Mercedes Benz sýnir rafmagnsbíl í París Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 10:25 Mercedes Benz sér framtíðina í rafmagnsbílum. Mercedes Benz er með í undirbúningi mikla samkeppni við rafbílaframleiðandann Tesla með smíði fjögurra rafmagnsbíla. Benz mun kynna einn þeirra á bílasýningunni í París í haust. Þessi bíll á að vera svo til tilbúinn til framleiðslu og mun sýna hvernig þessir bíla Benz munu líta út á næstu árum, bæði að innra og ytra útliti. Þessi tiltekni bíll á þó ekki að koma á markað fyrr en árið 2019. Nýi rafmagnsbíll Mercedes Benz á að klúfa loftið betur en núverandi framleiðslubílar fyrirtækisins og því má búast við afar sportlegu útliti hans. Búist er við því að útlit bílsins verði ekki mjög frábrugðið útliti fyrri tilraunbíls fyrirtækisns, Concept IAA. Grill nýja bílsins ætti því að vera mjög frábrugðið núverandi framleiðslubílum, enda er ekki þörf á sömu kælingu og í brunabílum og loftinntök að mestu óþörf í rafmagnsbílum.Mercedes Benz Concept IAA rafmagnsbíllinn. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent
Mercedes Benz er með í undirbúningi mikla samkeppni við rafbílaframleiðandann Tesla með smíði fjögurra rafmagnsbíla. Benz mun kynna einn þeirra á bílasýningunni í París í haust. Þessi bíll á að vera svo til tilbúinn til framleiðslu og mun sýna hvernig þessir bíla Benz munu líta út á næstu árum, bæði að innra og ytra útliti. Þessi tiltekni bíll á þó ekki að koma á markað fyrr en árið 2019. Nýi rafmagnsbíll Mercedes Benz á að klúfa loftið betur en núverandi framleiðslubílar fyrirtækisins og því má búast við afar sportlegu útliti hans. Búist er við því að útlit bílsins verði ekki mjög frábrugðið útliti fyrri tilraunbíls fyrirtækisns, Concept IAA. Grill nýja bílsins ætti því að vera mjög frábrugðið núverandi framleiðslubílum, enda er ekki þörf á sömu kælingu og í brunabílum og loftinntök að mestu óþörf í rafmagnsbílum.Mercedes Benz Concept IAA rafmagnsbíllinn.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent