Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. júní 2016 18:47 Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. Athugun fréttastofu leiðir hins vegar annað í ljós. Öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands var boðið að koma í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag á Vísi og var dregið um röð frambjóðenda. Næstur í röðinni er Davíð Oddsson. Davíð hefur í kosningabaráttunni rifjað upp afstöðu annarra frambjóðenda í tilteknum málum, meðal annars vegna Icesave samninganna og til stjórnarskrárbreytinga. Í viðtalinu var Davíð spurður um sína eigin fortíð.Það var til dæmis mat Rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna að bankastjórn Seðlabankans, þar sem þú varst formaður, hefði sýnt af sér vanrækslu. Hefur þetta engin áhrif á hæfi þitt til að gegna embætti forseta Íslands? „Þetta var reyndar rangt hjá þér. Ég hef leiðrétt þetta áður, þess vegna er ég svolítið hissa að þú skulir koma með þessa spurningu, sem hefur verið leiðrétt áður. Það var sko þannig að í skýrslu rannsóknanefndarinnar að þá eru sett upp ákveðnir þættir, sem að þeir sem voru nefndir, fengu tækifæri til þess að andmæla. Og eftir að slík andmæli komu fram að þá voru allir þessir þættir settir til hliðar. Það voru tvö lítil atriði, annað snéri að því að við hefðum átt að grípa fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, þó við hefðum ekki lagaheimild til þess, og annað lítið atriði sem hafði engin áhrif á það hvort bankar hrundu eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson.Icesave og erindi Glitnis Þessi tvö atriði sem Davíð vísar til varða annars vegar viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans í tilefni af erindi Landsbankans í ágúst 2008 um aðstoð við flutning Icesave reikninganna úr útibúi yfir í dótturfélag. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008.“ Hins vegar varðandi afgreiðslu bankastjórnar Seðlabankans á erindi Glitnis banka í september 2008. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Að framansögðu athuguðu er það mat rannsóknarnefndar Alþingis að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 með því að hafa ekki farið að reglum stjórnsýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu sinni að verða ekki við erindi Glitnis banka hf.”Nefndarmenn staðfesta að Davíð sýndi af sér vanrækslu Fréttastofa hafði samband við nefndarmenn í Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna. Þeir staðfesta að það hafi verið niðurstaða nefndarinnar að Davíð hefði sýnt af sér vanrækslu í þessum tveimur tilvikum.Sjónvarpsfrétt kvöldsins má sjá í spilaranum að ofan en að neðan er viðtalið við Davíð í heild sinni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. Athugun fréttastofu leiðir hins vegar annað í ljós. Öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands var boðið að koma í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag á Vísi og var dregið um röð frambjóðenda. Næstur í röðinni er Davíð Oddsson. Davíð hefur í kosningabaráttunni rifjað upp afstöðu annarra frambjóðenda í tilteknum málum, meðal annars vegna Icesave samninganna og til stjórnarskrárbreytinga. Í viðtalinu var Davíð spurður um sína eigin fortíð.Það var til dæmis mat Rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna að bankastjórn Seðlabankans, þar sem þú varst formaður, hefði sýnt af sér vanrækslu. Hefur þetta engin áhrif á hæfi þitt til að gegna embætti forseta Íslands? „Þetta var reyndar rangt hjá þér. Ég hef leiðrétt þetta áður, þess vegna er ég svolítið hissa að þú skulir koma með þessa spurningu, sem hefur verið leiðrétt áður. Það var sko þannig að í skýrslu rannsóknanefndarinnar að þá eru sett upp ákveðnir þættir, sem að þeir sem voru nefndir, fengu tækifæri til þess að andmæla. Og eftir að slík andmæli komu fram að þá voru allir þessir þættir settir til hliðar. Það voru tvö lítil atriði, annað snéri að því að við hefðum átt að grípa fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, þó við hefðum ekki lagaheimild til þess, og annað lítið atriði sem hafði engin áhrif á það hvort bankar hrundu eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson.Icesave og erindi Glitnis Þessi tvö atriði sem Davíð vísar til varða annars vegar viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans í tilefni af erindi Landsbankans í ágúst 2008 um aðstoð við flutning Icesave reikninganna úr útibúi yfir í dótturfélag. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008.“ Hins vegar varðandi afgreiðslu bankastjórnar Seðlabankans á erindi Glitnis banka í september 2008. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Að framansögðu athuguðu er það mat rannsóknarnefndar Alþingis að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 með því að hafa ekki farið að reglum stjórnsýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu sinni að verða ekki við erindi Glitnis banka hf.”Nefndarmenn staðfesta að Davíð sýndi af sér vanrækslu Fréttastofa hafði samband við nefndarmenn í Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna. Þeir staðfesta að það hafi verið niðurstaða nefndarinnar að Davíð hefði sýnt af sér vanrækslu í þessum tveimur tilvikum.Sjónvarpsfrétt kvöldsins má sjá í spilaranum að ofan en að neðan er viðtalið við Davíð í heild sinni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira