Stanford-nauðgarinn: „Ég gerði mistök, ég drakk of mikið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2016 11:04 Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóla. Hann nauðgaði meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð háskólans. vísir Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt ef marka má yfirlýsingu hans sem hann sendi til dómarans í málinu og Guardian birtir hluta úr á vefsíðu sinni. Dómurinn hefur vakið hörð viðbrögð enda þykir mörgum hann ekki í samræmi við alvarleika glæpsins. Í bréfi sem konan sem Turner nauðgaði las upp fyrir hann þegar dómur var kveðinn upp lýsir hún meðal annars angistinni sem hún hefur upplifað yfir því að Turner hafi ekki sýnt neina iðrun vegna glæpsins sem hann framdi: að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám um miðja nótt.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“Óskar þess að hann hefði aldrei smakkað dropa af áfengi þetta kvöld Turner var nemandi í Stanford-háskóla þegar hann nauðgaði konunni og ein af stjörnum sundliðs skólans en þegar málið kom upp var honum vikið úr skólanum. Í yfirlýsingu sinni segist Turner óska þess að hann hefði aldrei smakkað dropa af áfengið kvöldið sem hann nauðgaði konunni. Þá vill hann opna augu almennings fyrir því að líf fólks geti eyðilagst vegna drykkju og slæmra ákvarðana sem maður tekur þegar maður er fullur: „Ein ákvörðun sem getur mögulega eyðilagt líf þitt. Ég veit að ég get haft áhrif á viðhorf fólks til háskólamenningarinnar sem mörgum finnst að eigi að einkennast af ofdrykkju og lauslæti. Mig langar að útmá þá hugmynd að drykkja og djamm séu það sem einkenni lífstíl þinn þegar þú ert í háskóla. Ég gerði mistök, ég drakk of mikið og ákvarðanir mínir særðu einhvern. En ég ætlaði aldrei að særa hana. Slæm ákvarðanataka mín og of mikil drykkju særðu einhvern þessa nótt og ég vildi að ég gæti tekið það allt til baka,“ sagði Turner í yfirlýsingu sinni.Sjá einnig: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámanaSýni engan vilja til þess að viðurkenna brot sitt Bæði konan og saksóknari í málinu lýstu því yfir við réttarhöldin að yfirlýsing Turner væri hjómið eitt og sýndi engan vilja af hans hálfu til þess að viðurkenna brot sitt þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir þess efnis að konan hafi verið meðvitundarlaus og þá staðreynd að kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur. Að mati dómarans skipti þessi sýn Turner hins vegar ekki máli. „Ég tek orð hans fyrir því að yfirlýsing hans endurspegli upplifun hans á því sem gerðist þetta kvöld,“ sagði dómarinn. Að mati margra endurspeglar yfirlýsing Turner það sem aktívistar hafa kallað nauðgunarmenningu, það er umhverfi þar sem kynferðisofbeldi er normalíserað og fórnarlömbunum kennt um glæpinn.Hættulegt og ógnandi viðhorf „Fólk þarf að vita að svona viðhorf er hættulegt,“ segir konan, sem enn hefur ekki komið fram undir nafni í fjölmiðlum, í viðtali við Guardian. Hún segir það jafnframt ógnandi og að málið snúist ekki bara um hana. „Þetta snýst um meira en mínar tilfinningar og öryggi mitt. Þetta snýst um öryggi allra. Það er ekki bara mér sem líður illa. Þetta er hreinn ótti og reiðin sem blossað hefur upp er vegna þess að fólk er óttaslegið og því líður illa.“Hér má sjá umfjöllun Guardian um málið og lesa hluta af yfirlýsingu Turner. Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt ef marka má yfirlýsingu hans sem hann sendi til dómarans í málinu og Guardian birtir hluta úr á vefsíðu sinni. Dómurinn hefur vakið hörð viðbrögð enda þykir mörgum hann ekki í samræmi við alvarleika glæpsins. Í bréfi sem konan sem Turner nauðgaði las upp fyrir hann þegar dómur var kveðinn upp lýsir hún meðal annars angistinni sem hún hefur upplifað yfir því að Turner hafi ekki sýnt neina iðrun vegna glæpsins sem hann framdi: að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám um miðja nótt.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“Óskar þess að hann hefði aldrei smakkað dropa af áfengi þetta kvöld Turner var nemandi í Stanford-háskóla þegar hann nauðgaði konunni og ein af stjörnum sundliðs skólans en þegar málið kom upp var honum vikið úr skólanum. Í yfirlýsingu sinni segist Turner óska þess að hann hefði aldrei smakkað dropa af áfengið kvöldið sem hann nauðgaði konunni. Þá vill hann opna augu almennings fyrir því að líf fólks geti eyðilagst vegna drykkju og slæmra ákvarðana sem maður tekur þegar maður er fullur: „Ein ákvörðun sem getur mögulega eyðilagt líf þitt. Ég veit að ég get haft áhrif á viðhorf fólks til háskólamenningarinnar sem mörgum finnst að eigi að einkennast af ofdrykkju og lauslæti. Mig langar að útmá þá hugmynd að drykkja og djamm séu það sem einkenni lífstíl þinn þegar þú ert í háskóla. Ég gerði mistök, ég drakk of mikið og ákvarðanir mínir særðu einhvern. En ég ætlaði aldrei að særa hana. Slæm ákvarðanataka mín og of mikil drykkju særðu einhvern þessa nótt og ég vildi að ég gæti tekið það allt til baka,“ sagði Turner í yfirlýsingu sinni.Sjá einnig: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámanaSýni engan vilja til þess að viðurkenna brot sitt Bæði konan og saksóknari í málinu lýstu því yfir við réttarhöldin að yfirlýsing Turner væri hjómið eitt og sýndi engan vilja af hans hálfu til þess að viðurkenna brot sitt þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir þess efnis að konan hafi verið meðvitundarlaus og þá staðreynd að kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur. Að mati dómarans skipti þessi sýn Turner hins vegar ekki máli. „Ég tek orð hans fyrir því að yfirlýsing hans endurspegli upplifun hans á því sem gerðist þetta kvöld,“ sagði dómarinn. Að mati margra endurspeglar yfirlýsing Turner það sem aktívistar hafa kallað nauðgunarmenningu, það er umhverfi þar sem kynferðisofbeldi er normalíserað og fórnarlömbunum kennt um glæpinn.Hættulegt og ógnandi viðhorf „Fólk þarf að vita að svona viðhorf er hættulegt,“ segir konan, sem enn hefur ekki komið fram undir nafni í fjölmiðlum, í viðtali við Guardian. Hún segir það jafnframt ógnandi og að málið snúist ekki bara um hana. „Þetta snýst um meira en mínar tilfinningar og öryggi mitt. Þetta snýst um öryggi allra. Það er ekki bara mér sem líður illa. Þetta er hreinn ótti og reiðin sem blossað hefur upp er vegna þess að fólk er óttaslegið og því líður illa.“Hér má sjá umfjöllun Guardian um málið og lesa hluta af yfirlýsingu Turner.
Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42