Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Víkingur Ó. 1-1 | Sjötta mark Tokic í sumar tryggði Ólsurum stig Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 30. maí 2016 22:00 Þórarinn Ingi Valdimarsson átti fínan leik í kvöld. vísir/anton Hrvoje Tokic tryggði Víkingi Ó. mikilvægt stig gegn Íslandsmeisturum FH þegar hann jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok í leik liðanna í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. FH-ingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en hefndist fyrir að nýta ekki færin sem þeir sköpuðu. Steven Lennon kom FH yfir á 28. mínútum en Fimleikafélaginu tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir góð færi. Það var svo Tokic sem jafnaði metin í 1-1 á 86. mínútu með sínu sjötta marki í sumar en Króatinn er markahæstur í Pepsi-deildinni. Liðin eru enn jöfn að stigum (11) en FH-ingar eru ofar í töflunni sökum betri markatölu.Af hverju varð jafntefli? FH-ingar geta sjálfum sér um kennt og engum öðrum að hafa ekki klárað leikinn. Þetta var ekki besti leikur Fimleikafélagsins en það fékk nóg af færum til að klára leikinn. Lennon skoraði mark FH en fór illa með nokkur góð færi. Ólsarar misstu aldrei trúna og þrátt fyrir að lenda í erfiðleikum á köflum náðu þeir að tryggja sér afar dýrmætt stig á heimavelli meistarana. Víkingar steinlágu fyrir Fjölni fyrir rúmri viku en hafa svarað með tveimur fínum leikjum gegn Stjörnunni og FH. Þeir geta verið himinlifandi með uppskeruna hingað til á tímabilinu.Þessir stóðu upp úr Bergsveinn Ólafsson og Kassim Doumbia voru mjög sterkir í vörn FH og ná vel saman. Þórarinn Ingi Valdimarsson átti fínan leik og hefði að ósekju mátt klára leikinn. Lennon var duglegur að hlaupa í svæðin inn fyrir vörn Víkinga en fór illa með færin sín. Víkingar gáfu allt í leikinn þrátt fyrir að hafa spilað 120 mínútur gegn Stjörnunni í Borgunarbikarnum á fimmtudaginn. Skipulagið hélt ágætlega og þá átti Cristian Martinez Liberato góðan leik í markinu og varði m.a. frábærlega skalla frá Bjarna Þór Viðarssyni í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? FH-ingar voru ekki nógu duglegir að sparka boltanum yfir línuna og það vantaði meiri einbeitingu og yfirvegun til að ganga frá leiknum. Varnarleikurinn var í góðu lagi en Jonathan Hendrickx klikkaði illa í jöfnunarmarkinu. Þetta er annar leikurinn í röð sem FH missir unnin leik niður í jafntefli og meistararnir verða að sýna meira drápseðli til að klára leikina. Ólsarar voru veikir fyrir þegar FH-ingar settu boltann aftur fyrir vörn þeirra. Aleix Egea Acame er ágætis leikmaður en er full gjarn á að æða út úr vörninni og skilur mikið pláss eftir sig. Sóknarleikur Víkings var lengst af bitlaus en markið var laglegt og kom eftir gott spil upp vinstri kantinn.Hvað gerist næst? FH á erfiðan leik fyrir höndum gegn toppliði Breiðabliks á sunnudaginn og þremur dögum síðar mæta FH-ingar Leikni R. í Borgunarbikarnum. Víkingar fá Fylki í heimsókn í næstu umferð og hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að koma sér upp í 14 stig.Heimir: Mættum ekki á svæðið í seinni hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ekki sáttur með að fá aðeins eitt stig út úr leiknum gegn nýliðum Víkings Ó. í kvöld. „Yfirleitt er engum nema þér sjálfum um að kenna ef leikir eða stig tapast. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og létum boltann ganga, sköpuðum færi og skoruðum mark,“ sagði Heimir eftir leik. „En í seinni hálfleik mættum við ekki á svæðið. Við sættum okkur við 1-0 stöðuna í staðinn fyrir að sýna alvöru drápseðli. Þegar staðan er 1-0 getur allt gerst og varnarleikurinn í markinu var barnalegur. „Þeir gáfust aldrei upp og gerðu sig breiða í seinni hálfleik,“ bætti Heimir við. FH er með 11 stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Heimir er ekki sáttur með uppskeruna. „Nei, alls ekki. Það eru vonbrigði. Við þurfum að stíga upp og spila í 90 mínútur. Það er ekki hægt að spila bara í 45 mínútur. Það þarf að mæta á svæðið og klára leikina þegar það eru forsendur fyrir því,“ sagði Heimir að lokum.Ejub: Leikjaálagið vinnur gegn leikmönnunum Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var að vonum hæstánægður með stigið sem hans menn náðu í gegn FH í kvöld. „Fyrirfram hefði ég alltaf tekið stig hér og mér fannst við vinna fyrir því,“ sagði þjálfarinn sem fannst Ólsarar spila vel í seinni hálfleik. „Við héldum skipulagi og spiluðum taktískt mjög vel. Og við vissum að ef FH kláraði ekki leikinn myndum við fá einhver færi til að skora. „Ég sagði við mína menn að FH er með betra lið og verður alltaf með betra lið en ef við höldum skipulagi og FH leyfir okkur að koma inn í leikinn eigum við möguleika.“ Ejub er skiljanlega sáttur með framlag Hrvoje Tokic sem skoraði jöfnunarmarkið í kvöld. Króatinn er kominn með sex mörk í sumar og er markahæstur í Pepsi-deildinni. „Það er alltaf gott að hafa mann sem skorar mörk og hann gerði það í dag. En mér fannst við spila sem lið í dag og vorum skynsamir,“ sagði Ejub sem er ósáttur með leikjaálagið sem er á liðunum í Pepsi-deildinni þessa dagana. „Ég botna ekki í þessu. Við erum að spila sjö leiki á 30 dögum og þetta var fimmta ferðalagið okkar. Ég fatta ekki tilganginn, þetta vinnur nánast á móti leikmönnunum,“ sagði Ejub en hans menn spiluðu í 120 mínútur gegn Stjörnunni á fimmtudaginn. „Það liggur við að maður þurfi að hafa 25 manna hóp til að klára mótið. Í gær gat ég varla stillt upp liði. „Við erum rosalega sáttir með uppskeruna og ég er búinn að segja það, og fer ekki ofan af því, að það er meira en kraftaverk ef við náum að halda Víkingi í efstu deild,“ sagði Ejub að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Hrvoje Tokic tryggði Víkingi Ó. mikilvægt stig gegn Íslandsmeisturum FH þegar hann jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok í leik liðanna í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. FH-ingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en hefndist fyrir að nýta ekki færin sem þeir sköpuðu. Steven Lennon kom FH yfir á 28. mínútum en Fimleikafélaginu tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir góð færi. Það var svo Tokic sem jafnaði metin í 1-1 á 86. mínútu með sínu sjötta marki í sumar en Króatinn er markahæstur í Pepsi-deildinni. Liðin eru enn jöfn að stigum (11) en FH-ingar eru ofar í töflunni sökum betri markatölu.Af hverju varð jafntefli? FH-ingar geta sjálfum sér um kennt og engum öðrum að hafa ekki klárað leikinn. Þetta var ekki besti leikur Fimleikafélagsins en það fékk nóg af færum til að klára leikinn. Lennon skoraði mark FH en fór illa með nokkur góð færi. Ólsarar misstu aldrei trúna og þrátt fyrir að lenda í erfiðleikum á köflum náðu þeir að tryggja sér afar dýrmætt stig á heimavelli meistarana. Víkingar steinlágu fyrir Fjölni fyrir rúmri viku en hafa svarað með tveimur fínum leikjum gegn Stjörnunni og FH. Þeir geta verið himinlifandi með uppskeruna hingað til á tímabilinu.Þessir stóðu upp úr Bergsveinn Ólafsson og Kassim Doumbia voru mjög sterkir í vörn FH og ná vel saman. Þórarinn Ingi Valdimarsson átti fínan leik og hefði að ósekju mátt klára leikinn. Lennon var duglegur að hlaupa í svæðin inn fyrir vörn Víkinga en fór illa með færin sín. Víkingar gáfu allt í leikinn þrátt fyrir að hafa spilað 120 mínútur gegn Stjörnunni í Borgunarbikarnum á fimmtudaginn. Skipulagið hélt ágætlega og þá átti Cristian Martinez Liberato góðan leik í markinu og varði m.a. frábærlega skalla frá Bjarna Þór Viðarssyni í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? FH-ingar voru ekki nógu duglegir að sparka boltanum yfir línuna og það vantaði meiri einbeitingu og yfirvegun til að ganga frá leiknum. Varnarleikurinn var í góðu lagi en Jonathan Hendrickx klikkaði illa í jöfnunarmarkinu. Þetta er annar leikurinn í röð sem FH missir unnin leik niður í jafntefli og meistararnir verða að sýna meira drápseðli til að klára leikina. Ólsarar voru veikir fyrir þegar FH-ingar settu boltann aftur fyrir vörn þeirra. Aleix Egea Acame er ágætis leikmaður en er full gjarn á að æða út úr vörninni og skilur mikið pláss eftir sig. Sóknarleikur Víkings var lengst af bitlaus en markið var laglegt og kom eftir gott spil upp vinstri kantinn.Hvað gerist næst? FH á erfiðan leik fyrir höndum gegn toppliði Breiðabliks á sunnudaginn og þremur dögum síðar mæta FH-ingar Leikni R. í Borgunarbikarnum. Víkingar fá Fylki í heimsókn í næstu umferð og hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að koma sér upp í 14 stig.Heimir: Mættum ekki á svæðið í seinni hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ekki sáttur með að fá aðeins eitt stig út úr leiknum gegn nýliðum Víkings Ó. í kvöld. „Yfirleitt er engum nema þér sjálfum um að kenna ef leikir eða stig tapast. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og létum boltann ganga, sköpuðum færi og skoruðum mark,“ sagði Heimir eftir leik. „En í seinni hálfleik mættum við ekki á svæðið. Við sættum okkur við 1-0 stöðuna í staðinn fyrir að sýna alvöru drápseðli. Þegar staðan er 1-0 getur allt gerst og varnarleikurinn í markinu var barnalegur. „Þeir gáfust aldrei upp og gerðu sig breiða í seinni hálfleik,“ bætti Heimir við. FH er með 11 stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Heimir er ekki sáttur með uppskeruna. „Nei, alls ekki. Það eru vonbrigði. Við þurfum að stíga upp og spila í 90 mínútur. Það er ekki hægt að spila bara í 45 mínútur. Það þarf að mæta á svæðið og klára leikina þegar það eru forsendur fyrir því,“ sagði Heimir að lokum.Ejub: Leikjaálagið vinnur gegn leikmönnunum Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var að vonum hæstánægður með stigið sem hans menn náðu í gegn FH í kvöld. „Fyrirfram hefði ég alltaf tekið stig hér og mér fannst við vinna fyrir því,“ sagði þjálfarinn sem fannst Ólsarar spila vel í seinni hálfleik. „Við héldum skipulagi og spiluðum taktískt mjög vel. Og við vissum að ef FH kláraði ekki leikinn myndum við fá einhver færi til að skora. „Ég sagði við mína menn að FH er með betra lið og verður alltaf með betra lið en ef við höldum skipulagi og FH leyfir okkur að koma inn í leikinn eigum við möguleika.“ Ejub er skiljanlega sáttur með framlag Hrvoje Tokic sem skoraði jöfnunarmarkið í kvöld. Króatinn er kominn með sex mörk í sumar og er markahæstur í Pepsi-deildinni. „Það er alltaf gott að hafa mann sem skorar mörk og hann gerði það í dag. En mér fannst við spila sem lið í dag og vorum skynsamir,“ sagði Ejub sem er ósáttur með leikjaálagið sem er á liðunum í Pepsi-deildinni þessa dagana. „Ég botna ekki í þessu. Við erum að spila sjö leiki á 30 dögum og þetta var fimmta ferðalagið okkar. Ég fatta ekki tilganginn, þetta vinnur nánast á móti leikmönnunum,“ sagði Ejub en hans menn spiluðu í 120 mínútur gegn Stjörnunni á fimmtudaginn. „Það liggur við að maður þurfi að hafa 25 manna hóp til að klára mótið. Í gær gat ég varla stillt upp liði. „Við erum rosalega sáttir með uppskeruna og ég er búinn að segja það, og fer ekki ofan af því, að það er meira en kraftaverk ef við náum að halda Víkingi í efstu deild,“ sagði Ejub að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira