Enginn ferðamaður mótmælt bílastæðagjaldi á Þingvöllum Snærós Sindradóttir skrifar 30. maí 2016 07:00 Þingmaðurinn Róbert Marshall minntist á raðir við gjaldtækin á miðvikudag. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær, sunnudag, var það sama uppi á teningnum og ein vélin biluð. Fréttablaðið/Anton Brink Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla, segir að bílastæðin séu svo yfirfull að samhliða gjaldtökunni þurfi nú starfsfólk til að stýra umferð um bílastæðin og aðstoða ferðafólk. „Þetta er í góðum framgangi skulum við segja. Það sem kemur okkur jákvæðast á óvart er að ferðamenn eru ekkert ragir við að borga stöðumælagjöld. Við höfum varla hitt mann sem hefur muldrað yfir því,“ segir Einar. Samkvæmt reglugerð forsætisráðuneytisins kostar 500 krónur fyrir fólksbíl að leggja við Þingvelli. Jeppar greiða 750 krónur og hópferðabílar greiða á bilinu 1.500 til 3.000 krónur. Raðir hafa myndast við greiðsluvélarnar og þegar Fréttablaðið bar að garði í dag hafði önnur vélin af tveimur bilað á efra stæði Þingvalla. „Við höfum verið að keyra þetta af stað síðan í síðustu viku. Við höfum líka verið að læra á nýja rútínu með þessu, hvernig tækin virka úti á vettvangi, og reynt að skynja hvernig þetta leggst í ferðamenn,“ segir Einar. Starfsfólk hefur þurft að aðstoða ferðamenn vegna kortavandræða og við að skilja fyrirkomulagið. „Þetta hefur gengið alveg ágætlega gagnvart öllum sem vilja koma og borga. Það virðist ekki vera nein hindrun fyrir ferðamenn og aðra að borga en það hafa verið nettruflanir að hrjá okkur á Þingvöllum almennt og það hefur verið að stríða okkur inn á milli.“ Eins og áður segir hefur ekki komið til vandræða við að fá fólk til að borga. „Maður var búinn undir það ef menn færi að reka í rogastans yfir þessu en við höfum engan hitt sem hefur kvartað yfir því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla, segir að bílastæðin séu svo yfirfull að samhliða gjaldtökunni þurfi nú starfsfólk til að stýra umferð um bílastæðin og aðstoða ferðafólk. „Þetta er í góðum framgangi skulum við segja. Það sem kemur okkur jákvæðast á óvart er að ferðamenn eru ekkert ragir við að borga stöðumælagjöld. Við höfum varla hitt mann sem hefur muldrað yfir því,“ segir Einar. Samkvæmt reglugerð forsætisráðuneytisins kostar 500 krónur fyrir fólksbíl að leggja við Þingvelli. Jeppar greiða 750 krónur og hópferðabílar greiða á bilinu 1.500 til 3.000 krónur. Raðir hafa myndast við greiðsluvélarnar og þegar Fréttablaðið bar að garði í dag hafði önnur vélin af tveimur bilað á efra stæði Þingvalla. „Við höfum verið að keyra þetta af stað síðan í síðustu viku. Við höfum líka verið að læra á nýja rútínu með þessu, hvernig tækin virka úti á vettvangi, og reynt að skynja hvernig þetta leggst í ferðamenn,“ segir Einar. Starfsfólk hefur þurft að aðstoða ferðamenn vegna kortavandræða og við að skilja fyrirkomulagið. „Þetta hefur gengið alveg ágætlega gagnvart öllum sem vilja koma og borga. Það virðist ekki vera nein hindrun fyrir ferðamenn og aðra að borga en það hafa verið nettruflanir að hrjá okkur á Þingvöllum almennt og það hefur verið að stríða okkur inn á milli.“ Eins og áður segir hefur ekki komið til vandræða við að fá fólk til að borga. „Maður var búinn undir það ef menn færi að reka í rogastans yfir þessu en við höfum engan hitt sem hefur kvartað yfir því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent