Þúsund hestafla Evantra Millecavalli Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2016 12:39 Evantra Millecavalli er snögg skruggukerra. Þeir leynast margir óþekktir bílaframleiðendurnir sem þó framleiða afar athygliverða bíla. Einn þeirra er ítalski framleiðandinn Mazzanti Automobili sem nú kynnir þennan Evantra Millecavalli bíl sem skartar hvorki meira né minna en 1.000 hestöflum undir húddinu. Þessi bíll er af gamla skólanum hvað drifrás varðar, en hann styðst ekki við rafmagnsafl að neinum hluta, heldur gríðarlegt sprengirými 7,2 lítra V8 vélar og tvær stórar forþjöppur. Tog þessarar vélar er gríðarmikið, eða 1.200 Nm. Því kemur það ekki svo á óvart að það tekur þennan bíl aðeins 2,7 sekúndur að ná 100 km hraða og það hjálpar til við snerpuna að bíllinn vegur aðeins 1.300 kíló. Mazzanti Automobili ætlar að kynna þennan bíl í Tórínó í næsta mánuði. Aðeins verða framleidd 25 eintök af bílnum og víst er að verð þeirra verður hátt en bílar Mazzanti Automobili hafa einna helst selst í Kína, Rússlandi, í arabalöndunum og í Evrópu. Fyrirtækið Mazzanti Automobili var stofnað árið 2002. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Þeir leynast margir óþekktir bílaframleiðendurnir sem þó framleiða afar athygliverða bíla. Einn þeirra er ítalski framleiðandinn Mazzanti Automobili sem nú kynnir þennan Evantra Millecavalli bíl sem skartar hvorki meira né minna en 1.000 hestöflum undir húddinu. Þessi bíll er af gamla skólanum hvað drifrás varðar, en hann styðst ekki við rafmagnsafl að neinum hluta, heldur gríðarlegt sprengirými 7,2 lítra V8 vélar og tvær stórar forþjöppur. Tog þessarar vélar er gríðarmikið, eða 1.200 Nm. Því kemur það ekki svo á óvart að það tekur þennan bíl aðeins 2,7 sekúndur að ná 100 km hraða og það hjálpar til við snerpuna að bíllinn vegur aðeins 1.300 kíló. Mazzanti Automobili ætlar að kynna þennan bíl í Tórínó í næsta mánuði. Aðeins verða framleidd 25 eintök af bílnum og víst er að verð þeirra verður hátt en bílar Mazzanti Automobili hafa einna helst selst í Kína, Rússlandi, í arabalöndunum og í Evrópu. Fyrirtækið Mazzanti Automobili var stofnað árið 2002.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent