Hannes um EM: Draumurinn er að verja síðasta vítið í vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 08:00 Hannes Þór Halldórsson fagnar í landsleik á móti Grikkjum. Vísir/AFP Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. Hannes náði sér sem betur fer, fékk nýtt tækifæri hjá norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt og spilaði sinn fyrsta landsleik í átta mánuði þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein. „Þetta var tvísýnna en fólk heldur og hefði getað farið á báða vegu," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Hann hélt hreinu á móti Liechtenstein eins og svo oft áður með landsliðinu. „Það var mikilvægt að fá þennan leik. Það var frábær tilfinning að standa aftur fyrir aftan liðið, syngja þjóðsönginn og auðvitað að halda hreinu, þó að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. Þetta var góð vítamínssprauta fyrir mig og fyrir liðið áður en mótið hefst í Frakklandi," sagði Hannes. „Reynslan hverfur ekkert og ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Ég er búinn að spila fullt af leikjum núna síðustu tvo og hálfan mánuð, svo leikformið er líka í góðu lagi," sagði Hannes í fyrrnefndu viðtali. „Núna er þetta að skella á og allt orðið raunverulegra, þannig að það er bara mikil spenna og tilhlökkun hjá manni. Við erum öllu vanir og sjóaðir, þó að við höfum ekki farið á stórmót áður. Við erum reynt lið og flestir að spila á háu stigi, allir búnir að spila stóra landsleiki þar sem að mikið hefur verið undir og við að skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasöguna. Það hefur verið mikil pressa í liðinu í þeim leikjum og við kunnum að höndla hana," sagði Hannes. Hann viðurkennir að hlakka mikið til fyrsta stórmótsins. "Maður hugar um þetta Evrópumót á hverjum degi, það er bara mismundandi um hvað maður hugsar," sagði Hannes en hver er draumurinn á EM í Frakklandi. „Auðvitað hugsar maður um allskonar draumaaðstæður, en það er líka hættulegt að hleypa sér of langt í einhverju svoleiðis. Það er ótrúlegt margt sem þarf að ganga upp til að villtustu draumar manns geti ræst. Við ætlum að gefa allt í þetta, njóta þess að vera þarna, og ég held að við verðum flottir í Frakklandi," sagði Hannes sem er klár í vítaspyrnukeppni komist íslenska liðið í útsláttarkeppnina. „Maður hefur alveg pælt í þessu öllu saman og það er kannski draumur hvers markvarðar að vinna leik með því að verja síðasta vítið í vítaspyrnukeppni. Ég upplifði það í fyrsta skiptið á ferlinum fyrir skömmu, þegar við í Bodö/Glimt fórum áfram í átta liða úrslit norska bikarsins. Það var virkileg ljúf tilfinning sem gaman væri að upplifa aftur," sagði Hannes í viðtalinu við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. Hannes náði sér sem betur fer, fékk nýtt tækifæri hjá norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt og spilaði sinn fyrsta landsleik í átta mánuði þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein. „Þetta var tvísýnna en fólk heldur og hefði getað farið á báða vegu," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Hann hélt hreinu á móti Liechtenstein eins og svo oft áður með landsliðinu. „Það var mikilvægt að fá þennan leik. Það var frábær tilfinning að standa aftur fyrir aftan liðið, syngja þjóðsönginn og auðvitað að halda hreinu, þó að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. Þetta var góð vítamínssprauta fyrir mig og fyrir liðið áður en mótið hefst í Frakklandi," sagði Hannes. „Reynslan hverfur ekkert og ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Ég er búinn að spila fullt af leikjum núna síðustu tvo og hálfan mánuð, svo leikformið er líka í góðu lagi," sagði Hannes í fyrrnefndu viðtali. „Núna er þetta að skella á og allt orðið raunverulegra, þannig að það er bara mikil spenna og tilhlökkun hjá manni. Við erum öllu vanir og sjóaðir, þó að við höfum ekki farið á stórmót áður. Við erum reynt lið og flestir að spila á háu stigi, allir búnir að spila stóra landsleiki þar sem að mikið hefur verið undir og við að skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasöguna. Það hefur verið mikil pressa í liðinu í þeim leikjum og við kunnum að höndla hana," sagði Hannes. Hann viðurkennir að hlakka mikið til fyrsta stórmótsins. "Maður hugar um þetta Evrópumót á hverjum degi, það er bara mismundandi um hvað maður hugsar," sagði Hannes en hver er draumurinn á EM í Frakklandi. „Auðvitað hugsar maður um allskonar draumaaðstæður, en það er líka hættulegt að hleypa sér of langt í einhverju svoleiðis. Það er ótrúlegt margt sem þarf að ganga upp til að villtustu draumar manns geti ræst. Við ætlum að gefa allt í þetta, njóta þess að vera þarna, og ég held að við verðum flottir í Frakklandi," sagði Hannes sem er klár í vítaspyrnukeppni komist íslenska liðið í útsláttarkeppnina. „Maður hefur alveg pælt í þessu öllu saman og það er kannski draumur hvers markvarðar að vinna leik með því að verja síðasta vítið í vítaspyrnukeppni. Ég upplifði það í fyrsta skiptið á ferlinum fyrir skömmu, þegar við í Bodö/Glimt fórum áfram í átta liða úrslit norska bikarsins. Það var virkileg ljúf tilfinning sem gaman væri að upplifa aftur," sagði Hannes í viðtalinu við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira