Hyundai stofnar sportbíladeildina N Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2016 15:05 Hyundai i30 N verður fyrsti bíll nýrrar sportbíladeildar Hyundai. Yfirmaður nýrrar sporbíladeildar Hyundai, Albert Biermann, kemur frá BMW en þar á bæ bera sportbílar nafnið M. Næsti stafur á eftir M er N svo það kemur því kannski ekki á óvart að nýja sportbíladeild Hyundai fái nafnið N. Fyrsti bílinn sem koma skal frá þessari nýstofnuðu deild Hyundai verður i30 N og kemur hann á markað á næsta ári. Hann verður byggður á nýrri kynslóð i30 en núverandi kynslóð hans verður á næsta ári skipt út fyrir nýja. Þrír slíkir bílar voru reyndar prófaðir í Nürburgring þolaksturskeppni fyrir um tveimur vikum ásamt Velostar Turbo bíl frá Hyundai og i30 1,6 Turbo, en sá bíll var sigurvegari í sínum flokki í keppninni á síðasta ári. Undir húddinu á i30 N verður 2,0 lítra og 259 hestafla vél en engu að síður á þessi bíll að verða á afar viðráðanlegu verði. Hann mun í fyrstu aðeins fást beinskiptur en verða svo síðar í boði með sjálfskiptingu. Þessum bíl verður att gegn Ford Focus ST og Volkswagen Golf GTI og á að verða ódýrair en þeir. Í framtíðinni verða bílar frá N-deildinni einnig í boði sem tengitvinnbílar, en ekki í fyrstu. N-sportbíladeild Hyundai er með höfuðstöðvar í S-Kóreu en er einnig með útibú í nágrenni Nürburgring brautarinnar þýsku og þar eru bílar deildarinnar prófaðir. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Yfirmaður nýrrar sporbíladeildar Hyundai, Albert Biermann, kemur frá BMW en þar á bæ bera sportbílar nafnið M. Næsti stafur á eftir M er N svo það kemur því kannski ekki á óvart að nýja sportbíladeild Hyundai fái nafnið N. Fyrsti bílinn sem koma skal frá þessari nýstofnuðu deild Hyundai verður i30 N og kemur hann á markað á næsta ári. Hann verður byggður á nýrri kynslóð i30 en núverandi kynslóð hans verður á næsta ári skipt út fyrir nýja. Þrír slíkir bílar voru reyndar prófaðir í Nürburgring þolaksturskeppni fyrir um tveimur vikum ásamt Velostar Turbo bíl frá Hyundai og i30 1,6 Turbo, en sá bíll var sigurvegari í sínum flokki í keppninni á síðasta ári. Undir húddinu á i30 N verður 2,0 lítra og 259 hestafla vél en engu að síður á þessi bíll að verða á afar viðráðanlegu verði. Hann mun í fyrstu aðeins fást beinskiptur en verða svo síðar í boði með sjálfskiptingu. Þessum bíl verður att gegn Ford Focus ST og Volkswagen Golf GTI og á að verða ódýrair en þeir. Í framtíðinni verða bílar frá N-deildinni einnig í boði sem tengitvinnbílar, en ekki í fyrstu. N-sportbíladeild Hyundai er með höfuðstöðvar í S-Kóreu en er einnig með útibú í nágrenni Nürburgring brautarinnar þýsku og þar eru bílar deildarinnar prófaðir.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent