að bankastjórn Seðlabankans, þar sem þú varst formaður, hefði sýnt af sér vanrækslu. Hefur þetta engin áhrif á hæfi þitt til að gegna embætti forseta Íslands? „Þetta var reyndar rangt hjá þér. Ég hef leiðrétt þetta áður, þess vegna er ég svolítið hissa að þú skulir koma með þessa spurningu, sem hefur verið leiðrétt áður. Það var sko þannig að í skýrslu rannsóknanefndarinnar að þá eru sett upp ákveðnir þættir, sem að þeir sem voru nefndir, fengu tækifæri til þess að andmæla. Og eftir að slík andmæli komu fram að þá voru allir þessir þættir settir til hliðar. Það voru tvö lítil atriði, annað snéri að því að við hefðum átt að grípa fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, þó við hefðum ekki lagaheimild til þess, og annað lítið atriði sem hafði engin áhrif á það hvort bankar hrundu eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson.Icesave og erindi Glitnis Þessi tvö atriði sem Davíð vísar til varða annars vegar viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans í tilefni af erindi Landsbankans í ágúst 2008 um aðstoð við flutning Icesave reikninganna úr útibúi yfir í dótturfélag. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008.“ Hins vegar varðandi afgreiðslu bankastjórnar Seðlabankans á erindi Glitnis banka í september 2008. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Að framansögðu athuguðu er það mat rannsóknarnefndar Alþingis að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 með því að hafa ekki farið að reglum stjórnsýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu sinni að verða ekki við erindi Glitnis banka hf.”Nefndarmenn staðfesta að Davíð sýndi af sér vanrækslu Fréttastofa hafði samband við nefndarmenn í Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna. Þeir staðfesta að það hafi verið niðurstaða nefndarinnar að Davíð hefði sýnt af sér vanrækslu í þessum tveimur tilvikum.Sjónvarpsfrétt kvöldsins má sjá í spilaranum að ofan en að neðan er viðtalið við Davíð í heild sinni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Sjá meira
Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. Athugun fréttastofu leiðir hins vegar annað í ljós. Öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands var boðið að koma í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag á Vísi og var dregið um röð frambjóðenda. Næstur í röðinni er Davíð Oddsson. Davíð hefur í kosningabaráttunni rifjað upp afstöðu annarra frambjóðenda í tilteknum málum, meðal annars vegna Icesave samninganna og til stjórnarskrárbreytinga. Í viðtalinu var Davíð spurður um sína eigin fortíð.Það var til dæmis mat Rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna að bankastjórn Seðlabankans, þar sem þú varst formaður, hefði sýnt af sér vanrækslu. Hefur þetta engin áhrif á hæfi þitt til að gegna embætti forseta Íslands? „Þetta var reyndar rangt hjá þér. Ég hef leiðrétt þetta áður, þess vegna er ég svolítið hissa að þú skulir koma með þessa spurningu, sem hefur verið leiðrétt áður. Það var sko þannig að í skýrslu rannsóknanefndarinnar að þá eru sett upp ákveðnir þættir, sem að þeir sem voru nefndir, fengu tækifæri til þess að andmæla. Og eftir að slík andmæli komu fram að þá voru allir þessir þættir settir til hliðar. Það voru tvö lítil atriði, annað snéri að því að við hefðum átt að grípa fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, þó við hefðum ekki lagaheimild til þess, og annað lítið atriði sem hafði engin áhrif á það hvort bankar hrundu eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson.Icesave og erindi Glitnis Þessi tvö atriði sem Davíð vísar til varða annars vegar viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans í tilefni af erindi Landsbankans í ágúst 2008 um aðstoð við flutning Icesave reikninganna úr útibúi yfir í dótturfélag. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008.“ Hins vegar varðandi afgreiðslu bankastjórnar Seðlabankans á erindi Glitnis banka í september 2008. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Að framansögðu athuguðu er það mat rannsóknarnefndar Alþingis að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 með því að hafa ekki farið að reglum stjórnsýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu sinni að verða ekki við erindi Glitnis banka hf.”Nefndarmenn staðfesta að Davíð sýndi af sér vanrækslu Fréttastofa hafði samband við nefndarmenn í Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna. Þeir staðfesta að það hafi verið niðurstaða nefndarinnar að Davíð hefði sýnt af sér vanrækslu í þessum tveimur tilvikum.Sjónvarpsfrétt kvöldsins má sjá í spilaranum að ofan en að neðan er viðtalið við Davíð í heild sinni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Sjá meira