Nýjasta mynd leikarans Johnny Depp fékk ekki góðar móttökur í kvikmyndahúsum um heim allan um helgina og má svo sannarlega segja að hún hafi floppað.
Um er að ræða kvikmyndina Alice Through The Looking Glass sem er framhaldsmynd um Lísu í Undralandi.
Mikið hefur verið fjallað um Depp í fjölmiðlum seinustu daga og meinta líkamsárás hans á eiginkonu sína Amber Heard.
Heard hefur sótt um skilnað frá Depp eftir 15 mánaða hjónaband og fékk fyrir helgi dæmt nálgunarbann á Depp. Samkvæmt skjölum sem Heard lagði fram fyrir dómi segist hún lifa í stöðugum ótta við að Depp komi heim til hennar og ógni henni, bæði líkamlega og andlega.
Fyrri myndin um Lísu í Undralandi tók inn 1,2 milljarða Bandaríkjad0llara fyrir sex árum. Seinni myndin tók inn 35 milljónir dollara í þeim 3760 kvikmyndahúsum sem hún var sýnd í um helgina og eru það skelfilegar viðtökur.